Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
• Glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl. 7.00-10.30*
• Fitness salur með öllum græjum ásamt Sauna og Steambað*
• Veitingasalur opinn frá kl. 12.00-01.00 alla daga vikunnar
• Staðsetning er steinsnar frá Strikinu, fjölda veitingastaða og verslana
Niko ehf, Austurvegi 6, 800 Selfoss, sími 783-9300,
www.hotelbokanir.is, hotel@hotelbokanir.is
Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn
Heill heimur út af fyrir sig – Lúxushótel í hjarta borgarinnar
Kynnið ykkur sérverð okkar fyrir árið 2022 á hotelbokanir.is
Einfalt að bóka – engar greiðslur fyrirfram og hægt að afpanta með eins dags
fyrirvara án kostnaðar
*Morgunverður og aðgangur að fitness er ávallt innifalinn í okkar verði
Öldungaráð fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar
kom saman í fyrrakvöld til að halda upp á að 50 ár voru þá lið-
in frá því fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í 50 sjómílur.
„Við hittumst alltaf einu sinni í mánuði. Við höfum gaman
af því að rifja upp gamla tíma,“ segir Benóný Ásgrímsson,
sem starfaði hjá Landhelgisgæslunni í hálfa öld, lengst af sem
þyrluflugmaður.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur,
sendi á fimmtudag frá sér bók um sögu landhelgismálsins
1961-1971. Öldungaráðið mætti í útgáfuhóf sem haldið var
þann dag og kom svo saman síðar um kvöldið í Fjósinu hjá
Valsheimilinu á Hlíðarenda ásamt mökum.
Benóný segir að í öldungaráðinu séu nú 47 fyrrverandi
starfsmenn Gæslunnar. Sigurður Árnason er eini skipherrann
sem enn er á lífi, 94 ára að aldri.
„Við vorum með myndasýningu frá útfærslunni í 50 mílur
og þegar myndirnar runnu í gegn rifjuðust atburðir upp fyrir
mörgum og þá komu sögurnar,“ sagði Benóný.
Hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1966, þá 14 ára
léttadrengur á varðskipinu Ægi. Hann vann sig síðan upp hjá
Gæslunni, varð háseti, bátsmaður, stýrimaður og kafari en fór
síðan í flugnám og var ráðinn flugmaður 1978. Hann flaug
þyrlum til ársins 2016 þegar hann varð 65 ára og mátti þá
samkvæmt reglum ekki starfa lengur sem atvinnuflugmaður.
Fiskveiðilögsaga Íslands var fyrst færð út í 12 mílur árið
1958, síðan í 50 mílur 1. september árið 1972 og loks í 200 míl-
ur árið 1975. Í kjölfar allra útfærslnanna fylgdu svonefnd
þorskastríð þegar Bretar sendu herskip á Íslandsmið til að
vernda togara sína fyrir íslenskum varðskipum og sigldu her-
skipin meðal annars á varðskipin.
Öldungaráðið minntist útfærslu landhelginnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg