Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 V ignir Vatnar Stefánsson vann glæsilegan sigur í A- flokki Norðurlandamóts ungmenna sem fram fór í Helsingborg í Svíþjóð um síðustu helgi. Vignir vann allar sex skákir sínar í mótinu og er þetta þriðji Norðurlandameistaratitillinn sem hann vinnur. Í B-flokki hreppti Alex- ander Domalchuk-Jonasson silfrið en hann teflir nú fyrir Íslands hönd og það gerði einnig Ingvar Wu Skarp- héðinsson í C-flokki. Ingvar tefldi af miklum krafti og var í efsta sæti fyrir síðasta keppnisdag. Horft um öxl Víða um heim hafa menn minnst 50 ára afmælis „einvígis aldarinnar“ sem lauk 1. september 1972. Ég var dálítið hissa þegar yfirdómarinn Lothar Schmid taldi aðspurður á ráð- stefnu sem SÍ stóð fyrir í Þjóðmenn- ingarhúsinu sumarið 2002 á 30 ára af- mæli einvígisins að 140 bækur hefðu verið ritaðar um viðburðinn. Þetta fannst mér ansi há tala en Schmid hlaut að vita hvað hann var að tala um; hann rak stórt bókaforlag í Þýskalandi, átti stærra skákbókasafn en nokkur annar og safnaði líka ýmsu öðru, t.d. skorblöðum keppenda, sem hann skilaði með allmiklum semingi við þetta tækifæri. Hollenski stór- meistarinn Jan Timman ritaði eina af þessum bókum í samstarfi við dr. Max Euwe forseta FIDE. Í aðdrag- anda 50 ára afmælis einvígisins velti Timman því upp við útgefanda sinn hvort ástæða væri til að skrifa aðra bók um einvígið en sú hlyti einungis að byggjast á einhvers konar endur- skoðun, því að helstu niðurstöður rannsókna á einstökum skákum, sem enn þann dag í dag fara fram út um allan heim, eru í raun síbreytilegar jafnvel þó svo að öflugur hugbúnaður sé notaður. Í nýjasta eintaki hollenska skák- tímaritsins „New in chess“ leggur Timman á djúpið – með aðstoð vél- anna! Hann fullyrðir að 10. einvígis- skákin hafi verið besta skák einvíg- isins, og ráða má af skrifum hans að þrettánda skákin, sem réð endanlega úrslitum, hafi haft algera sérstöðu hvað varðar dramatík í einvíginu og kannski skáksögunni allri. En lítum á vangaveltur Timmans: Heimsmeistaraeinvígið í Reykja- vík 1972; 10. einvígisskák: Bobby Fischer – Boris Spasskí 38. … h5 Tapleikurinn, en það fór fram hjá flestum. Það var Júgóslavinn Janose- vic sem benti á að eftir 38. … Be5 39. f4 Bd4 40. g4 (eða 40. Hbe7 b3 41. g4 Ha6 og staðan er jöfn) Ha2+ 41. Kf1 Hh2 er svartur ekki í taphættu. Jafn- vel 38. … Ha6 heldur jafnvægi. 39. Hb6 Liggur í augum uppi en er rangur leikur. Eftir 39. g4!, sem tekur f5- reitinn af kónginum, vinnur hvítur. 39. … Hd1 Spasskí missir af besta tækifær- inu, 39. … Kf5! Eftir 40. Kf3 Ha3+ 41. He3 Hxe3+ 42. fxe3 Ke5 hefur hvítur enga vinningsmöguleika. 40. Kf3 „Nákvæmur allt til enda,“ skrifar Kasparov. En þetta er samt afleikur! Aftur var 40. g4 rétti leikurinn. Eftir 40. … hxg4 41. hxg4 Hd2 42. Kf3 g5 43. Ke3 Hd5 44. Ke2! er svartur í leikþröng. 40. … Kf7 Afvegaleiddur í 40. leik. Eftir 40. … Hd3+ 41. Ke2 Hd5 ætti svartur að sleppa. Næstu leikir voru … 41. Ke2 Hd5 42. f4 g6 43. g4 Með vinningsstöðu. 43. … hxg4 44. hxg4 g5 45. f5 Be5 46. Hb5 Kf6 47. Hexd4 Bd4 48. Hb6+ Ke5 49. Kf3 ! Hótar 50. He6 mát. 49. … Hd8 50. Hb8 Hd7 51. H4b7 Hd6 52. Hb6 Hd7 53. Hg6 Kd5 54. Hxg5 Be5 55. f6 Kd4 56. Hb1 - og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Kjartan Briem Verðlaunahafar á NM Alexander Domalchuk-Jonasson, Vignir Vatnar Stefánsson og Ingvar Wu Skarphéðinsson. Engan stað á Ís- landi er hægt er að bera saman við Hverf- isfljótið í Skaftár- hreppi og umhverfi þess. Að ganga um svæð- ið frá Miklafelli að Lambhagafossum er eins og að lesa kennslubók um áhrif elda og ísa á Íslandi. Eldgosið í Lakagígum árið 1783 sendi hraunstrauma eft- ir dal sem áður fyrr var kallaður Fljótsdalur. Hverfisfljótið hafði þá runnið um dalinn í þúsundir ára og mótað hann, m.a. grafið um 200 metra