Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 44
„Sönglög Jón- asar Ingimund- arsonar“ er yfir- skrift tónleika í Salnum í Kópa- vogi á morgun, sunnudag, kl. 13.30, en þeir eru í tónleika- röðinni „Ár ís- lenska einsöngslagsins“. Á tónleikunum flytja hinir kunnu söngvarar Auður Gunnarsdóttir sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Kristinn Sigmundsson bassi og Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir mezzósópran fjölbreytt sönglög eftir Jónas. Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanóið. Tónleikagestir munu á tónleikunum fá að kynnast tónlistarfröm- uðinum og píanóleikaranum Jónasi í hlutverki tón- skálds og útsetjara. Jónas hefur átt einstakan þátt í ís- lensku tónlistarlífi síðastliðna áratugi og hefur íslenska sönglagið verið honum sérstaklega hugleikið. Fimm stórsöngvarar og Hrönn flytja sönglög Jónasar í Salnum á morgun LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is HK tryggði sér í gærkvöld sæti í Bestu deild karla í fót- bolta eftir eins árs fjarveru þegar Kópavogsliðið lagði Fjölni að velli, 3:1, í Kórnum. Fylkismenn voru þegar komnir upp og liðin tvö sem féllu í fyrra eru þar með bæði komin í hóp þeirra bestu á ný þótt enn séu rúm- lega tvær umferðir eftir af 1. deildinni. »37 HK er komið í Bestu deildina ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sumarið hefur verið gróskumikið, þótt stundum hafi komið kuldakaflar svo hægt hefur á sprettu,“ segir Þröstur Jónsson garðyrkjubóndi á Flúðum. „Landinn vill grænmeti og satt að segja höfum við bændur hér ekki undan við að rækta og fram- leiða. Á hverjum einasta degi fara að minnsta kosti tveir stórir flutninga- bílar héðan úr sveit til Reykjavíkur með vörur á markað; tugir tonna af afurðum sem seljast fljótt.“ Tómatar, gúrkur og jarðarber Yfirskrift margvíslegra viðburða sem efnt verður til á Flúðum í dag er einfaldlega Uppskeruhátíð. Matar- kistan Hrunamannahreppur er stundum sagt, í sveitinni eru margar af stærri garðyrkjustöðvum landsins og þar er framleitt mikið af því grænmeti sem landsmenn neyta. Tómatar og jarðarber eru aldin sem í miklum mæli eru ræktuð á Flúðum. Þar eru einnig framleiddir sveppir og svo eru sérstaklega mikil umsvif í útiræktun á káli. Í slíkum búskap eru Þröstur og Sigrún Pálsdóttir kona hans með víðfeðma akra undir. Starfsemin er rekin undir merkinu Garðyrkjustöð Sigrúnar. „Við ræktum blómkál, hvítkál, spergilkál og nú í seinni tíð æ meira af grænkáli. Í dag er þetta allt nán- ast fullsprottið og nú er uppskeru- tíminn genginn í garð. Þá tekur við löng vinnutörn sem stendur alveg fram í október. Þar hefur helsta vandamálið verið að fá fólk til vinnu en sem betur fer ætlar að rætast eitthvað úr því með erlendu vinnu- afli. Þátttaka þess í atvinnulífinu hér í sveit er mikil og í raun nauðsyn- leg,“ segir Þröstur. Garðyrkjan krefst þrautseigju „Góður garðyrkjumaður þarf að hafa til að bera þrautseigju og vinnusemi. Einnig að gefa sig 100% í hlutina því ræktun er í eðli sínu vandasöm og ekkert má klikka. En þetta lærist með árunum,“ segir Sig- rún Pálsdóttir um störf sín. Dagskráin á Flúðum í dag hefst kl. 11 með uppskerumessu sr. Ósk- ars Hafsteins Óskarssonar. Kl. 13 hefst svo markaður í félagsheimili sveitarinnar þar sem hægt verður að kaupa matvæli úr sveitinni; ferskt grænmeti og góðgæti, svo og hand- verksvörur, auk þess sem kven- félagskonur selja vöfflur og kaffi. Þá getur fólk kynnt sér sveppafram- leiðslu, rósarækt og einnig hefð- bundinn landbúnað. Á bænum Bryðjuholti, skammt frá Flúðum, er stundaður kúabúskapur í há- tæknivæddu fjósi og meðal tækja þar eru mjaltaþjónn og skítaþjarkur sem notaður er til að moka flórinn. Þá eru tilboð á ýmsum sölustöð- um, hægt að fara í sund í gömlu lauginni og svo mætti áfram telja. Uppskeruhátíð eftir gróskumikið sumar - Gleði og grænmeti á Flúðum - Rósarækt og vöfflur Ljósmynd/Sigrún Pálsdóttir Vinna Stella Mukami Chege, Þröstur Jónsson og Páll Orri sonur hans með kál af akrinum sem þarf að þrífa og pakka áður en það er sent í verslanir. Grænmeti Alveg brakandi ferskt og beint af ökrunum við Flúðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.