Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 53
53Borgfirðingabók 2010
Föstnuð tjáðum fleinagaut,
framtakssöm í bústjórninni.
Ingibjargar heiti hlaut,
hugarró í stöðu sinni.
Er í Kvíum Ólafur,
ávallt hönd við smíðar þreytir,
korðatýrinn kappsamur
komufólki greiða veitir.
Lyndistrú og þýtt með þel
þöllin klæða löstum rúin
sínu búi sinnir vel,
Sigríður er kölluð frúin.
Eggert bóndinn annar þar
ýtar flestir munu játa
prýðir hús og hauður snar,
handlaginn í fyllsta máta.
Auður fjörug reflarún
réttsýn er og skerðir trega.
Bús við störfin hamast hún,
hagar efnum skynsamlega.
Þorgeir bóndinn þriðji er,
þessu sama landi ræður.
Smíðum sinnir geiragrér
geðþekkur við félagsbræður.
Auðgrund dyggðir allar ber,
af henni hver góðs má vona.
Helga í blóma æsku er
álitsfögur sómakona.
Sýslunefndarmaður má
metast Guðjón hug með glöðum.
Félagsvinur sagður sá
situr á Hermundarstöðum
Ókvongaður yggur stáls
unir svona búskap viður.
Lilja nefnist lyndisfrjáls,
laglega hún manninn styður.
Á Lundi þreyir Þorvaldur,
þegn ráðslyngur dáðir hvetur.
Sá í kirkju söngelskur,
sálmalögin spilað getur.
Meðhjálp snjalla hlotið hér
hefur fleinagautur tjáði.
Handarmjalla-hrund óþver
hún Sigríðar nafnið þáði.
Efni græðir ötull Jón,
aldrei þjáist ströngum sköðum.
Best sitt hirðir bú og frón
bóndinn á Sigmundarstöðum.
Hlýtur Ásbjörg lof af lýð,
löngum hreyfir glöðum orðum,
hjartagóð og handafríð,
hefur allt í réttum skorðum.
Yrkir Grjótið Eiríkur,
er þar líka húsráðandi.
Darra þráinn drjúgvirkur
dvelur ekkjumanns í standi.
Hans er dóttir framafjörg,
frá því merka þjóðin greinir.
Er að nafni Ingibjörg
innanbæjar styðja reynir.
Bergþór driftabóndi er,
byggir Höfðalandið fríða.
Mikilsvirtur geiragrér
grund og húsin náir prýða.