Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 54
54 Borgfirðingabók 2010
Grundin klæða hlýtur hrós,
hagsýn er og snör til dáða.
Tryggða glæðir ljúfast ljós
Lára, konan dyggðafjáða.
Jón með heiðri sitt um sér,
situr Hamar verkalaginn,
mannúðlegur, margt við ber,
mjög vel starfar sér í haginn.
Myndarkonan Guðný glöð
geðjast hefur tjáðum manni.
Þjóðlunduð og handahröð,
hún má teljast gæðasvanni.
Aðalsteinn sinn óðalsreit
Arnbjargarlæk hirðir slyngur.
Hlédrægur í sinni sveit,
sannur talinn þjóðsnillingur
Besta orð fer af Brynhildi,
bjartsýn er sú heiðursfrúin,
sængurkonum sinnandi,
sinnug vel og menntum búin.
Ei þó Davíð annist bú
um það mætti stöku tóna.
Hann í elli hárri nú
hreppstjórnar má verkum þjóna.
Guðrún heitir björt á brá
best sem öðlast hrós af mengi.
Hafa þessu hauðri á
hjónin búið vel og lengi.
Vaktar frónið friðsamur
framtakssamur skjómabeitir.
Ei telst Guðbjörn efnaður,
umsjón Lindarhvoli veitir.
Grundin klæða greiðvikin,
gáfum búin, lund með hlýja
allvel fræðir ungdóminn
ektakonan Cecilía.
Verkaiðinn virðist Jón,
veitull mjög og sæmd berandi,
hirðir vel um Hallar frón.
Hann er nú í ekkilsstandi.
Hans er Inga dóttir dýr,
dáðaslyng við bústjórn tefur,
sæmd óringa, skilningsskýr
skorð gullhringa öðlazt hefur,
Ólafur með blómlegt bú,
bragnar hrósa garpi fræknum.
Aldrei hefur eignast frú,
einn því býr á Veiðilæknum.
Þessa litlu ljóðaskrá
láta skal nú niður falla.
Hef ég Þverárhlíðar þá
húsráðendur talið alla.
Sorg ei mæði menn né sprund,
mér er ljúft að sitja og híma.
Farðu nú að stytta stund
stirða og skakka Bæjaríma.