Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 141
141Borgfirðingabók 2010
Vatnaskil við aldamót
Þegar fram komu áform um sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði
sunnan Hvítár árið 1993 og að við slíka tilhögun yrðu bókasafnsmál á
einni hendi af hálfu væntanlegs sveitarfélags sendi stjórn bókasafnsins
frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Bókasafns Reykdæla minnir á
sögu bókasafnsins, að Ungmennafélagið á stofn þess, leggur því til
hús, hita og rafmagn. Það á auk þess tvo fulltrúa í stjórn safnsins á
móti einum frá Reykholtsdalshreppi. Stjórnin lýsir vilja sínum til þess
að bókasafnið haldist í sveitinni og verði áfram stjórnað af eig end-
um þess og notendum, Ungmennafélagi Reykdæla og íbúum Reyk-
holts dalshrepps.“36 Ekki fékk stjórnin formleg viðbrögð við þessari
ályktun, en sveitarstjórn í nýju sveitarfélagi mun fljótlega hafa sett
þá stefnu að fjármagni til bókasafnsmála innan sveitar yrði best varið
á einum stað, í Snorrastofu, og fjárframlög hættu að berast safninu
árið 2004 og beiðni um fjárframlag til reksturs safnsins var hafnað.
Ætlunin mun hafa verið sú að hin minni söfn í sveitarfélaginu legðu
fram óskir um bókakaup til Snorrastofu og fengju síðan bækur þaðan
að vild til útlána á söfnunum. Það má lesa af fundargerðum Bóka safns
Reykdæla og af samtölum við félaga að þar finnist mönnum að ekki
hafi enn verið sagt upp samningi frá árinu 1957 og því beri sveitar-
félaginu, hverju nafni sem það nefnist, að standa við þann samning.
Heimildir
Friðrik G. Olgeirsson (2004) Á leið til upplýsingar. Reykjavík, Upplýsing.
Fundargerðabækur Ungmennafélags Reykdæla, Bókasafns Reykdæla og Kvenfélags Reyk-
dæla.
Geir Jónasson. (1938) Ungmennafélög Íslands 19071937. Minn ingar rit. Reykjavík,
Ungmennafélag Íslands.
Geir Waage. (1990) Reykholt sögustaður fyrr og nú. Reykholti, Reykholtskirkja – Snorrastofa.
Helgi J. Halldórsson (1983) Ungmennafélag Reykdæla 75 ára. Reykholtsdalshreppi,
Ungmennafélag Reykdæla.
Viðtal við Bjarna Guðráðsson, tekið í Nesi í október 2007
Viðtal við Andrés Jónsson, tekið í Deildartungu í nóvember 2007
Viðtal við Vigfús Pétursson, tekið í Hægindi í febrúar 2010
Viðtal við Helgu Guðráðsdóttur, tekið á Árbergi í mars 2010
36 Fundargerðabók Bókasafns Reykdæla, s. 57