Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 62
62 Borgfirðingabók 2010
konar grænmetisrækt og hafa margir sína lífsafkomu af því. Þá mun
ekkert eitt hérað á landinu hafa jafnmikinn jarðhita í byggð sem Borgar-
fjarðar hérað. Það góða við allt þetta er svo það að ekkert af kostum
héraðs ins er notað til fulls og margt að litlu leyti. Þar af leiðandi eru
fram tíðar mögu leikarnir miklir, ef æskan vill una í byggðinni, ef hún vill
brjóta landið, virkja vötnin og beisla jarðhitann o.s.frv. Það er hún sem
erfir landið, það er hún sem getur byggt ofaná þá byrjun sem komin er.
Hér er því bjart um að litast. Við eldri mennirnir erum eins og allar aðrar
kynslóðir að skapa framtíðina, okkar hlutverk er að ala upp æskuna, sem
erfir landið. Ef við bregðumst ekki okkar skyldu og ef æskan bregst ekki
sinni skyldu, verður bjart yfir Borgarfirði um ókomnar aldir.
Nú höfum við litið á það góða, rétt er og að líta á það misjafna. Það
er ísinn og eldurinn sem hafa verið þyngstir í skauti fyrir hina íslensku
þjóð. Þessar plágur hafa oftast sneitt meira hjá Borgfirðingum heldur
en ýms um öðrum. Ég minnist ekki að hafa heyrt um hafís í Borgarfirði.
Hann kom yfirleitt mest að Vestfjörðum og Norðurlandi, og þó að ís
fyrir vestan og ís fyrir norðan hafi kaldranaleg áhrif á veður hér þá er
það þó minna heldur en þar sem hann er sem sagt heima við bæjardyr
og sér stak lega er betra að vera þar sem hann lokar ekki samgöngu leið-
unum.
Aftur á móti munu engin dæmi finnast um að harðindi hafi lagst
þyngra á Borgarfjarðarhérað en önnur. Ef svo er, sem síst skal mótmælt
að okkar byggðarlag sé hjartað úr skákinni, þá hlýtur þetta hjarta eins og
öll önnur hjörtu að eiga sína slagæð. Það þarf heldur ekki lengi að leita
til að finna hana, hún leynir sér ekki. Hvítá í Borgarfirði er ekki einungis
lang mesta vatnsfall í héraðinu heldur er hún og eitt mesta vatnsfall á
land inu. Þá er komið að aðalefni þessa máls, sem er að athuga þessa
miklu slagæð, kosti hennar og galla, háttu hennar og háttalag, mikilleik
hennar og lítillæti, viðskipti hennar við landið og þjóðina og viðskipti
þjóðarinnar við hana. Til merkis um vald hennar og mátt má benda á
það að Hvíta hjá Ferjukoti, en þar er hún þekktust, hefir vatnasvæði
vestan fyrir Gljúfurá í Borgarhreppi, eða allt vatnasvæði Gljúfurár er,
um fjöll og dali þaðan um Dalafjöll, Bröttubrekku eins og vötnum hallar
þar á hálendinu, um Baulu og Baulusand, um Snjófjöll og Tröllakirkju,
Holtavörðuheiði, Arnarvatnsheiði, Tvídægru, og til jökla, Eiríksjökuls,
Oks og Langjökuls, um Kaldadal, Brunna, Uxahryggi, sem einu nafni
nefnast Bláskógaheiði og til Kvígindisfells, og svo auðvitað um alla
byggð innan þess ramma sem hér er dreginn í stórum dráttum. Innan
þessa ramma eru algjörlega jöklarnir Ok og Eiríksjökull, og að því er ætla