Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 114
114 Borgfirðingabók 2010
starfaði mest alla starfsævi sína sem starfsmaður í Landsbankanum.
Hann bjó á efri hæð í húsinu á Hagamelnum, ógiftur og barnlaus.
Guðrún Laufey f. 1910, var köll uð Blaka vegna þess að eldri bróðir
hennar var kallaður Bíbí. Hún sagðist sjálf ekki hafa kært sig um að
fara að heiman, svo gott hefði verið að búa á heimili foreldra sinna.
Engu að síður fór hún í verslunar skóla í Englandi og þýskunám í
Þýskalandi og starfaði mest alla sína starfsævi sem ritari hjá Ásgeiri
forseta og í utanríkis þjónustunni, bæði í Rússlandi og París. Hún
var ógift og barn laus og bjó hjá foreldrum sínum og annaðist sjúka
móður sína síð ustu þrjú árin sem hún lifði.12
Halldór Haukur f. 1912, kvæntist Margréti Garðarsdóttur og var sá
eini þeirra systkina sem eignaðist börn, þrjá syni sem voru augasteinar
allra í fjölskyldunni. Garðar elstur, þá Jón og yngstur Halldór Þór.
Halldór Haukur lærði arkitektúr í Svíþjóð og teiknaði fjöldann allan af
byggingum sem landsmenn kannast við, meðal annars Bændahöllina
(Hótel Sögu), Háteigskirkju og Borgarneskirkju. Þar að auki sat hann
í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.13 Hann var þrisvar heiðraður af
forseta Íslands fyrir störf sín í byggingariðnaði og þátttöku í atvinnu-
og viðskiptalífi Íslands 14
Selma, sem var yngst, f. 1917 var iðulega kölluð Demma af þeim
sem hana þekktu. Hún var gift Sigurði Péturssyni gerlafræðingi. Hún
fór til náms í Bandaríkjunum og Bretlandi og lærði listfræði. Hún
varð doktor í því fagi og síðar ráðin sem forstöðumaður Listasafns
Íslands og sinnti því starfi þar til hún lést. Hún var fyrsta konan sem
varði doktorsritgerð frá Háskóla Íslands, árið 1960.15 Hún var sæmd
riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1979.16
Sumarið 2010 munum við í Safnahúsinu reyna að gera okkar besta
til að endurvekja kaupmannsheimilið í listasalnum á efri hæðinni og
sýna hluta þeirra muna sem okkur bárust í þessari merkilegu gjöf.
Starfsfólk Safnahússins býður fjölskylduna í Kaupangi velkomna
heim.
12 Morgunblaðið 242. tbl, 24. október 1999 bls. B2-B3.– Sunnudagsblaðið, viðtal við Blöku,.
13 Jón Guðnason og Pétur Haraldsson: Íslenskir samtíðarmenn A-J fyrra bindi, 1965, bls. 274.
14 Riddarakross 1962, stórriddarakross 1970 og stórriddarakross með stjörnu 1980.) Ragna
Þórhallsdóttir á skrifstofu forseta Íslands.
15 Jón Guðnason og Pétur Haraldsson: Íslenskir samtíðarmenn K-Ö viðbætir, 1967, bls 176-7.
16 Ragna Þórhallsdóttir á skrifstofu forseta Íslands.