Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
ÚR BÆJARLÍFINU
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Bæjarhátíðin Ljósanótt stendur
nú sem hæst. Bæjarbúar voru orðnir
nokkuð óþreyjufullir eftir tveggja
ára pásu. Mér sýnist á dagskránni að
hún hafi náð fyrri hæðum. Að
minnsta kosti er nóg um að vera og
hefur verið frá því á miðvikudag.
- - -
Dagurinn í dag er hápunktur
hátíðarhaldanna, aðaldagurinn ef svo
má segja. Þá er hin rómaða árganga-
ganga, tónleikahald um allan bæ,
sýningar í öllum rýmum og gestir og
heimamenn sýna sig og sjá aðra.
Bæjarbúar fagna svo haustkomu að
loknum tónleikum á hátíðarsviði með
flugeldasýningu og lýsingu bergsins.
Af veðurspá að dæma höfum við
heppnina með okkur í ár en oft hefur
blásið hressilega og rignt á þessum
hátíðardegi.
- - -
Það hefur verið vinsælt meðal
kvenna, að fara með vinkonunum á
sýningarrölt á fimmtudagskvöldi
Ljósanætur, enda mikil stemmning í
bænum. Það var einnig raunin í ár.
Inn á milli mátti sjá hvítvínskon-
urnar sem gjarnan skemmta gestum
á þessu kvöldi. En allir fá eitthvað við
sitt hæfi, hvar svo sem áhugasviðið
liggur. Nóg er t.d. í boði fyrir börn og
barnafólk.
- - -
Á morgun verður dagskráin á
ljúfari nótunum, þótt búast megi við
krafti í Bítlamessu í Keflavík-
urkirkju, sem á vef Ljósanætur er
sá viðburður sem slær botninn í há-
tíðina í ár. Dagskrá Ljósanætur í
heild sinni má nálgast á www.ljosa-
nott.is
- - -
Það hefur verið ánægjulegt
að fylgjast með litríkum listaverkum
spretta upp á húsgöflum um allan
bæ. Þar hafa ýmsir listamenn komið
við sögu, s.s. Hughrif í bæ, Lína Rut
og Seweryn Chawala svo nokkrir séu
nefndir. Seweryn er einn af þeim
fjölmörgu íbúum Reykjanesbæjar
sem koma frá Póllandi og hefur
ásamt fjölskyldu sinni auðgað mann-
lífið hér. Hann málar listaverk undir
heitinu Art land in Iceland.
- - -
Seweryn, og kona hans Na-
talia, hafa verið að bjóða upp á lista-
námskeið fyrir börn af pólskum upp-
runa. Ásamt því að kenna list fannst
þeim hjónum mikilvægt að börnin
næðu að rækta tungumálið sitt. Um
fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er af
erlendum uppruna og koma flestir
frá Póllandi.
- - -
Það urðu söguleg tímamót
eftir myndun nýrrar bæjarstjórnar
að afloknum kosningum í vor. Þetta
er í fyrsta sinn í sögu Reykjanes-
bæjar sem konur eru fleiri í bæj-
arstjórn, alls sjö á móti fjórum körl-
um.
- - -
Ef víðar og aftar í tíma er farið
fæ ég ekki betur séð en að þetta sé í
fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta
bæjarstjórnar, ekki bara í Reykja-
nesbæ og þeim bæjarfélögum sem
mynda grunninn, Keflavík, Njarðvík
og Höfnum, heldur er reyndin einnig
sú í nærliggjandi sveitarfélögum, að
Vogum undanskildum.
- - -
Ég fæ aldrei leið á að dásama
Njarðvíkurskóga, eitt helsta útivist-
arsvæðið í bænum, sem hefur verið í
mikilli uppbyggingu á undanförnum
árum. Þar eru ekki eingöngu góðir
stígar fyrir hjólandi, gangandi og
hlaupandi heldur eru skemmtileg
leiktæki, flottur frisbígolfvöllur, að-
staða til að grilla og koma saman og
afgirt hundasvæði fyrir þá ferfættu
íbúa bæjarins.
- - -
Uppbyggingin hefur ekki síður
verið í formi markvissrar gróð-
ursetningar. Hún hófst þegar bær-
inn fékk á ný afnot af svæðinu sem
bandaríski herinn hafði áður haft til
umráða. Félagasamtök hafa m.a.
tekið þátt í gróðursetningarátakinu
og Soroptimistaklúbbur Keflavíkur
bætti um betur og kostaði uppsetn-
ingu hvíldarbekks fyrir göngu-
þreytta með stuðningi frá velunn-
urum í bæjarfélaginu. Þrír sams
konar bekkir eru á öðrum stöðum í
bænum, einnig kostaðir af klúbbn-
um og fyrirtækjum í bænum.
