Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
✝
Kristín Krist-
insdóttir fæddist
11. ágúst 1942 á
Laufásvegi 58 í
Reykjavík. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 12. ágúst
2022.
Kristín var dóttir
kaupmannshjónanna
Kristins Guðmunds-
sonar, f. 13.8. 1900, d.
4.7. 1972, og Unnar
Valdísar Kristjánsdóttur, f. 31.5.
1913, d. 21.4. 1990.
Kristín átti þrjá bræður, þá
Ingvar, f. 18.1. 1935, d. 5.9. 1986,
Guðmund S. (Gúnda), f. 28.12.
1936, d. 22.1. 1993, og Kristján, f.
23.3. 1945, d. 24.4. 1993.
Kristín ólst upp á Laufásveg-
inum í öruggu skjóli traustra for-
vídeóleigu, svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 1961 gekk Kristín í hjú-
skap með Haraldi Thorlacius.
Kristín og Haraldur skildu árið
1964. Árið 1969 gekk Kristín í hjú-
skap með Heiðari Magnússyni.
Kristín og Heiðar skildu árið 1974.
Börn Kristínar eru 1) Steinunn
Thorlacius, f. 4.9. 1961. Börn Stein-
unnar eru a) Kristín Fanný, f. 5.12.
1982, b) Friðrik Fannar, f. 2.2.
1985, c) Haraldur Hrafn, f. 12.6.
1988, og d) Þórður Darri, f. 15.3.
1990. 2) Haraldur Thorlacius, f.
12.3. 1964. Börn Haraldar eru a)
Elísabet Ósk, f. 21.6. 1982, b) Rakel
Unnur, f. 28.3. 1989, c) Helena
Björg, f. 22.4. 1995, og d) Gabríel
Dagur, f. 19.4. 2011. 3) Heiðrún
Perla Heiðarsdóttir, f. 14.11. 1970.
Börn Heiðrúnar eru a) Gísli, f.
17.11. 1991, b) Karitas Rán, f. 3.8.
1996, og c) Sæbjörn Hilmir, f. 11.8.
2004.
Barnabarnabörn Kristínar eru
sjö talsins.
Útför Kristínar fór fram 25.
ágúst 2022 í kyrrþey frá Fossvogs-
kapellu.
eldra, þar sem hún
og bræður hennar
nutu hins besta at-
lætis.
Kristín gekk í
Miðbæjarskólann
og lauk þaðan
grunnskólaprófi.
Hún lagði um tíma
stund á leiklist-
arnám hjá Ævari
Kvaran, söngnám
hjá Sigurði Demetz
og nám í listmálun hjá Myndlistar-
og handíðaskólanum. Kristín
fékkst við ýmis störf framan af
ævinni, m.a. á skrifstofum á heild-
sölum Péturs Péturssonar og
Hilmars Helgasonar og hjá stétt-
arfélaginu Iðju. Hún hafði einnig
með höndum rekstur heimagist-
ingar, starfrækti blómaverslun og
Það væri hægt að segja frá
mörgu um manneskju sem við
höfum þekkt og umgengist í
meira en 60 ár. Það er að sjálf-
sögðu af nógu að taka, bæði í sorg
og gleði, en sem betur fer oftar
en ekki í gleði. Kidda, en það var
hún nær alltaf kölluð, var
skemmtileg kona, sparaði ekki
brandarana og breytti oft sorg í
gleði ef svo má að orði komast,
var hjálpsöm og gaf mikinn styrk
ef á þurfti að halda. Oft var glatt
á hjalla á Laufásveginum, en þar
átti hún heima í stóru húsi á horni
Laufásvegar og Njarðargötu og
bjó þar stóran hluta ævi sinnar. Í
risinu var þurrkloft og sátum við
stöllurnar oft þar og spjölluðum
um lífið og tilveruna eins og
gengur. Óteljandi eru ferðirnar á
sveitaböllin um helgar, þá var
gaman og upplifðum við mörg
ævintýri í þeim ferðum, oft var
farið á puttanum, eitt sinn stóð-
um við á pallbíl, en þetta var
ferðamátinn í þá daga.
