Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 40
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fríða Dís söng lengi vel með Klassart, gaf svo út sólóplötu í hitt- eðfyrra, en með þessu verki er ekkert minna en endurfæðing og endurreisn í gangi. Þessi plata Fríðu Dísar kom mér nefnilega algerlega í opna skjöldu. Hún er frábær. Ég var nefnilega ekkert sérstaklega bjartsýnn er ég lagði í hana, jafnvel með beyg í brjósti. Fyrsta sólóplata hennar, Mynda- albúm (2020), er nefnilega rækilega tvístígandi verk, nánast hálfkarað, og óvissan því yfirliggjandi er ég smellti þessari í veituna. Gleðin því ósvikin er platan hóf að rúlla. Eitt- hvað hefur gerst á síðustu tveimur árum, því verkið gæti verið eftir einhverja allt aðra tónlistarkonu. Sem hún er í vissum skiln- ingi reyndar. Fríða á lög og texta og útsetningar; syngur og leikur á bassa en Smári Guð- mundsson sá um upp- tökustjórn, útsetning- ar og spilaði á gítara. Aðrir sem koma að plötunni eru Stefán Örn Gunnlaugsson (upptökustjórn, hljóðblöndun, píanó, hljómborð), Halldór Lárusson (trommur), Soffía Björg Óðinsdóttir, Hallbjörn lit, mæta á staðinn og fylla upp í rýmið! Þessi plata speglar þetta allt saman og það rækilega. Það er viss kraftur sem renn- ur í gegnum plötuna sem er ánetj- andi. Spilagleði og öryggi sem bók- staflega stafar af öllum lögunum. Hljóðmyndin er líka eitthvað svo svöl. Það er unnið með rokkabillí, gítararnir bergmála með rífandi hljómi og platan hljómar frábær- lega. Það er eins og skapalónið sé fengið frá gömlum finnskum rokk- abillíhundum sem hafi komið fram í Kaurismäki-mynd árið 1985. Sjá t.d. titillagið, firnasterkt, og til- raunir með raddir og bakgrunns- hljóð lyfta öllum lögum. „Cats & Cassettes“ er grallaralegt, hálf- gert rapp í gangi á köflum, en það fellur eins og flís við rass hvað restina varðar. Allt hérna er dásamlega skemmtilegt, líkt og Stray Cats leiki undir söng Julee Cruise (sjá t.d. dulúðarfullu rökk- urstemmuna „The Spell“) og svo tekur við hálfgert brjálæði, „Shower Shock“, með vel feitum og þverrifnum gítarhljómi ofnum saman við tælandi og nærfellt súrrealískan söng. Eins og sjá má, virkilega vel heppnað verk. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári. Segi og skrifa það. Von mín er sú að hún hamri þetta járn eitthvað áfram, láti skeika að sköpuðu og haldi áfram að semja, taka upp og gefa út. Skítt með almenningsálitið. Hér er tekið pláss, glæsilega, og auðvitað er þetta til fyrirmyndar fyrir kynsystur hennar í svipaðri stöðu. Svona verk, svona starf- semi, skiptir máli og ekki bara tón- listarlega. Rífandi hrátt rokkabillí Valgeir Rúnarsson, María Rún Baldursdóttir, Viktor Atli Gunnarsson, og Ásbjörg Jóns- dóttir (raddir). Jóhannes Haukur Jóhannesson sá þá um leik í laginu „Guidelines for Dreamers“. Sigur- dór Guðmundsson sá um hljóm- jöfnun. En hvað gerðist? Því að eitt- hvað gerðist. Fríða segir sjálf frá því á Fjasbókarreikningi sínum hvernig hún samdi lagið „Guide- lines for Dreamers“: „Nokkrum andartökum síðar samdi ég lag sem breytti lífi mínu. Hvernig ein vísbending leiddi af sér aðra, eins og ég væri í leiðslu, og hvernig allt small að endingu saman er tilfinn- ing sem ég get ekki lýst öðruvísi en sem alsælu.“ Takk fyrir! Í viðtölum hefur hún líka talað um flæði, þörfina fyrir að gera eitthvað skemmtilegt og að taka pláss. Setja á sig vara- » Það er viss kraftur sem rennur í gegnum plötuna sem er ánetj- andi. Spilagleði og öryggi sem bókstaflega stafar af öllum lögunum. Ný plata söngkonunnar Fríðu Dísar, Lipstick on, kom greinarhöfundi á óvart en þar fer dúndrandi öruggt og valdeflandi rokk og ról sem setti hann eiginlega á hliðina. Endurfædd Fríða Dís fer hér höndum fimum um bassagígju. