Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Laugarnar í Reykjavík
w w w. i t r. i s
Frá og með 1. ágúst verður frítt
í sundlaugar Reykjavíkurborgar
fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla
– það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg var rekin með
8.893 milljón króna halla fyrstu sex
mánuði ársins 2022. „Mikilvægt er
að bregðast strax við og vinna að því
að stöðva hallarekstur borgarinnar
og mun fjármálahópur borgarinnar
vinna að því,“ segir í bókun meiri-
hlutaflokkanna í borgarráði sl.
fimmtudag, þegar árshlutareikning-
ur Reykjavíkurborgar fyrir janúar--
júní 2022 var lagður fram.
Þetta er talsvert annar tónn en í
bókun meirihlutaflokkanna í apríl sl.
þegar kynnt var rekstrarniðurstaða
ársins 2021 í borgarstjórn. „Árs-
reikningur Reykjavíkur skilar gríð-
arlega sterkri niðurstöðu við krefj-
andi aðstæður,“ sagði þar.
Starfsemi Reykjavíkurborgar er
skipt í A-hluta og B-hluta. Til A-
hluta telst starfsemi sem að hluta
eða öllu leyti er fjármögnuð
með skatttekjum. Í B-hluta eru
fyrirtæki sem eru að hálfu eða
meirihluta í eigu borgarinnar og eru
rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar
einingar.
Eignaaukning Félagsbústaða
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta
á tímabilinu janúar til júní 2022 var
jákvæð um 13,2 milljarða, að því er
fram kemur í skýrslu Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra. Afkoma A-
og B-hluta var betri en áætlun gerði
ráð fyrir, sem nemur 9.805 m.kr.
Það skýrist einkum af breyttu mati
á fjárfestingaeignum Félagsbústaða
um 16.900 m.kr. umfram áætlun.
Heildareignir Félagsbúsða námu
tæplega 148 milljörðum við lok júní
og jukust um 16,9% frá upphafi árs.
Rekstrarniðurstaða A-hluta á
tímabilinu janúar til júní 2022 var
neikvæð um 8.893 milljónir. Er
þetta 4.081 milljón króna lakari nið-
urstaða en gert var ráð fyrir. Hrein-
ar skuldir A-hlutans nema 159 millj-
örðum króna. Þann 1. desember
2021 var fjöldi íbúa í Reykjavík-
urborg 135.681.
Borgarráðsfulltrúar meiri-
hlutaflokkanna, Samfylkingarinnar,
Framsóknar, Pírata og Viðreisnar
lögðu fram bókun á fundinum síð-
astliðinn fimmtudag. Segja þeir að
sex mánaða uppgjör Reykjavík-
urborgar endurspegli áhrif verð-
bólgu og þenslu á fjármál borg-
arinnar, auk áhrifa fjórðu bylgju
Covid-19 í byrjun árs. Ytra umhverfi
einkennist af efnahagslegri óvissu,
m.a. vegna innrásar Rússlands í
Úkraínu. Brugðist verði strax við af
hálfu borgarinnar í samræmi við
ábyrga fjármálastjórn. Dregið verði
úr fjárfestingum og þar með lán-
tökuþörf vegna þeirra á árinu 2022
um sjö milljarða. Gjaldskrár verði
leiðréttar í ljósi aukinnar verðbólgu
um 4,5% þannig að þær lækki minna
að raungildi. Gætt verði aðhalds í
ráðningum þar sem við á. Þá verði
hagrætt í fjárhagsáætlun næsta árs.
„Jafnframt er ljóst að stór vandi í
fjármálum borgarinnar, eins og ann-
arra sveitarfélaga, felst í vanfjár-
mögnun á málaflokkum þar sem
hallar á í fjárhagslegum sam-
skiptum við ríkið. Því er skipað sér-
stakt samningateymi til að ná
árangri í þeim viðræðum,“ segir í
bókuninni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins segja í bókun sinni að
enn sígi á ógæfuhliðina í fjármálum
Reykjavíkurborgar eins og fram-
lagður árshlutareikningur sýni
glögglega. „Samkvæmt uppgjörinu
nema skuldir samstæðunnar (A- og
B-hluta, innsk. blm.) 420 milljörðum
króna og hækkuðu þær um 13 millj-
arða fyrstu sex mánuði ársins eða
um rúma tvo milljarða á mánuði.
Matsbreyting fjárfestingareigna
nemur 19,9 milljörðum króna, sem
skýrir hvernig svokallaður hagn-
aður samstæðunnar er reiknaður
út,“ segir m.a. í bókun sjálfstæð-
ismanna.
Ljóst sé að fráfarandi meirihluti
Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og
Vinstri-grænna beri ábyrgð á því
ófremdarástandi sem ríki í fjár-
málum Reykjavíkurborgar.
Staðan grafalvarleg
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins
bókaði að fjármálastaða Reykjavík-
ur væri grafalvarleg. Fjármálasvið
væri með ábendingar sem brýnt
væri að meirihlutinn tæki alvarlega.