Skemmtilegt er í minningunni
gamlárskvöld í Tjarnarkaffi, en
Kidda var vön því að vera alltaf
heima klukkan tólf um áramót,
man ég eftir því að við trítluðum
á háu hælunum upp Skothúsveg-
inn og inn Laufásveginn og flýtt-
um okkur mikið til að ná áramót-
unum og að sjálfsögðu fórum við
aftur til baka á ballið. Stundum
höfðum við aðgang að rússa-
blæjubíl sem bróðir Kiddu átti og
oft var brunað með þéttsetinn bíl
út í bláinn og ekki var um annað
að ræða en að Kidda sæti undir
stýri, var hún nefnilega sérstak-
lega góður bílstjóri. En lífið fer
ekki alltaf mjúkum höndum um
okkur. Kidda átti við heilsuleysi
að stríða síðustu ár en það var
aðdáunarvert hvað hún tók því
með miklu æðruleysi.
Æskuárin voru góð, við hefð-
um ekki viljað missa af þeim. Á
Laufásveginn var gott að koma,
þar var okkur tekið með mikilli
hlýju. Það var gott að vera í ná-
lægð fjölskyldu Kiddu.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta
þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu
kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
(Tómas Guðmundsson)
Við vottum börnum hennar,
Steinunni, Haraldi og Heiðrúnu,
og fjölskyldum þeirra, guðsbless-
un í sorg þeirra.
Ingveldur Sigurð-
ardóttir og Kristín
Axelsdóttir (Inga
og Didda).
Kristín
Kristinsdóttir
Fallinn er frá
langt fyrir aldur
fram elsku hjartans
vinur okkar, Stefán
Rafn Elínbergsson.
Við erum svo heppin að hafa
þekkt Stefán lengi en þó mislengi.
Unnur hefur þekkt hann lengur,
hún fór ásamt Lísu vinkonu sinni í
ævintýraferð í Atlavík um verslun-
armannahelgina 1983. Þær voru
varla komnar á svæðið þegar Lísa
sér þennan myndarlega mann og
ekki skemmdi að hann var með
Brennivínsflösku í brjóstvasanum.
Hvort það var útlitið eða flaskan
sem gerði gæfumuninn skal ósagt
látið en hún hvarf á braut með hon-
um.
Ég hitti Stefán fyrst í júlí 1997,
þegar hann og Lísa voru að flytja til
Danmerkur. Þau komu til okkar á
drekkhlöðnum bíl og fengu að gista
ásamt börnum sínum hjá okkur
Unni á Akureyri. Mér leist strax vel
á þennan kappa, við áttum sama
áhugamál, fótbolta og eins og allir
vita þá er einstaklega auðvelt að tala
við hann og það er sama hvar hann
kemur, alltaf er hann fljótur að
kynnast fólki og spjalla við það.
Við heimsóttum þau tvisvar til
Danmerkur og þá var ýmislegt
brallað.
Síðan flytur Stefán heim til Ís-
lands og þá var þráðurinn aftur tek-
inn upp hjá okkur og var hann hálf-
gerður heimalningur hjá okkur.
Eftir að Lísa flytur heim var mik-
ill samgangur á milli okkar, Ég og
Stefán Rafn
Elinbergsson
✝
Stefán Rafn El-
inbergsson
fæddist 16. desem-
ber 1961. Hann lést
7. ágúst 2022.
Útför hans fór
fram 16. ágúst 2022.
Unnur, Stefán og
Lísa. Við fórum sam-
an í ferðalög bæði
innanlands og er-
lendis og áttum ynd-
islegar stundir sam-
an. Einnig spiluðum
við mikið alls kyns
spil og helst spurn-
ingaspil, og þá var
gríðarleg keppni í
gangi. Karlar voru á
móti konum og við
Stefán unnum alltaf, þær alltaf jafn
hissa á því að við skyldum vinna, en
við vorum bara miklu gáfaðri, jafn-
vel þó að Stefán „læsi aldrei neitt“
eins og Lísa orðaði það og við höf-
um oft hlegið að.
Á milli keppna þurftum við Stef-
án að fara í bílskúrinn, það var ekki
til þess að hann gæti reykt, nei
heldur til þess að spjalla saman um
alla skapaða hluti, ekki síst fót-
bolta. Þar var ekki töluð vitleysan.
Honum varð tíðrætt um börnin sín
þrjú og barnabörnin, var svo stolt-
ur af þeim.
Stefán fylgdist vel með íþrótt-
um, hann var vel að sér um flestar
greinar, hafði sterkar skoðanir og
hikaði ekki við að segja þær.
Stefán var einstakur vinur, hann
var boðinn og búinn að hjálpa öll-
um. Það var alltaf hægt að treysta
á hann. Stefán var með góðan húm-
or, sagði skemmtilega frá, var ein-
lægur og innilegur með góða nær-
veru. Hann var vel að sér á öllum
sviðum og gat tjáð sig um alla hluti.
Það var sama við hvern hann var
að ræða; unga fólkið, eldra fólkið,
ókunnuga eða vini, hann spurði út í
hagi þeirra, lét öllum líða vel í
kringum sig og átti auðvelt með að
tala við alla á jafningjagrundvelli.
Innilegar þakkir fyrir okkar vin-
skap elsku hjartans Stefán. Við átt-
um eftir að gera svo mikið saman,
fara í ferðalög, fara á tónleika og
gera marga fleiri skemmtilega
hluti með þér og Lísu. Það var frá-
bært að eiga mann eins og þig að
vini og þín verður sárt saknað. Sem
betur fer eigum við margar góðar
minningar um frábæran dreng og
það verður gott að ylja sér við þær.
Við munum passa upp á Lísu
þína og börnin.
Þínir vinir,
Árni og Unnur.
Ég vissi fyrst af
Viðari í Verzló, en
við vorum þar í
sama árgangi.
Hann var Vesturbæjarstrákur
en ég Hafnarfjarðar og vissum
við lítið hvor af öðrum utan
skólatíma til að byrja með. Við
urðum svo samstúdentar og
fórum í sama framhaldsnám
eftir það. Síðan skildi leiðir
sem lágu ekki saman aftur
fyrr en rúmum áratug síðar
hjá Ríkisendurskoðun, þar
sem Viðar starfaði, en það
vildi svo til að hann vissi af því
að ég væri að sækja þar um
starf, og sagði ríkisendurskoð-
andi mér að Viðar hefði mælt
með mér í starfið.
Þá hófust fyrir alvöru kynni
Viðar H. Jónsson
✝
Viðar H. Jóns-
son fæddist 4.
júní 1950. Hann
varð bráðkvaddur
3. ágúst 2022.
Útför Viðars fór
fram 23. ágúst
2022.
okkar Viðars og
góð samskipti sem
entust alla tíð síð-
an, í vinnunni dag-
lega og síðan
reglulega í síma
og kaffihittingum
en ég hætti störf-
um fáeinum árum
á undan honum.
Vinátta okkar
efldist með hverju
árinu og urðum
við trúnaðarvinir smám sam-
an. Viðar var vinnusamur
starfsmaður og góð fyrirmynd,
hann hafði alist upp við þann
anda. Hann hugsaði vel um
fjölskyldu sína og foreldra og
var mikil samheldni og ein-
hugur þar alla tíð.
Viðar eignaðist dóttur með
konu sinni og barnabörnin eru
orðin þrjú, sem hann var alla
tíð mjög natinn við. Viðar var
glettinn maður og gamansam-
ur, hann var svona gleðibrunn-
ur sem alltaf var hægt að
sækja í. Hann stundaði göngu-
ferðir af kappi svo féll varla
dagur úr.
