Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 2
Foreldrar barna á leikskólanum
Bakka í Staðahverfi í Grafarvogi
hafa nú gripið til þess ráðs að aug-
lýsa eftir börnum til að fylla laus
pláss á leikskólanum. Biðja þau for-
eldra sem geta hugsað sér að hafa
börnin sín á Bakka að setja leikskól-
ann sem fyrsta val í umsókn sinni
um leikskólapláss, í þeirri von að
starfsemi leikskólans haldist
óbreytt. Aðeins eru um 20 börn í
leikskólanum en þar er pláss fyrir
um 60 börn.
Helga Dögg Yngvadóttir, móðir
barns á Bakka, segist hafa orðið
undrandi þegar hún frétti af því að
það hefði verið sett í hendur foreldra
að fjölga börnum í leikskólanum.
„Fólk borgar útsvar með sköttunum
sínum, fyrir ákveðna grunnþjónustu
sem maður býst við að sveitarfélagið
veiti,“ segir Helga Dögg í samtali við
mbl.is en þar er lengri umfjöllun um
málið.
Taka til
sinna ráða
- Foreldrar auglýsa
eftir fleiri börnum
Morgunblaðið/Þorkell
Auglýst Leikskólinn Bakki.
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sextíu ára og eldri senn boðaðir í fjórðu sprautu
- Hyggjast bjóða fjórðu Covid-bólu-
setninguna og flensusprautu um leið
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæð-
inu hyggst boða 60 ára og eldri í
fjórðu Covid-bólusetninguna og
bólusetningu gegn inflúensu um
leið. Þá yrði boðið upp á þrjá kosti;
bara Covid-bólusetningu, bara inflú-
ensubólusetningu eða hvort tveggja
í senn.
Eftir það átak yrði svo yngra fólki
og þá sérstaklega þeim með undir-
liggjandi sjúkdóma boðin bólusetn-
ing.
„Núna má gefa
Covid-bólusetn-
ingu og inflúensu-
bólusetningu
saman. Það er al-
veg nýtt,“ segir
Ragnheiður Ósk
Erlendsdóttir,
framkvæmda-
stjóri hjúkrunar
hjá Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins.
„Í fyrra var það ekki leyfilegt, það
þurftu að líða tvær vikur á milli. Svo
þetta er mikil hagræðing fyrir fólk
að það getur komið í hvort tveggja.“
Nú er unnið að því að koma skipu-
lagi á framkvæmdina þar sem um
töluverðan fjölda fólks er að ræða.
„Við erum að horfa til þess hvort
við getum tekið þetta einhvern veg-
inn miðlægt og höfum verið að ræða
við okkar góðu félaga í Laugardals-
höllinni,“ segir hún og bætir við að
líklegt sé að anddyri hallarinnar
yrði nýtt í verkefnið.
Stefnt er að því að bólusetning 60
ára og eldri taki um tvær vikur, síð-
ustu vikuna í september og fyrstu
vikuna í október. Þetta verður aug-
lýst betur þegar nær dregur. „Við
höfum svo hug á því að beina þeim
sem yngri eru á heilsugæslustöðv-
arnar eftir þetta átak.“
Morgunblaðið/Eggert
Bólusett Ráðist verður á ný í bólusetningarátak fyrir 60 ára og eldri.
Ragnheiður Ósk
Erlendsdóttir
Ísak Gabríel Regal
isak@mbl.is
Verið er að endurskoða samninga
við sveitarfélög um samræmda mót-
töku flóttafólks sem tekur við eftir
að fólk er búið að fá vernd, segir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson fé-
lags- og vinnumarkaðsráðherra.
Hann vonast til þess að hægt verði
að ganga frá þeim sem allra fyrst
svo hægt sé að semja við fleiri sveit-
arfélög.
Mikill fjöldi flóttafólks streymir
til landsins um þessar mundir.
Vinnumálastofnun er með samninga
við þrjú sveitarfélög, Reykjavíkur-
borg, Reykjanesbæ og Hafnarfjörð,
um að veita 390 manns þjónustu
sem bíða afdrifa umsóknar sinnar
um vernd. Tvö sveitarfélög hafa
kvartað undan því að innviðirnir ráði
ekki við frekari fjölgun flóttafólks.
„Við höfum verið að vinna með
Framkvæmdasýslunni – Ríkiseign-
um í að finna húsnæði til þess að búa
til millibilsástand fyrir fólk sem er
búið að fá vernd en á eftir að flytja í
varanlega búsetu hjá sveitarfélög-
unum. Þetta er vegna þess að það er
víða skortur á húsnæði.“
Þá bætir Guðmundur við að
markmiðið með samræmdri mót-
töku sé að hjálpa flóttafólki að að-
lagast íslensku samfélagi sem allra
fyrst.
„Ráðum við þetta“
Að sögn ráðherra hefur gengið
ágætlega að taka við flóttafólki frá
Úkraínu.
„Við ráðum við þetta eins og er,
en þetta eru stórar áskoranir. Þegar
við horfum á spárnar sem koma frá
lögreglunni um hver fjöldinn verður
sem kemur til landsins getum við
notað það í okkar áætlanagerð.“
„Þetta eru stórar áskoranir“
- Endurskoða samninga við sveitarfélög um móttöku flótta-
fólks - Sveitarfélög segja innviði ekki ráða við fjöldann
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úkraína „Við ráðum við þetta eins
og er,“ segir ráðherrann.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út
seint í gærkvöldi þar sem stór vatnslögn hafði
farið í sundur við Hvassaleiti. Myndaðist þungur
flaumur, og varaði slökkviliðið við því að vatn
kynni að flæða inn í kjallara í nærliggjandi hús-
um. Hægðist nokkuð á umferð vegna þessa í
nærliggjandi götum, þar á meðal við Kringluna
að sögn sjónarvotta. Var slökkviliðið enn að
störfum þegar blaðið fór í prentun.
Vatnselgur í Hvassaleiti
Morgunblaðið/Árni Sæberg