Enn fremur er eftir því tekið
hversu markvisst hefur verið unnið
að gróðursetningu trjáa í bæjarland-
inu, meðfram stofnbrautum og á opn-
um svæðum. Það er ánægjulegt að
sjá grænum svæðum fjölga og gróð-
ursældina aukast.
- - -
Í lokin má geta þess að ferða-
þjónustan í Reykjanesbæ hefur náð
fyrri styrk eftir heimsfaraldur.
Fjöldi ferðamanna hefur ferð sína
um landið og lýkur henni í Reykja-
nesbæ. Bílaleigur, hótel og heima-
gistingar eru vel nýtt svo ekki sé
minnst á veitingastaði bæjarins.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Málað á vegg Pólski listamaðurinn Seweryn Chawala er hér að ljúka við málverk á gafli eins húss HS Veitna.
Langþráð Ljósanótt nær hápunkti í dag
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þetta hefur gengið ágætlega þótt
hér hafi nú verið dálítið þokusælt
síðustu daga,“ segir Jóhann G.
Gunnarsson, sérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun á Egilsstöðum,
spurður út í hreindýraveiðina það
sem af er tímabili. Það hófst 15.
júlí fyrir tarfa og 1. ágúst fyrir
kýr.
Hann segir meira hafa verið um
þoku nú en í fyrra. „Þannig að
menn eru búnir að missa fleiri
daga í þokuna og mætti svo sem al-
veg vera búið að veiða meira. Þetta
er á pari við fyrri ár. Við höfum
reyndar verið í vandræðum með
eitt svæði hér, þar sem hefur verið
lítið um dýr, og verður þá sjálfsagt
töluvert eftir þar,“ segir Jóhann.
Mikið stílað á helgarnar
Hann segir rúmum þúsund leyf-
um hafa verið úthlutað í ár, tölu-
vert færri en undanfarin ár. „Þó er
umsóknarfjöldinn alltaf rúmlega
þrefaldur í þennan kvóta sem gef-
inn er út,“ heldur hann áfram en
umsækjendur eru valdir með
tölvustýrðum útdrætti. Umsækj-
endur sem ekki komist að fari þá á
biðlista og fái svo leyfi eftir því
sem aðrir skila sínum inn.
„Svo er einn galli á þessu, sem
maður fer að sjá núna þegar sum-
arfrí manna eru búin. Þá er mikið
stílað inn á að koma og veiða um
helgar. Margir góðir dagar í miðri
viku falla dauðir og svo þjappast
menn saman á helgarnar sem get-
ur verið leiðinlegt. Það er ekkert
gaman að fara í veiðiferð og standa
í biðröð,“ bendir Jóhann á og
kveðst segja sömu söguna hvert
ár, að menn ættu að nýta fyrri
hluta veiðitímans betur.
Styttist í tímahrakið
„Nú er það mikið eftir sums
staðar [af kvótanum] að það getur
orðið erfitt ef þokan helst. Nú hef-
ur verið þoka í þrjá daga á suð-
ursvæðunum og stutt í að einhverj-
ir fari að komast í vandræði með
tímann og þjöppunin verði of mik-
il,“ segir Jóhann. „Dýrin eru í góðu
ástandi og búið að veiða mörg fal-
leg dýr en það er full ástæða til að
benda veiðimönnum á þetta og eins
þetta með virku dagana,“ segir
sérfræðingur Umhverfisstofnunar
að lokum.
Ekkert gaman að standa í biðröð
- Gengið ágætlega í ár en virku dag-
arnir lítt nýttir í hreindýraveiðinni
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Við Teigaból Hópur hreindýra á ferð við Teigaból í Fellum vorið 2015.
Karlmaður um fimmtugt hefur ver-
ið ákærður fyrir meiri háttar
skattalagabrot með því að hafa árin
2017 og 2018 vantalið útskatt og of-
talið innskatt í rekstri einkahluta-
félags þar sem hann var skráður
bæði stjórnarmaður og fram-
kvæmdastjóri.
Í ákæru segir að maðurinn sé
ákærður fyrir að hafa staðið skil á
efnislega röngum virðisaukaskatts-
skýrslum á þessu tímabili, en van-
framtalinn útskattur er talinn hafa
verið 10,6 milljónir og offramtalinn
innskattur 8,85 milljónir. Samtals
eru því meint brot mannsins talin
vera um 19,5 milljónir.
Héraðssaksóknari Brotin snúast um allt
að 19,5 milljónir í vantaldan virðisaukaskatt.
Ákærður fyrir stór-
fellt skattalagabrot