Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Erlutjörn 5
260 Reykjanesbæ
OPIN HÚS
Á NÆSTUNNI
Trönudalur 1
260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja einbýlishús með bílskúr,
tveimur sólpöllum og heitum potti.
Opið hús þriðjudag 6.9. frá kl.17:15-17:45
3ja herbergja enda íbúð á jarðhæð í mjög
nýlegu fjölbýli með sér inngangi
Opið hús föstudag 9.9. frá kl.17:15-17:45
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 95.000.000 kr.
Verð 51.000.000 kr.
Stærð 204,4 m2
Holtsgata 25
260 Reykjanesbæ
Mjög vandað og glæsilegt nýlegt 5 herbergja
parhús með bílskúr, sólpalli og heitum potti.
Opið hús miðvikudag 7.9. frá kl.17:15-17:45
Verð 109.000.000 kr.
Stærð 217,1 m2
Norðurgarður 6
230 Reykjanesbæ
5 herbergja einbýlishús með bílskúr,
sólpalli og heitum potti.
Opið hús fimmtudag 8.9. frá kl.17:15-17:45
Verð 90.000.000 kr.
Stærð 175 m2 Stærð 92,3 m2
S
ú viðleitni mín að gæta kynhlutleysis í tungutakspistlunum hefur hin
síðari ár komist í tísku vegna málvitundarvakningar í jafnréttis-
málum – sem hófst með „nýju“ Biblíuþýðingunni árið 2007 og hét þá
mál beggja kynja en er orðið að máli allra kynja. Framfarir í jafnrétt-
ismálum eru fagnaðarefni
fyrir þau sem eru frjáls-
lynd, víðsýn og umburðar-
lynd, hvar svo sem þau
skipast niður í flokka-, fjöl-
miðla- og trúkerfinu. Mér
til undrunar hef ég fengið
ákúrur fyrir að reyna að
forðast að útiloka fólk
vegna kynhefðar íslensk-
unnar. Fara þar fremst í
flokki kappsamir karlar,
nokkuð eldri en ég, sem
telja sig hafa svo rétt fyrir
sér að ekki þurfi um að
efast.
Það skemmtilega við
tungumálið er að þar er
ekkert ótvírætt; alltaf býr
eitthvað meira undir hverju
orði en blasir við í fyrstu
orðabókarskýringu. Óum-
deilt er að í eldra máli var
„mælt í lögum að allir menn
skyldu kristnir vera“ og að
allir sem leituðu til Forseta í
salnum Glitni á himni með
sakarvandræði sín fóru sáttir
á braut. Þessi málvenja var
eðlileg á meðan Guð á himnum var borinn fyrir lögmálinu um að karlinn væri
konunni æðri. Því skyldu karlar einir njóta æðri menntunar og taka þátt í op-
inberu lífi á mannamótum – nema í samkunduhúsum þar sem konur máttu
vera en ekki tala.
Ótal sögur eru af því hvernig þingmönnum og háskólakennurum vafðist
tunga um tönn þegar ein og ein kona fór að skjóta upp kolli í þeirra hópum með
þeim afleiðingum að ótækt var að tala áfram um okkur strákana og hvernig
ykkur litist „nú á þetta piltar?“ Skyndilega var það ekki lengur náttúrulögmál
að karlar sætu einir að menntun og tækju þátt í opinberu lífi eins og í þeim
heimshlutum sem feðraveldið heldur enn í vopnaðri miðaldagreip sinni.
Þótt málnotkun og málfræðin sem lýsir henni hafi um aldir einkennst af til-
tekinni kynvenju um að láta alla vísa til allra er það einföldun að halda að þar
sé bara við saklausa og sjálfstæða málfræði að eiga sem sé óháð siðum og venj-
um og ríkjandi hugmyndum í samfélaginu. Hugmyndakerfin læða sér inn í
málkerfin og nota þau til að viðhalda sjálfum sér; í þessu tilfelli að halda þeim
frá áhrifum sem ekki tengja sig við það að standa stjarfir saman, allir sem
einn. Tungumálið er langsterkasta vopnið í allri valdabaráttu og því tími til
kominn að jafnréttisbaráttan reyni að brjótast til áhrifa á málíþróttavellinum,
líkt og í heimilisstörfum, á vinnumarkaði og í launakröfum.
Nýjasta birtingarmynd hinna breyttu tíma er að Bubbi Morthens hefur lag-
að textann í KR-laginu: „Við stöndum saman, öll sem eitt …“ Hætt er við að
þau sem reyna að stöðva þann þunga nið tímans sem orðið öll er þarna hluti af
endi eins og kapparnir í Heiðarvíga sögu: „Og er atgangur þeirra langur og
harður og lýkst með því að hvorirtveggju eru svo þráir og kappsamir og miklir
fyrir sér að því liggja þeir allir dauðir að skilnaði.“
„Við stöndum sam-
an, öll sem eitt …“
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Allir sem einn gegn öxulveldunum í
Washington D.C. á nýársdag 1942. Franklin
D. Roosevelt lýsir yfir samstöðu hinna 26
bandalagsþjóða sem lögðu grunn að
Sameinuðu þjóðunum.
