Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meiri verðbólga en gert var ráð fyrir
við gerð fjárhagsáætlana hefur mikil
áhrif á rekstrarniðurstöðu fyrstu sex
mánaða ársins hjá sveitarfélögum
landsins. Þannig varð niðurstaðan hjá
Kópavogsbæ 470 milljónum lakari en
gert var ráð fyrir. Fjármagnsgjöld
urðu einnig miklu hærri en áætlað
var hjá Garðabæ en á móti kom að til
bókar voru færðar háar tekjur af sölu
byggingaréttar þannig að verulegur
afgangur varð af tekjum.
Árshlutareikningur Kópavogsbæj-
ar fyrir fyrri helming ársins var lagð-
ur fram í bæjarráði í vikunni. Hann
sýnir 1,3 milljarða króna tap af
rekstri samstæðu bæjarins. Áætlanir
gerðu ráð fyrir 830 milljóna króna
halla. Munar þarna 470 milljónum.
Tekjur og gjöld voru töluvert um-
fram áætlun, að því er fram kemur á
vef bæjarins. Þannig kallaði veðrátt-
an sl. vetur á 200 milljóna króna meiri
útgjöld vegna snjómoksturs en áætl-
að hafði verið.
Verðbólgan er sögð meginskýring-
in á verri afkomu enda leiddi hún til
þess að vextir og verðbætur fóru776
milljónum yfir áætlun, urðu nærri
tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir.
Tekið er fram að ef verðbólgan hefði
ekki haft þessi áhrif hefði rekstrar-
tapið orðið 300 milljónum króna
minna en áætlað var.
Sala lóða hífir upp Garðabæ
Rekstrartekjur Garðabæjar námu
13.285 milljónum króna á fyrri helm-
ingi ársins, um þremur milljörðum
króna hærri en áætlun gerði ráð fyr-
ir. Skýrist aukningin af seldum bygg-
ingarétti en samningur við Fram-
kvæmdafélagið Arnarhvol, um út-
hlutun lóða í Vetrarmýri, var undir-
ritaður í maí. Rekstrargjöld voru
rúmum 200 milljónum yfir áætlun en
fjármagnsgjöld fóru langt umfram
áætlun. Ástæða þess er sú að verðlag
hækkaði miklu meira en gengið var
út frá við gerð fjárhagsáætlunar, að
því er fram kemur í uppgjörinu sem
lagt var fram í bæjarráði í vikunni.
Rekstrarhagnaður tímabilsins var
2.162 milljónir króna. Eins og sést á
framansögðu hefði orðið rekstrarhalli
ef samningurinn um Vetrarmýri
hefði ekki fallið til innan þessa tíma-
bils.
Fram kemur á vef Garðabæjar að
mikil uppbygging er í bænum um
þessar mundir með tilheyrandi fjár-
festingum. Sem dæmi má nefna að
verið er að byggja 2. áfanga Urriða-
holtsskóla og nýjan leikskóla í Urr-
iðaholti.
Verðbólga setur strik í reikning
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Verðbólgan veldur því að áætlanir standast ekki.
- Meira tap hjá
Kópavogsbæ en
gert var ráð fyrir
Aðventufegurð
við Bodensee
28. nóvember–5. desember 2022
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Fararstjórn: Gísli Einarsson
Sími 5702790 bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2 108Reykjavík
Hrífandi aðventuferð.Glæstar borgir, litlir bæir og spennandi
aðventumarkaðir skapa notalega jólastemningu. Upplifumm.a.
yndislegu borgina Freiburg, vínslóðina í Alsace, Friedrichshafen
viðBodensee vatn og aðventuævintýri í Lindau.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikilvægum innviðum eins og
Reykjanesbraut og Suðurnesjalínu
stendur ógn af hraunrennsli og jarð-
skjálftum vegna eldsumbrota á
Reykjanesskaganum. Sú staðreynd,
að ný eldsumbrotahrina er hafin, kall-
ar á að fyrri áætlanir um staðsetningu
á mikilvægum innviðum, eins og nýrri
Suðurnesjalínu, verði endurskoðaðar.
Þetta kemur fram í skýrslu um nátt-
úru- og eldgosavá í sveitarfélaginu
Vogum sem Jarðvísindastofnun Há-
skóla Íslands gerði fyrir sveitarfélag-
ið.
Óskað var eftir skýrslunni vegna
umfjöllunar sveitarfélagsins Voga um
umsókn Landsnets um lagningu Suð-
urnesjalínu 2. Eins og oft hefur komið
fram vill Landsnet leggja nýju línuna
sem mest við hlið eldri Suðurnesjal-
ínu en ekki í jarðstreng eins og sveit-
arfélagið hefur kosið. Sérstakar at-
huganir sem Landsnet hefur gert á
hættu á tjóni vegna eldsumbrota hafa
styrkt þá afstöðu fyrirtækisins.
Fulltrúar sveitarfélagsins vitnuðu
aftur á móti til skýrslu Jarðvísinda-
stofnunar þegar þeir undirbjuggu af-
svar sitt við umsókn Landsnets.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hafa fulltrúar Voga og Landsnets
ákveðið að hittast á fundi til að athuga
hvort flötur sé á sameiginlegri niður-
stöðu í þessari hörðu deilu. Sá fundur
er ekki að frumkvæði Vogamanna,
eins og ranglega var sagt í fréttinni,
heldur að frumkvæði Landsnets. Í því
ljósi var ákveðið að fresta afgreiðslu
málsins í bæjarstjórn.
