Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 35
DÆGRADVÖL 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 NÝTT SONIC SENSITIVE Fjarlægir 88% meira af óhreinindum. Hreinsar 121% dýpra undir tannholdið. Notaður eins og hefðbundinn tannbursti en nýtir kraftinn af titringnum til að bursta tennurnar betur. TANNBURSTI með extra mjúkum hárum Fæst í apótekum, stórmörkuðum og á Heimkaup.is „ÞÚ GLEYMDIR AÐ LOKA ÍSSKÁPNUM!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að sjá framtíðina saman. VEISTU, GRETTIR, ÞESSI DAGUR VAR EKKI SEM VERSTUR… OG ÞESSI MATUR ER EKKERT SLOR LEYNDARMÁL HAMINGJUNNAR ER AÐ GERA EKKI OF MIKLAR KRÖFUR BJÓRINN ER BÚINN! VÆRIRÐU TIL Í AÐ STÖKKVA Á EFTIR MEIRI? JÁ, ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI! „VERTU Á VERÐI – ÉG HELD AÐ ÉG HAFI SÉÐ ANNAN SVEPP.“ Þessi þverfaglega braut sem ég fór út á, að búa til sýndarvitverur með félagslega eiginleika, er mín leið til að sameina svið foreldra minna, en móðir mín er félagsfræðingur og fað- ir minn verkfræðingur. Útgangs- punkturinn hjá mer er að vinna með félagsfræðileg og sálfræðileg við- fangsefni og búa til reiknilíkön og tölvulíkön í kringum þau.“ Hannes Högni var á tímabili for- maður rannsóknaráðs HR og var handhafi rannsóknaverðlauna HR 2017. Hann hefur birt hátt í 80 rit- rýndar greinar, með um 6.300 tilvís- anir, stýrt fjölda styrktra rann- sóknaverkefna og haft umsjón með fleiri en 40 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Hannes Högni hefur mikinn áhuga á tónlist og gagnvirkri list og dútlar við ýmis stafræn hljóðfæri. „Ég á ennþá eftir að vera í hljómsveit, sem er fínt að stefna á í ellinni. Svo hef ég alltaf haft áhuga á spilum og tölvu- leikjum en nýt þess sérstaklega að vera úti í náttúrunni með fjölskyld- unni.“ Fjölskylda Eiginkona Hannesar Högna er Deepa Iyengar, f. 12.10. 1972 í Minneapolis, Bandaríkjunum. Hún er með SM-gráðu frá MIT, stofnaði MindGames ehf. og er starfandi listakona. Hún er í meistaranámi á myndlistarsviði við Listaháskóla Íslands. Dóttir Hannesar Högna og Deepu er Gíta Guðrún, f. 15.7. 2012. Foreldrar Hannesar Högna eru hjónin Guðrún Hannesdóttir, f. 29.11. 1947, félagsfræðingur, fv. skólastjóri og námsráðgjafi, og Vil- hjálmur Þór Kjartansson, f. 28.12. 1943, verkfræðingur og fv. háskóla- kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Hannes Högni Vilhjálmsson Magnús Sigurðsson sjómaður á Hellissandi og í Reykjavík Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja á Hellissandi og í Reykjavík Kjartan Magnússon kaupmaður, eigandi Kjartansbúðar í Reykjavík Guðrún Hjálmdís Vilhjálmsdóttir húsmóðir, kennari og verslunarkona í Reykjavík Vilhjálmur Þór Kjartansson verkfræðingur og fv. háskólakennari, bús. í Reykjavík Vilhjálmur Árnason húsasmíðameistari í Reykjavík Þórey Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, Reykjavík Guðrún Geirsdóttir Zoëga skriftarkennari og húsfreyja í Rvík Hannes Þorsteinsson aðalféhirðir Landsbanka Íslands, Reykjavík Anna Steinunn Hjartardóttir húsmóðir í Reykjavík og Hringskona Hjörtur Hansson stórkaupmaður í Reykjavík Una Brandsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ætt Hannesar Högna Vilhjálmssonar Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur, fv. skólastjóri og námsráðgjafi, bús. í Reykjavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Nafn það margur maður ber. Mesti dólgur er sá ver. Engilhreinn með sóma og sann. Sérmenntaður víst er hann. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Nafnið Sveinn ber margur maður. Mesti dólgur Skugga-Sveinn. Hreinn sveinn er hann annálaður. Iðnsveinn verkið stundar beinn. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Margur skati’ er skírður Sveinn, ei Skuggasveinn þó mærður. Ungur sveinn er sagður hreinn. Sveinn í iðn er lærður. Guðrún B. leysir gátuna þannig: Sveinn er margra manna nafn. Mörnum Skugga Sveinninn stal. Hreint er meyja- og sveinasafn. Sveinn lauk iðn, í starfið skal. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Sveins nafn margur maður ber. Minnst á Skugga-Svein er hér. Sveinn ei konu kenndur við. Kláraði hann sveinsprófið. Þá er limra: Í borgarstjórn álpaðist Einar og enginn veit hvað́ann meinar fremur en framsóknarmenn, þeir frábæru jólasveinar. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Fljótin streyma ósi að, á þeim stundum finnst ei vað, seint ég náði í næturstað, núna gátuna ég kvað: Húsbóndanum hlýðin er. Hóru nefnum slíka. Oft í sendiferðir fer. Farartæki líka. Jón Ólafsson kvað: Ég fór hálfan hnöttinn kring og hingað kom ég aftur. Ég átti bara eitt þarflegt þing og það var – góður kjaftur. Níels skáldi kvað: Ég að öllum háska hlæ á hafi Sóns óþröngu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þeir eru ólíkir sveinarnir Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.