Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Borgfirðingabók - 01.12.2010, Blaðsíða 10
10 Borgfirðingabók 2010 fyrir Stafholtstungnahrepp sem var M 4. Alltaf þótti mér hornalyktin góð því að hún minnti mig alltaf á blítt vorveður. Þegar sauðburði var lokið þurfti að marka (eyrnamarka) unglömbin og rýja fullorðnu kindurnar áður en rekið var á afrétt. Aðalmark heimilisins, mark húsbændanna, var tvírifað í stúf hægra og gagnfjaðrað vinstra. En systkinin áttu líka skrásett fjármörk. Þegar markað var eða rúið (rúningin var alltaf nefnd „að taka af“) var féð „rekið að“ í Hraunstekknum sem er gamall fráfærustekkur með lambakró, hlaðinn úr hraungrýti,við jaðar Grábrókarhrauns, skammt frá ármótum Hraunár og Norðurár. Talsverður spenningur fylgdi þessum dögum, hlaup, hróp, hávaði og hundgá.Þetta var oftast gert í tveimur atrennum, fyrst var markað og nokkru seinna var „tekið af“ en þá þurftu ærnar að vera orðnar vel „fildar“, þ.e. nýja ullin vel sprottin fram svo að reyfið væri farið að losna. Það fór eftir vetrarfóðrun og vorbata. Sagt var að ærnar væru „björnfildar“ ef þetta var í góðu lagi en „mannsberar“ ef það var á hinn veginn. Aldrei voru notaðar sauðaklippur, heldur skæri og hnífar ef ullin lá ekki alveg laus og reyndi þá mikið á lagvirkni rúningsmanns. Krakkar höfðu það verk að halda í hornin á þeirri kind sem verið var að rýja og gat verið erfitt fyrir kraftalitla ef ærnar voru ókyrrar. Stundum en sjaldnar voru þær bundnar „sauðabandi“ helst ef þær voru kollóttar. Þá voru bundnir saman fram- og afturfætur, svo að skepnan gat sig hvergi hrært. Örsjaldan sáust færilýs í ullinni, enda var sauðfjárböðun alltaf ræki- lega framfylgt heima. Steinsteypt baðker var fremst í garða í einu af fjárhúsunum og var fénu dýft þar niður í volgt vatn blandað Coopers baðdufti. Böðunin var fyrirskipuð af yfirvöldum til að koma í veg fyrir óþrif svo sem lús og fjárkláða sem áður fyrr gerði mikinn usla í landinu. Oft var baðað milli jóla og nýárs eða um það leyti og þótti betra að þá væri ekki mjög kalt í veðri. Ullin af fénu á Laxfossi var oft fremur léleg markaðsvara vegna þess að það hafði gengið í kjarrlendi, var „skógdregið“ og ullin því oft fremur rytjuleg og reyfin ekki heilleg. Venjulega var rekið á fjall strax að kvöldi rúningsdags. Rekið var inn í „Snoppu“ í Staðarmúla (Miðdalsmúla) innarlega á Bjarnardal. Þegar þangað kom þurfti að halda utan að rekstrinum meðan ærnar voru að finna lömbin sín, „lemba sig“ sem kallað var. Þetta var oftast um Jónsmessuleytið og þegar vel viðraði er varla hægt að hugsa sér neitt hugþekkara en þessar björtu vornætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.