Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 113
113Borgfirðingabók 2010
þá mikið sagt, hafi verið jafn gestkvæmt og hjá þeim frú Helgu og
Jóni, og greiði og gisting til reiðu svo sem húsrými frekast leyfði.
Gistihús verður það þó ekki kallað, því þar var aldrei tekið við
greiðslu fyrir nokkurn greiða. Ekki myndi frú Helgu líka, ef ég nefndi
þetta gestanauð, og hvíldi þó gestagangurinn að sjálfsögðu mest á
henni. Hún tók á móti öllum með sama hýrlega brosinu, og flýtti sér
hægt að öllu, þó í mörg horn væri að líta. Hvorki voru allir gestir
kunnugir né hressir í bragði er þeir komu. Á flóabátnum var oft mikil
farþegaþröng, vosbúð og sjóveiki. Á mínum mörgu ferðum fannst
mér á stundum ástandið líkt og ég get hugsað mér á spítalaskipi í
ófriði. Margar konur þurfti að leiða til hvíldar og sængur, er þær stigu
á land. Þá var gott að hitta frú Helgu fyrir, og ganga síðan þvegin og
kembd og kaffihress til framhaldsferðar.“10
Eins fékk Jón frá Bæ góð eftirmæli er hann lést 1949. Friðrik
Þórðar son forstjóri í Borgarnesi skrifaði í minningargrein um Jón:
„Hann hafði á sínum langa starfsferli margt fólk í þjónustu sinni,
og mun það einróma álit allra að slíkan húsbónda sem hann væri
ekki unnt að eiga, enda voru vistaskipti fátíð í starfsmannaliði hans.
Öllum sínum hjúum kom hann til nokkurs þroska og sleppti ógjarn an
af þeim hendi án þess að búa sérstaklega í haginn fyrir þau. Prúð-
mannleg framkoma og háttvísi Jóns ásamt glaðlyndu viðmóti og
góðlátlegri kímni gerir hann ógleymanlegan öllum er hjá honum
unnu. Er dugnaður hans og hagsýni og frábær reglusemi fagurt for-
dæmi og góður skóli.“11 Hann hafði afkastað miklu á ævi sinni, verið
frumkvöðull og valdamaður í héraðinu en náði ekki að njóta efri
áranna lengi í nýja húsinu sem Halldór Haukur sonur þeirra hjóna
teiknaði handa þeim að Hagamel 15 í Reykjavík og þau fluttu í árið
1946. Jón lést aðeins 3 árum eftir að þau hjónin fluttu suður, en Helga
María dó árið 1972.
Arfurinn
Varla er hægt að ljúka umfjöllun um kaupmannsheimilið án þess að
skoða betur lífshlaup áðurnefndra barna þeirra Jóns og Helgu Maríu.
Elstur var Björn Franklín f. 1908, sem lærði hagfræði í Þýskalandi og
10 Morgunblaðið 198.tbl, 1. september 1972, bls. 18. Minningargrein eftir Ásu Ásgeirsson.
11 Morgunblaðið 81. tbl, , 7. apríl 1949, bls 6. Minningargrein eftir Friðrik Þórðarson.