Hraun getur runnið til sjávar
Í skýrslu Jarðvísindastofnunar frá
því í vor kemur fram að sigdalur á
Strandarheiði, sunnan Reykjanes-
brautar, er framhald af sprungu-
sveimi Eldvarpa-Svartsengis. Líklegt
er að hann stýri hraunrennsli og safni
í sig hrauni. Taldar eru mestar líkur á
að hraunstreymi afmarkist við sigdal-
inn en þó eru hlutfallslega miklar lík-
ur á að hraun geti runnið til sjávar í
Vogavík þar sem þorpið Vogar er og í
Vatnsleysuvík. Á meðfylgjandi korti
er þetta sýnt sem rauður litur, hættu-
svæði 4. Hraunið gæti runnið yfir
línustæði Suðurnesjalínu, í sigdaln-
um, og yfir Reykjanesbraut á þremur
stöðum. Greining Jarðvísindastofn-
unar sýnir þó að ekki er líklegt að
hraun renni í báðar víkurnar samtím-
is þar sem aðskilin eldstöðvakerfi
fæða svæðin.
Til að skýra liti kortsins frekar má
geta þess að líklegt er talið að 5.
hættusvæði, það dumbrauða, fari
undir hraun í næstu umbrotum. Það
liggur hins vegar langt frá innviðum
og byggð. Svæði 1-3 eru ýmist ekki
talin hættusvæði, með lágmarks-
hættu eða jaðarsvæði við meiri
hættusvæði.
Loftlínan er á erfiðu svæði
Mikilvægum innviðum, eins og
Reykjanesbraut og Suðurnesjalínu,
stendur ógn af hraunrennsli og jarð-
hræringum á þessu svæði. Hins vegar
er bent á að staðsetning Reykjanes-
brautar í norðurjaðri svæðisins sé til
bóta. Því séu litlar líkur á að hún eyði-
leggist algerlega auk þess sem það
ætti að vera hægt að verja hana að
stórum hluta.
Suðurnesjalína er að mati jarðvís-
indamannanna staðsett á mjög erfiðu
svæði innan sigdalsins. Komi til elds-
umbrota sé næsta víst að erfitt verði
að verja hana og afhendingaröryggi
myndi skerðast. Ný lína, Suðurnesja-
lína 2, um sama svæði myndi hljóta
sömu örlög. Sú staðreynd, að ný elds-
umbrotahrina er hafin á Reykjanesi,
kalli á að fyrri áætlanir um staðsetn-
ingu mikilvægra innviða, eins og
nýrrar Suðurnesjalínu verði endur-
skoðaðar.
Suðurnesjalína er einnig á miklu
áhættusvæði gagnvart jarðskjálftum
því hún fer eftir sprungusveimnum
sem liggur um mitt sveitarfélagið.
Jarðvísindastofnun bendir á að ef
ný lína verður lögð norðan Reykja-
nesbrautar, hvort heldur sem það
verður loftlína eða jarðstrengur, yrði
hún á svæði með lægra áhættumati
en sunnan brautarinnar. Jafnframt er
bent á að með því að hafa línurnar
hvora sínum megin Reykjanesbraut-
ar minnki líkurnar á að þær fari báðar
undir hraun í sama eldgosi.
Hægt að verja loftlínur
Skipulagsnefnd Voga byggði meðal
annars á þessum upplýsingum jarð-
vísindamanna þegar hún lagði til við
bæjarstjórn að umsókn Landsnets
um framkvæmdaleyfi yrði hafnað.
Heppilegra væri að leggja jarðstreng
meðfram Reykjanesbrautinni.
Landsnet hefur gert eigin athug-
anir, bæði fyrr og nú, og eru sérfræð-
ingar fyrirtækisins í línum og jarð-
strengjum ósammála þeirri túlkun
sem fram kemur í skýrslunni og hjá
sveitarfélaginu. Komið hafi í ljós í
gosinu í Geldingadölum að hægt sé að
stýra hraunrennsli frá möstrum,
væntanlega með varnargörðum, auk
þess sem loftlínur séu óháðar jarð-
skjálftavirkni.
Fram kom í viðtali við Sverri Jan
Norðfjörð, framkvæmdastjóra þró-
unar- og tæknisviðs Landsnets, sem
birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári,
að athuganir, sem gerðar hefðu verið
vegna jarðhræringanna á Reykja-
nesi, sýndu að loftlínur þyldu
ákveðna hreyfingu. Þær gætu
strekkst um nokkra sentímetra án
þess að straumur rofnaði. Jarð-
strengir þyldu aftur á móti litla tog-
áraun eftir að þeir hefðu verið lagðir.
Þeir tryggðu því síður afhendingar-
öryggi raforku en loftlínur við jarð-
hræringar. Niðurstaða sérfræðinga
Landsnets er sú að einnig sé erfitt að
verja jarðstrengi fyrir skemmdum af
völdum hraunrennslis.
Kallar á endurskoðun fyrri áætlana
- Jarðvísindamenn telja að innviðum stafi ógn af hraunrennsli og jarðskjálftum - Suðurnesjalína er
í sigdal sem safnar í sig hrauni við eldgos - Sérfræðingar Landsnets telja unnt að verja loftlínurnar
Tölvumynd/Landsnet
Reykjanes Suðurnesjalína liggur sunnan Reykjanesbrautar og Landsnet hyggst leggja nýju línuna samsíða henni.
Undirfyrirsögn
Heimild: Náttúru- og eldgosavá
í Sveitarfélaginu VogumHraunflæði gæti
ógnað in viðum
Hættu-
svæði
1
2
3
4
5
Njarðvík Vogar
Fagradalsfjall
Hvassahraun
Keilir
Suðu
rnes
jalín
a
Rey
kjan
esb
raut
Kl
ei
fa
rv
at
n
Hafnarfjörður