Rökkur - 01.06.1932, Page 57

Rökkur - 01.06.1932, Page 57
R O K K U R 5t> fíihlte er sicli hingezogen"). Steingrímur þýddi 18 kvæði eftir Goethe og urðu mörg þeirra á hvers manns vörum á Islandi eins. og' t. d. Heiðarrós- in (Sveinninn rjóða rósu sá), Mi gnon (Þekkirðu land þar gul sítrónan grær), Álfakong- urinn (Hver riður þar síðla um svalnætur skeið), Korintska hrúðurin og Guðinn og hajad- eran. Eg' tel engan vafa á þvi, að Goethe hafi liaft mest áhrif á Steingrím allra íslenskra skálda, og væri þetta vert rann- sóknar. Benedikt Gröndal var og gagnkunnugur skáldskap Goe- thes og segir mér einn kunn- ingja lians, að hann liafi lagt sérstaka alúð við að lesa „Ge- spráche mit Eckermann“. — Gröndal þýddi einnig Mignon eins og Steingrímur, en i for- mála að kvæðabók sinni (Pivík 1900) minnist Gröndal á Goethe og réttlætir skáldskap sinn með orðum lians: „Skáldin rita öll eins og þau væri sjúk og heim- urinn allur væri eitt sjúkra- hús. Allir tala um harma og eymd jarðlífsins — kynslóð vor er hrædd við allan sannan þrótt og finnur að eins til skáldlegrar kendar og þæginda í veikleikanum.“ Einkum hafa þó Gröndal fallið þessi orð Goethes vel í geð: „Oft verða menn að finna upp á einliverri vitleysu til þess að geta lifað um stund. Bestu skáldunum hnignar, ef þau hugsa um of urn fólkið, er þau semja rit sín og láta frekar stjórnast af frægðarlöngun, einkurn blaða- frægð, en af viðfangsefninu sjálfu.“ — En þeir voru svo gagnólíkir, Goetlie og Gröndal, að ekki getur verið um veru- leg' áhrif að ræða. Hannes Haf- stein liefir þýtt nokkur kvæði eftir Goethe, m. a. Kveldvísur vegfaranda (Wanderers Nacht- lied) og Jökla yfir enni (Uher allen Gipfeln), en Heine var uppáhaldsskáld lians eins og kunnugt er. Ýmsir aðrir hafa þýtt ljóð eftir Goethe. I Nýjum Félagsritum 1844 birti Grímur Thomsen þýðingu sína: Fiski- maðurinn (Gjálfrar í mari, sogar sund | sjómaður er á bát —), sem margir kunna enn. í Ijóðabók lians 1895 kom þýð- ingin á kónginum í Thule og Huggun í tárum, er Steingrím- ur hafði einnig þýtt. — Gisli Brynjólfsson, Þorsteinn Gísla- son, Valdimar Briem, Gestur, Jakob Smári hafa þýtt kvæði eftir Goethe, og ýmsir fleiri liafa bætst við á síðari árum, og má um sumar þessara þýð- inga eins og aðrar segja það, sem Matth. Jochumsson segir í gamni í bréfi til Steingríms

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.