Nú þurfi að staldra við og forgangs-
raða upp á nýtt. Áheyrnarfulltrúi
Vinstri grænna bókaði að sex mán-
aða uppgjör borgarinnar væri boð-
beri válegra tíðinda fyrir borgarbúa
og starfsmenn borgarinnar. Ráðist
verði í niðurskurð, gjaldskrárhækk-
anir og að ýmiss konar fram-
kvæmdir verði stöðvaðar. „Í þeirri
vinnu verður að meta og taka tillit
til ólíkra áhrifa á fjölbreytta hópa í
borginni. Til þess þarf m.a. að beita
aðferðum kynjaðrar fjárhagsáætl-
unargerðar.“
Borgin stígur á bremsuna
- Reykjavíkurborg var rekin með 8.893 milljóna króna halla fyrri hluta ársins - Fjármálahópur borg-
arinnar á að stöðva hallareksturinn - Skuldir samstæðunnar 420 milljarðar, segja sjálfstæðismenn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meirihlutinn Það mikla verkefni að stöðva hallareksturinn bíður borgarfulltrúa og starfsmanna borgarinnar.
Biskup Íslands
auglýsti fyrir
nokkru eftir
sóknarpresti til
þjónustu í
Laufáspresta-
kalli, Eyja-
fjarðar- og
Þingeyjar-
prófastsdæmi.
Umsóknar-
frestur rann út 21. ágúst síðastliðinn
og var Hafdís Davíðsdóttir guðfræð-
ingur eini umsækjandinn.
Valnefnd kaus Hafdísi til starfans
og hefur sr. Kristján Björnsson,
starfandi biskup, staðfest ráðningu
hennar. Hún tekur við af séra Gunn-
ari Einari Steingrímssyni, sem
hverfur til prestsstarfa í Noregi.
Hafdís Davíðsdóttir fæddist árið
1992 og ólst upp á Akureyri. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 2011. Árið
2013 hóf hún nám við guðfræði- og
trúarbragðafræðideild Háskóla Ís-
lands og útskrifaðist með mag.
theol.-próf þaðan veturinn 2021. Haf-
dís hefur verið hluti af kirkjustarfi
nánast alla sína tíð, hún hefur verið í
æskulýðs-, unglinga- og stúdenta-
starfi bæði hérlendis og erlendis og
einnig tilheyrt bænahópum, kirkju-
og gospelkórum, segir á kirkjan.is.
Hafdís var með sunnudagaskóla,
barna- og æskulýðsstarf í Langholts-
kirkju og barna- og æskulýðsstarf í
Laugarneskirkju og sunnudagaskóla
í Innri-Njarðvíkurkirkju. Eiginmaður
hennar er Heiðar Örn Hönnuson og
er hann rafvirki hjá Hótel Keflavík.
sisi@mbl.is
Hafdís
Davíðsdóttir
Hafdís valin prestur í Laufásprestakalli
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir hefjast fljótlega við
svonefndan „vetrargarð“ efst í
Seljahverfi í Breiðholti, þar sem
hægt verður að skipuleggja alls kyns
íþróttamót og aðra viðburði allan
ársins hring. Þetta svæði hefur verið
vinsælt hjá ungum sem öldnum á
veturna.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
hefur samþykkt umsókn skrifstofu
framkvæmda og viðhalds, dagsetta
8. júlí 2022 sl., um framkvæmdaleyfi.
Leyfið felst í móttöku á jarðvegi og
mótun skíðabrekkna og lands innan
svæðisins. Jarðvegur verður fluttur
á svæðið á tímabilinu september/
október 2022 til loka júní 2023.
Vegagerðin setur það skilyrði að yf-
irborðið á því svæði, þar sem nýr og
óhulinn jarðvegur er, verði rykbund-
ið.
Fram kemur í umsögn verk-
efnastjóra skipulagsfulltrúa að í
gildi sé hverfisskipulag Seljahverfis
frá 4. maí 2022. Þar segir um svæðið
að það liggi nyrst og austast í Selja-
hverfi í brekku sem hallar til vesturs
og afmarkast af Arnarnesvegi í
austri, íbúðahverfi við Jakasel í
suðri, Breiðholtsbraut í norðri og at-
hafnasvæði við Jafnasel í vestri.
Landið verður hækkað
Svæðið liggur í um 99 metra hæð
þar sem það er lægst en í um 125
metrum þar sem það er hæst. Heim-
il er starfsemi og þjónusta á svæðinu
sem tengist rekstri vetrargarðsins
og iðkun vetraríþrótta, s.s. sala veit-
inga, kennsla og þjálfun, snjófram-
leiðsla, rekstur á skíðalyftum,
tækjaleiga o.s.frv.
Gert sé ráð fyrir því að móta
brekkur þannig að þær henti sem
best til skíðaiðkunar. Heimilt er að
hækka landið upp í allt að 130 metra
efst til að auka við fallhæð lands frá
því sem nú er. Á svæðinu er gert ráð
fyrir fjölbreyttum brekkum í mis-
munandi lengd og fallhæð. Allar
brekkurnar nýtist yfir vetrartímann.
Sömuleiðis er gert ráð fyrir snjó-
framleiðslu. Að lágmarki tvær
brekkur nýtast einnig til þurrskíða-
iðkunar á sumrin og þegar ekki er
nóg af náttúrulegum snjó eða næg
snjóframleiðsla. Tvær sleðabrekkur,
bretta- og byrjendasvæði eru einnig
innan svæðisins.
Framkvæmdaleyfið gildir til loka
árs 2023.
Nýr vetrargarður
mótaður í Breiðholti
- Skíðabrekkur og aðstaða til að halda íþróttamót
- Byrjað verður fljótlega að aka jarðefni á svæðið
Ljósmynd/ÍTR
Vetrargarður Svæðið hefur verið vinsælt á veturna. Þarna eru brekkur sem
henta vel fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni. Aðstaðan mun batna til muna.