Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 224
224 Borgfirðingabók 2010
Til félaga og velunnara
Sögufélags Borgarfjarðar
Sögufélag Borgarfjarðar var stofnað 1963. Samkvæmt lögum félags-
ins er meginmarkmið þess að stuðla að skráningu og útgáfu heim ilda
um fólk sem hefur lifað og starfað í héraðinu. Fyrsta bindi af Borg-
firzkum æviskrám kom út 1969, síðan hafa tólf bæst við. Þar er nú
að finna á um 6800 blaðsíðum í stafrófsröð frá A til Ö æviskrár nær
tólf þúsund einstaklinga. Eru Borgfirzkar æviskrár taldar eitt besta
og aðgengi legasta ættfræðirit sem þjóðin á. Getur félagið með réttu
verið stolt af þeim árangri, sem þakka má þeim sem verkið hófu,
Aðal steini Halldórssyni, Ara Gíslasyni og Guðmundi Illugasyni, sem
ekki entist aldur til að ljúka verkinu, en ekki síður ritstjóra þess frá
átt unda bindi, Þuríði J. Kristjánsdóttur, og samverkakonum hennar,
Svein björgu Guðmundsdóttur, Kristínu Guðmundsdóttur og Kristínu
Jónsdóttur.
Augljóst er að í svo umfangsmikið verk sem langan tíma hefur tek-
ið að ljúka útgáfu á, muni hafa slæðst inn villur og í það vantar ævi-
skrár ým issa sem þar hefðu átt að vera. Leggja þarf alúð í að finna
vill ur og leiðrétta þær en jafnframt gera skil æviferli þeirra sem ekki
hefur þegar verið getið og koma hvoru tveggja á framfæri í viðbótar-
bindi. Ritstjóri æviskránna, Þuríður J. Kristjánsdóttir, vinn ur enn að
ritun nýrra æviskráa. Til leiðréttingavinnu hefur fél agið fengið einn
kunn asta ættfræðing landsins, Guðmund Sigurð Jóhanns son. Hefur
hann unnið og vinnur enn að verkefninu. Er stefnt að því að lokabindi
með viðaukum og leiðréttingum komi út á árinu 2011.
Það liggur í augum uppi að kostnaður við þennan lokaþátt verður
mik ill og því mun Sögufélagið þurfa að njóta fjárhagslegs stuðnings
til að koma því fyrir almannasjónir. Mun því er nær dregur útgáfu
verða leitað til opin berra aðila, fyrirtækja og einstaklinga innan hér-
aðs og utan og heitið á liðsinni þeirra að mögulegt verði að ljúka
þessu höfuð verkefni félagsins með fullri sæmd. Stjórn félagsins vænt-
ir þess að Borgfirðingar, heima og heiman, sýni í verki að þeir kunni
að meta þann skerf sem Sögufélag Borgarfjarðar hefur lagt til sögu
og menn ingar héraðsins og eigi þann metnað fyrir héraðið og íbúa
þess sem dugir til að koma útgáfu æviskránna myndarlega í höfn .