Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 198
198 Borgfirðingabók 2010
Tveimur nýjum námsleiðum var bætt við á árinu 2009, þ.e. námi í
alþjóðafræðum til BA gráðu og meistaranámi í evrópskum félagarétti
til LLM gráðu. Umsóknir um nám hafa aldrei verið fleiri en árið
2009.
Skipulagi skólans hefur verið breytt og það gert straumlínulagaðra
og sveigjanlegra. Stjórn skólans er ábyrg fyrir ráðningu rektors, ytri
málum og áætlunum. Háskólaráð, þar sem eiga sæti deildarforsetar,
sviðsstjórar, fulltrúar kennara og annars starfsfólks, auk margra full-
trúa nemenda, er ábyrgt fyrir innri málefnum, en að öðru leyti er
stjórn skólans í höndum rektors. Þrjár deildir skólans, viðskiptadeild,
laga deild og félagsvísindadeild eru studdar af fjórum stoðdeildum,
skrif stofu rektors, kennslusviði, fjármálasviði og húsnæðissviði.
Fjölgun nemenda hefur verið mikil undanfarin ár. Árið 2005 voru
374 nemendur í grunnnámi en árið 2009 eru þeir orðnir 524. Árið
2005 voru 122 nemendur í meistaranámi, en árið 2009 eru þeir 294 að
tölu. Nemendum í frumgreinadeild Háskólans á Bifröst hefur fjölgað
úr 67 árið 2005 í 86 árið 2009. Árið 2001 voru 173 ársnemendur
í háskóla námi á Bifröst og 30 í frumgreinanámi eða samtals 203
árs nem endur. Árið 2008 voru 569 nemendur í háskólanámi og 67 í
frum greina námi eða samtals 636 ársnemendur og hafði fjöldi þeirra
rúm lega þrefaldast á þessum sjö árum.
2. Gæði og rannsóknir
Stefna skólans er að einbeita sér að halda og auka gæði námsins
og einblína á nám sem ekki er í boði í félagsvísindum hjá öðrum
há skólum hérlendis þannig að nám á Bifröst verði góður kostur til
viðbótar öðrum möguleikum í námi hérlendis. Auk þess hafa rann-
sóknir verið auknar.
Starfandi er gæðaráð undir forustu aðstoðarrektors, sem í eru full-
trúar kennara og nemenda frá hverri deild háskólans. Gæðakerfi skól-
ans endurspeglast í gæðahandbók skólans sem er uppfærð reglulega.
Langflestir útskrifaðra nemenda ljúka grunnnámi sínu í staðnámi
á þremur árum eða um 2/3 hlutar. Í fjarnámi ljúka flestir námi sínu á 3
til 5 árum. Algengast er að um þriðjungur nemenda ljúki meistaranámi
á tveim árum og flestir hinna á innan við fjórum árum.
Við Háskólann á Bifröst er lögð áhersla á alþjóðlega viðurkenndar
rannsóknir sem styrkja orðspor skólans hérlendis og erlendis. Við