Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 13
13Borgfirðingabók 2010
eftir að Hólmfríður Sigurðardóttir tók við búsforráðum innanstokks.Um
sláttinn voru venjulega ráðnar kaupakonur. Sumar þeirra gengu að slætti
og minnist ég tveggja: Stínu Odds og Þrúðu. (Kristín Oddsdóttir var
systir Svanborgar í Grafarkoti, ættuð úr Dölum. Sigþrúður Magnúsdóttir
var frá Lækjarkoti í Þverárhlíð, sem nú heitir Lindarhvoll). Þær voru
árum saman í kaupavinnu á Laxfossi. Aðrar kaupakonur sinntu aðeins
rakstri. Tveimur úr Reykjavík man ég eftir. Önnur var kölluð Lóa, ekki
veit ég hvað hún hét, hin var Ingibjörg Árnadóttir, fráskilin kona Björns
Björnssonar myndlistarmanns, með dóttur sína Sigríði sem var jafnaldra
mín, tíu ára, mjög skýr og skemmtileg. Hún uppfræddi mig um ýmsa
leyndardóma sem ég, græninginn, hafði áður litla hugmynd um. Hún er
nú látin fyrir nokkrum árum. Ingibjörg giftist roskin íslenskum prófessor
í Bandaríkjunum, Stefáni Einarssyni.
Um sláttinn og reyndar endranær var mikið spáð í veðurútlit og mikið
litið til lofts. Þá heyrðust oft orð eins og þámað loft, blika, norðangúlpur,
sunnanbrok, útsynningsklakkur, klósigi, maríutásur, rosabaugur, gíll,
hafgall og þannig mætti lengi telja. Mér finnst Jón Snorrason hafa
verið furðu veðurglöggur og sannspár um veður. Margt fólk treysti
eigin athugun betur en Veðurstofunni þó að venjulega væri hlustað á
veðurfregnir eftir að útvarpið kom. Nokkuð algengt var að ekki væri
hlustað á neitt annað í útvarpi þar sem rafhlöðurnar þurfti að spara, því
að víðast hvar þurfti að senda sýrugeymana af bæ, jafnvel alla leið í
Borgar nes, til að hlaða þá.
Amboðin við heyöflun, orf og hrífur, voru líklega áþekk þeim sem
landnámsmenn hafa notað. Þó höfðu nýjar gerðir af ljáum rutt sér til
rúms. Fyrst komu bakkaljáirnir (skosku ljáirnir) sem voru innfluttir frá
Bretlandseyjum. Ljáblaðið var fest með hnoðnöglum (bakkasaumi) við
ljá bakkann og mátti skipta um það þegar það var orðið slitið. Þessir ljáir
voru af þremur lengdum, 10, 11 eða 12 gata. Flestir sláttumenn not-
uðu 11 gata ljái, liðléttingar 10 gata en stórvirkustu sláttumenn 12 gata,
einkum þar sem slægjulandið var svo slétt að hægt var að slá múga-
slátt. Bakkaljáirnir voru venjulega dengdir með klöppu á engjasteðja
sem var hafður í slægjunni og stungið í þúfu.Einnig mátti leggja þá á
á hverfisteini. Bakkaljáirnir þokuðu smám saman fyrir norsku ein járn-
ungunum, Kverneland eða Eylandsljáum. Þeir voru lagðir á en ekki
dengdir. Einjárnungarnir voru léttari og bitu yfirleitt betur en bakka ljá-
irnir en voru misjafnari að gæðum og vandasamara að eggja þá. Orfin
voru vanalega úr eskiviði, en þó munu hafa verið framleidd innanlands
orf úr áli. Framleidd voru einnig hrífusköft úr því. Þau voru léttari en