Viðar var KR-ingur frá
blautu barnsbeini og ég FH-
ingur, en við mættumst á
miðri leið með þeim orðum að
við styddum báðir svarthvíta
liðið. Hann hafði fengið hjarta-
áfall nokkrum sinnum en heils-
an virtist í jafnvægi allra síð-
ustu árin, þar til kallið kom.
Ég kveð Viðar með söknuði og
vináttu í huga og votta fjöl-
skyldunni hans samúð á þess-
um erfiðu stundum.
Einar
Þorgilsson.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði
sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Eyrartröð 16
220 Hafnarfirði
Opið kl. 11-16 virka daga
FALLEGIR LEGSTEINAR
Hefðbundin áletrun og uppsetning
á höfuðborgarsvæðinu
á legsteini er innifalið
Elskulega mamma okkar, tengdamamma
og amma,
HÓLMFRÍÐUR INGVARSDÓTTIR
sjúkraliði,
Davíðshaga 2, Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
25. ágúst. Útför verður frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 6. september klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Álfheiður Svana Kristjánsd. Jón Kjartan Jónsson
Rannveig Kristjánsdóttir Þorvaldur Anfinnsson
Vagn Kristjánsson Lilja Filippusdóttir
Inga Jóna Kristjánsdóttir Guðmundur Orri Bergþórsson
og barnabörn
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Elskuleg eiginkona mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
MARGRÉT JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
Miðholti 13,
Mosfellsbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á krabbameins-
deild Landspítalans mánudaginn 26. ágúst.
Útför verður auglýst síðar.
Hinrik Tom Pálmason
Ólafur Einar Júlíusson Ásta Ellen Eiríksdóttir
Ingibjörg Júlíusdóttir Albert Guðmundsson
Ragnar Heiðar Júlíusson
Margrét Júlía Júlíusdóttir Eðvarð Sigurður Halldórsson
Tryggvi þór Júlíusson Tinna Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRARINN HJÖRLEIFUR
SIGVALDASON,
Ofanleiti 3,
lést í faðmi ástvina á líknardeildinni í
Kópavogi 31. ágúst.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
7. september klukkan 13.
Kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarfélög.
Jóhanna Þrúður Jóhannesdóttir
Sigvaldi Búi Þórarinsson
Jóhannes Arnljóts Ottósson Rakel Ólafsdóttir
Ingveldur S. Þórarinsdóttir
Kristjana Þórarinsdóttir Guðni Halldórsson
Friðrikka E. Þórarinsdóttir Einar Ó. Speight
Atli Arnljóts Þórarinsson Þóra S. Bromell
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SÆVAR FRIÐRIK SVEINSSON
leiðsögumaður,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
laugardaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá
Guðríðarkirkju föstudaginn 9. september klukkan 11.
Kristín Ósk Óskarsdóttir
Valgerður Ósk Sævarsdóttir Kristinn Sigurðsson
Lilja Björk Sævarsdóttir Gunnar Reyr Sigurðsson
Sveinn Freyr Sævarsson Berglind Ósk Pétursdóttir
Anna Lind Sævarsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæri,
ÖGMUNDUR JÓNSSON
Ásnesi, Ölfusi,
lést á Landspítalanum Hringbraut
sunnudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá
Hveragerðiskirkju miðvikudaginn
7. september klukkan 14. Athöfninni verður streymt á
streymi.syrland.is en einnig má nálgast hlekk á streymi á
mbl.is/andlat
Jónatan Leví Lön Ögmundsson
Embla Lön Ögmundsdóttir
Jón Ögmundsson Elín Harpa Jóhannsdóttir
Þorbjörn Jónsson Vigdís Anna Kolbeinsdóttir
Ida Lön
Helga Baldursdóttir