O
rðið „gjörbreyting“ lýsir líklega best viðbrögð-
unum sem orðið hafa á hálfu ári á norður-
slóðum við innrásinni í Úkraínu. Þegar heims-
faraldurinn varð öllum ljós snemma árs 2020
notuðu sérfræðingar, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn
orðið „fordæmalaust“ í tíma og ótíma til að lýsa atburða-
rás og ákvörðunum; ferðabanni, samkomubanni og inni-
lokunum. Innrás Rússa í Úkraínu er fordæmalaus og til
hennar má rekja algjör umskipti í stjórnmálalegu og
hernaðarlegu viðhorfi til þess sem gerist í hánorðri.
Í byrjun þessa árs var litið á norðurslóðir sem lág-
spennusvæði. Ekkert af norðurskautsríkjunum átta hefði
áhuga á að skapa þar hernaðarlega spennu. Ríkin greindi
vissulega á um rétt til yfirráða á landgrunni Norður-
Íshafsins. Jarðfræðingar og hafréttarfræðingar myndu
hins vegar greiða úr þeim vanda. Markalínur yrðu dregn-
ar í samræmi við leik- og lagareglur í hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna frá 1985. Þótt Bandaríkjaþing hefði
ekki fullgilt hann viðurkenndi Bandaríkjastjórn hann í
reynd.
Rússar tóku við formennsku í átta ríkja Norðurskauts-
ráðinu af Íslendingum 2021. Í
aðdraganda formannsskipt-
anna birtust fréttir um að
Rússar ætluðu hugsanlega að
nýta árin tvö í formanns-
stólnum til að styrkja hern-
aðarlega stöðu sína á svæðinu.
Þeir ættu sífellt meira efna-
hagslega í húfi vegna nýtingar
á auðlindum í norðri og vildu
verja þá hagsmuni á öflugan
hátt. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætis-
ráðherra Rússlands, varaformaður rússneska örygg-
isráðsins, léti sig norðlæg öryggismál meira varða en áð-
ur.
Frá með 24. febrúar 2022 er Norðurskautsráðið óstarf-
hæft undir formennsku Rússa. Hvað síðar gerist kemur í
ljós. Norðmenn taka við formennskunni af Rússum, síðan
Danir og Svíar. Næstu sex ár á eftir Rússum verður ráðið
því undir norrænni forystu. Nú blasir einnig við að allar
þjóðirnar, nema Rússar, verða í NATO. Finnar og Svíar
snerust til aðildar vegna innrásarinnar.
Stjórn Kanada hefur skref fyrir skref horfið frá stefnu
sinni um að halda NATO frá norðurslóðum. Í lok janúar
2009 var haldið málþing hér á landi í samvinnu íslenskra
stjórnvalda og NATO um málefni norðurslóða. Í frétta-
tilkynningu NATO í tilefni af málþinginu sagði að hugað
yrði að breyttu viðhorfi til norðurslóða (e. Arctic) í ljósi
auðlindanýtingar og hernaðarumsvifa. Svæðið hefði var-
anlega strategíska þýðingu fyrir NATO og öryggi banda-
lagsríkjanna og þess vegna þyrfti að fylgjast náið með
framvindu mála þar og bregðast við henni af skynsemi.
Þarna þótti næsta fast að orði kveðið í ljósi afstöðu
íhaldsstjórnarinnar í Kanada. Eftir að frjálslyndir náðu
þar völdum undir forystu Justins Trudeaus forsætisráð-
herra breyttist afstaðan til hlutdeildar NATO í vörnum
norðurslóða. Þeim var greinilega vel til vina Trudeau og
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, þegar
hann heimsótti nyrstu héruð Kanada fyrir rúmri viku.
Stoltenberg áréttaði hvað eftir annað að Kanada skipti
miklu á norðurslóðum og norðurslóðir skiptu miklu fyrir
NATO.
Stoltenberg nýtur mikils trausts sem framkvæmda-
stjóri NATO enda hagar hann orðum sínum að jafnaði í
samræmi við samþykktir forystumanna bandalagsríkj-
anna á stjórnmálavettvangi. Í Kanada studdist hann al-
farið við nýja grunnstefnu NATO frá því í sumar þar sem
í fyrsta sinn er minnst á norðurslóðir í slíku skjali. Í
grunnstefnunni eru orðin High North notuð í textanum
en ekki orðið Arctic. Vafalaust er orðavalið málamiðlun
en um landafræðina og pólitíkina efast enginn, geópóli-
tíska staðan á gamla lágspennusvæðinu hefur gjörbreyst.
Samhliða því sem Kanadamenn láta meira að sér kveða
í sameiginlegu varnarátaki eykst áhugi bandarískra
stjórnvalda á norðurslóðum jafnt
og þétt. Fyrir öldungadeild
Bandaríkjaþings liggur frumvarp
sem nýtur stuðnings þingmanna
úr báðum flokkum. Það ber heitið
The Arctic Commitment Act.