djúpt gljúfur milli Miklafells og Hnútu, að sögn eld- klerksins Jóns Steingrímssonar. Dalurinn og gljúfrið fylltust af hrauni við Skaftárelda árið 1783. Þó má vel sjá móta fyrir gljúfrinu og börmum þess í hrauninu á tak- mörkuðu svæði. Það er einstök náttúrusmíð. Hraunið frá Lakagígum leiddi til þess að Hverfisfljót varð að finna sér nýjan farveg talsvert austar. Það tók stefnu um Bárð- arskarð, sem kennt er við lands- námsmann sem flutti úr Bárðar- dal suður í Fljótshverfi á land- námsöld. Í Bárðarskarði hefur fljótið á rúmlega tvö hundruð ár- um grafið djúpt far sem er tveir til þrír metrar að breidd. Þar þrýstist straumur Hverfisfljóts fram af miklum krafti og má sjá að vatnið vinnur ötullega nótt sem dag að því að breikka og dýpka farið. Neðan við þessa stórbrotnu náttúrusmíð tekur við slétta þar sem ráðgert er að staðsetja inn- takslón fyrir svokallaða Hnútu- virkjun (9,3 MW). Austar og neð- an við þessa sléttu tekur við önnur fossadýrð; fyrst fossinn Faxi og svo fossaröðin Lamb- hagafossar. Á þessu svæði hefur fljótið náð að grafa rás sem er 5 til 10 metra breið og steypist Hverfisfljótið með miklu offorsi niður að hraunslétt- unni þar fyrir neðan. Áformuð virkjun mun ræna vatni af þessum fossum, vegir og að- fallspípa skera landið. Sérstöðu og virði þessa einstaka svæðis verður gjörspillt með áformuðum fram- kvæmdum og rekstri áformaðrar Hnútu- virkjunar sem gleypir drjúgan hluta fljóts- ins. Engin haldbær rök hafa verið lögð fram um nauð- syn virkjunar á svæði sem verndað er með lögum um náttúruvernd. Skipulagsstofnun kolfelldi virkj- unina þegar umhverfisáhrif hennar voru metin. Verði af framkvæmdum við Hnútuvirkjun munu framtíðar- kynslóðir Íslendinga missa mikil- vægan kafla úr sköpunarsögu landsins. Gestir okkar, undirstaða mikilvægustu atvinnustarfsemi héraðsins, munu glata tækifærum til stórkostlegrar upplifunar. Landvernd, í samstarfi við fjöl- marga aðra sem láta sig málið varða og unna íslenskri náttúru, hafa kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun sveitarstjórnar Skaft- árhrepps að veita virkjuninni fram- kvæmdaleyfi. Það er einlæg von okkar allra að nefndin standi vörð um einstaka náttúru eins og lög gera ráð fyrir – og hafni öllum áformum um framkvæmdir á svæð- inu. Hverfisfljót – ein- stakt svæði í hættu Eftir Tryggva Felixson » Framtíðarkynslóðir Íslendinga missa mikilvægan kafla úr sköpunarsögu landsins verði af Hnútuvirkjun í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar. tryggvi@landvernd.is Björn Theódór Björnsson fæddist 3. september 1922 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Baldvin Björnsson, 1879, d. 1945, gullsmiður og listmálari, og Martha Clara Björnsson, fædd Bemm, f. 1886 í Leipzig, d. 1957. Björn varð stúdent frá MR 1943 og stundaði nám í listasögu við háskólana í Edinborg, Lundi og Kaupmannahöfn á árunum 1943-1949. Hann var kennari í listasögu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennara- háskóla Íslands og HÍ. Hann var formaður og varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1958-1964 og forstöðumaður Listasafns HÍ frá stofnun þess 1980 til 1994. Eftir Björn liggja mörg rit- verk af ólíkum toga, listasögur til heimildaskáldsagna. Hann var brautryðjandi á sviði list- fræði og skrifaði yfirgripsmikið rit, Myndlistarsögu Íslands á 19. og 20. öld , sem kom út í tveimur bindum, 1964-1973. Árið 1959 kom út fyrsta skáldsaga hans, Virkisvetur. Meðal annarra skáldsagna hans eru Haustskip, 1975, Falsarinn, 1993, og Hraunfólkið, 1995. Eiginkona Björns var Ás- gerður Búadóttir, f. 1920, d. 2014, myndlistarmaður. Börn þeirra eru þrjú. Björn Th. lést 25. ágúst 2007. Merkir Íslendingar Björn Th. Björnsson Gullverðlaun og tvö silfur á NM ungmenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.