Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 146
146 Borgfirðingabók 2010
Daginn eftir skoðuðum við einstakt fuglasafn, Dimmuborgir,
Héð ins höfða og Námaskarð.
Ókum síðan til Vopnafjarðar þar sem við skoðuðum sveitina með
góðri leiðsögn heimamanns, meðal annars bæinn á Burstafelli.
Gistum á Vopnafirði og fórum daginn eftir til Bakkafjarðar og um
Þistilfjörð.
Leiðsögumaður okkar, Skúli bóndi á Ytra-Álandi, bauð okkur til
veislu á heimili sínu.
En, þar sem menn í heimasveit fjármálaráðherra geta ekki bent
mönn um á að stefna til hægri vísaði fararstjórinn bílstjóranum veg-
inn!
úr Þistilfirði fórum við södd og sæl yfir hrjóstrugt landsvæði og
kom um að Þórshöfn, höfðum þar stuttan stans og ókum sem leið
lá meðfram „eilífum útsæ“ til Raufarhafnar, þar sem nokkur okkar
rifjuðu upp síldarævintýri frá í „gamla daga“.
Þegar á áningarstað var komið leist fólki ekki sérlega vel á gisti-
staðinn, en þegar inn var komið reyndist þarna vera vistlegasta hótel.
Þetta kvöld verður okkur öllum minnisstætt af ýmsum ástæðum.
Maturinn var sérstaklega góður og fjölbreyttur, gestgjafarnir glaðir
og elskulegir og tóku þátt í ýmsum ógleymanlegum uppátækjum
okk ar.
Næsta morgun var lagt af stað heimleiðis með viðkomu á Kópa-
skeri, Húsavík, Akureyri og víðar.
Það var þreytt en þakklátt fólk sem kvaddi fararstjóra sinn, Hjört
Þórarinsson, að lokinni einstaklega skemmtilegri ferð.
Næsta viðfangsefni ferðanefndar var leikhúsferð, en það reyndist
miklu einfaldara að skella sér í bíó og fórum við að sjá myndina
Jóhann es með Ladda.
Sæmundur Sigmundsson ók okkur endurgjaldslaust eins og svo
oft áður. Erum við honum innilega þakklát.
Nú er stefnan tekin á Grímsey í sumar. Þökk sé þessari röggsömu
ferðanefnd.
Já, það er margs að minnast frá liðnu ári, bæði í gleði og sorg. Það
fer ekki hjá því að við eins og aðrir verðum að sjá á bak vin um og
félögum. Blessuð sé minning þeirra.
En lífið heldur áfram og við viljum líta fram á veginn.