Frumvarpið snýst um banda-
rískt þjóðaröryggi, siglingar,
rannsóknir og viðskipti. Mark-
miðið er meðal annars að hindra
„einokun“ Rússa á siglingum í
Norður-Íshafi og tryggja samfellda viðveru bandarísku
strandgæslunnar og flotans á norðlægum slóðum. Þá er
hvatt til fjárveitinga til rannsókna og grunnvirkja – innan
Bandaríkjanna og í samvinnu við aðrar norðurskauts-
þjóðir en Rússa. Veitt er heimild til þess að gerður sé frí-
verslunarsamningur við Ísland.
Sama dag og Trudeau og Stoltenberg héldu blaða-
mannafund sinn í Norður-Kanada til að árétta gildi
NATO fyrir norðurslóðir var tilkynnt í Washington að
Antony Blinken utanríkisráðherra ætlaði að fá heimild
öldungadeildarinnar til að skipa í fyrsta sinn sérlegan
sendiherra norðurslóða sem gætti bandarískra hags-
muna gagnvart Norðurskautsráðinu og aðildarríkjum
þess.
Skipun sendiherrans fellur að pólitíska viljanum í
norðurslóðafrumvarpinu. Samskipti Bandaríkjastjórnar
og grænlenskra stjórnvalda hafa vaxið undanfarin miss-
eri, meðal annars með gagnkvæmum heimsóknum ráða-
manna. Þá er stefnt að því að koma á fót viðskiptaráði
Bandaríkjanna og Færeyja auk þess sem Færeyingar
ætla að opna eigin sendiskrifstofu í Washington, höfuð-
borg Bandaríkjanna.
Gjörbreytingin á norðurslóðum leiðir til þess að þjóð-
irnar þar samræma stefnu sína í öryggis- og varnar-
málum á nýjan hátt. Kanadastjórn vill nú að það sé gert á
vettvangi NATO. Afstaða eyríkjanna í Norður-Atlants-
hafi ræður miklu um styrk Atlantshafstengslanna. Þau
eiga hiklaust að leggja sitt af mörkum, fyrir eigið öryggi
og annarra.
Gjörbreyting í hánorðri
Samhliða því sem Kanada-
menn láta meira að sér kveða í
sameiginlegu varnarátaki eykst
áhugi bandarískra stjórnvalda
á norðurslóðum jafnt og þétt.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í tilefni hins furðulega upphlaups
Jóns Baldvins Hannibalssonar
vegna þess, að hann er ekki alltaf
einn á sviði, þegar Eystrasaltslönd
eru nefnd, má rifja upp nokkur at-
riði. Árið 1923 flutti lettnesk kona,
Liba Fridland, nokkra fyrirlestra
hér á dönsku um rússnesku bylt-
inguna, og deildi Alþýðublaðið á
hana. Árið 1946 birti flóttamaður
frá Litáen, Teodoras Bieliackinas,
greinaflokk í Morgunblaðinu um
undirokun Eystrasaltsþjóða, og
réðist Þjóðviljinn harkalega á hann.
Fyrsta útgáfurit Almenna bókafé-
lagsins árið 1955 var Örlaganótt yf-
ir Eystrasaltslöndum eftir prófess-
or Ants Oras. Árið 1957 tóku
forseti Íslands og utanríkisráð-
herra á móti dr. August Rei, for-
sætisráðherra útlagastjórnar Eist-
lands, en sendiherra Ráðstjórnar-
ríkjanna bar fram mótmæli.
Árið 1973 þýddi ungur laganemi,
Davíð Oddsson, bókina Eistland.
Smáþjóð undir oki erlends valds
eftir sænsk-eistneska blaðamann-
inn Andres Küng, og gaf Almenna
bókafélagið hana út. Í mars 1990
lagði Þorsteinn Pálsson alþingis-
maður til, að Ísland endurnýjaði
viðurkenningu sína á Litáen, sem
hafði lýst yfir sjálfstæði á ný eftir
hernám Rússa. Jón Baldvin Hanni-
balsson, utanríkisráðherra vinstri
stjórnarinnar, vildi fresta málinu,
en Vytautas Landsbergis gat loks
sannfært hann um það, að slík við-
urkenning væri tímabær. Þegar
Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn
árið 1991 var Jón Baldvin áfram
utanríkisráðherra, og voru þeir
samstiga um að taka aftur upp
stjórnmálasamband við Eystra-
saltsríkin. Þurfti Davíð þó í kyrr-
þey að skýra út frumkvæði Íslands
fyrir bandamönnum okkar, en Jón
Baldvin gerir auðvitað ekkert í
kyrrþey.
Árið 2016 endurútgaf Almenna
bókafélagið Örlaganótt yfir Eystra-
saltslöndum og Eistland. Smáþjóð
undir oki erlends valds, og eru þær
til jafnt prentaðar og ókeypis á
Netinu og Örlaganótt sem hljóðbók.
Var haldin samkoma í Háskólanum
26. ágúst á vegum ræðismanna
Eystrasaltsríkjanna og Almenna
bókafélagsins, þar sem Davíð Odds-
son og Tunne Kelam, eistneskur
sagnfræðingur og Evrópuþingmað-
ur, töluðu. Öllum var boðið.
. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ísland og
Eystrasaltslönd