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Óreiða nefnist sýning sem Pétur Gautur opnar í Galleríi Fold í dag kl. 14. „Pétur Gautur er vel þekktur fyrir uppstillingar sínar og djarft litaval í málverkum. Hann aðhyllist einfald- leikann, notar fáa en vel valda liti með áherslu á andstæður ljóss og skugga. Í nýjustu verkum hans er íslenski valmúinn í aðalhlutverki,“ seg- ir í tilkynningu. Þar kemur fram að í nýju verkunum hafi Pétur „fjarlægst hina klassísku uppbyggingu uppstillinganna. Kunnugleg skálaformin endurtaka sig þó í krónum valmú- ans sem hríslast um myndflötinn í óbeislaðri fegurð sinni.“ Selma Björnsdóttir og Vignir Snær Vigfússon flytja lög við opnunina í dag. Sýningin stendur til og með 24. september. Óreiða Péturs Gauts í Galleríi Fold Valmúi Pétur Gautur er þekktur fyrir uppstillingar sínar og djarft litaval. Verkefnið Umbúðalaust í Borgar- leikhúsinu hlaut Sprota ársins á Grímunni 2022 . Verkin þrjú sem frumsýnd voru undir merkjum þess á liðnu leikári verða sýnd á Nýja sviðinu í kvöld. Sviðslistahópurinn Toxic Kings sýnir How to make love to a man kl. 18. Sviðslistahópurinn Slembilukka sýnir Á vísum stað kl. 20. Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar sýnir FemCon kl. 22. Aðeins verður þessi eina sýning á verk- unum þremur. „Umbúðalaust er vettvangur þar sem sviðslistafólk morgundagsins fær tækifæri og frelsi til þess að þróa hugmyndir sín- ar,“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar eru á borgarleikhus.is. Umbúðalaust-hátíð í Borgarleikhúsinu Sviðslistahópar Slembilukka, Toxic King og Fyndnustu mínar sýna í kvöld. Tónlistarkonurnar Josephine Fost- er og Gyða Valtýsdóttir koma fram á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Í tilkynningu kemur fram að banda- ríska fjöllistakonan Josephine Fost- er hafi komið víða við sem lagahöf- undur, söngkona, hljóðfæraleikari og ljóðskáld. „Hún hefur mótað stíl sinn víða um veröld sl. 20 ár og gef- ið út fjölda hljómplatna þar sem hún fer yfir víðan völl. Frá því hún var 15 ára hefur hún þróað ein- stakan stíl og rödd.“ Hún hefur m.a. sent frá sér hljómplöturnar No Harm Done og Godmother. Gyða Valtýs í Mengi To Burn, Forest, Fire er heiti gjörnings, svo- kallaðrar reyk- elsisathafnar sem fer fram í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu í dag, laugardag, kl. 15. Í tengslum við hið fjöl- þjóðlega Veðurnet heimins – World Weather Network, sem Kynningar- miðstöð íslenskrar myndlistar er þátttakandi í, ásamt 27 öðrum myndlistarstofnunum víða um heim, skapaði skoska listakonan Katie Paterson þessa athöfn og brenndi reykelsin fyrst í Helsinki. Verkið byggist á ilmi elstu skóga jarðar og þess síðasta, nú á tímum hamfarahlýnunar, en ilmina fang- aði Paterson í reykelsi sem nú eru brennd í athöfnum sem þessari víða um lönd. Reykelsisgjörning- ur í Nýlistasafninu Katie Paterson Fyrsta perluupp- boði vetr- arins hjá Fold upp- boðshúsi stendur nú sem hæst á vefnum og í sölum gallerísins við Rauðarárstíg, en uppboðinu lýkur á mánudag. Boðin eru upp verk eftir m.a. Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Mugg, Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Kristján Davíðs- son, Nínu Sæmundsson, Louisu Matthíasdóttur, Karólínu Lárus- dóttur, Stórval, Tryggva Ólafsson, Guðjón Ketilsson, Braga Ásgeirs- son, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Alfreð Flóka, Kristínu Gunnlaugs- dóttur og Leif Breiðfjörð. Fyrsta perlu- uppboð vetrarins Glerverk eftir Leif Breið- fjörð sem prýddi Súlnasal. Portrett129 nefnist sýning sem Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunn- laugsdóttir opnuðu í gær í Listvali á Granda á Hólmaslóð 6. Þær vinna saman undir heitinu doubletrouble. „Í byrjun covid ákváðu þær að hefja samstarf í málun portrettmynda, þar sem önnur byrjaði og hin tæki við,“ segir í tilkynningu og tekið fram að léttleiki og húmor sé ein- kennandi fyrir bæði vináttu og sam- starf listakvennanna. „Gagnrýni og kröfur á listræna útkomu, án mála- miðlana, eru þær sömu hjá báðum og byggjast á trausti áralangrar vináttu. Portrettin urðu alls 129.“ Sýningin stendur til 8. október. Dúó Dóra og Kristín sýna Portrett129. Vinna saman sem doubletrouble

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.