Rökkur - 01.06.1932, Page 58
56
R 0 Ií K U R
1866 (26. okt.) og liefir eftit*'
Sveinbirni Egilssyni: „Það er
stirt og illa ort, og ekki vert að
láta burt.“
Loks kom svo þýðing Bjarna
Jónssonar frá Vogi á fyrra
hluta Fausts 1920, sem hann
hafði unnið aÖ í 8 árj og var
hið mesta þrekvirki. Honum
entist ekki aldur til að þýða
seinna hlutann, var að eins
byrjaður á honum, en Magnús
Ásgeirsson, hinn snjalli ljóða-
þýðandi, hefir þýtt nokkur
hundruð erindi af síðara lilut-
anum. Væri æskilegt, að þessu
verki jTrði haldið áfram. Af
bréfum Matthíasar Jochums-
sonar til Steingríms sést, að
Matthías hefir verið að hugsa
um það 1906 að leggja út í að
þýða Faust. Hann biður Stein-
grím (29. ág. 1906) að senda
sér Faust: „eg ætla að taka af
mér leiðindi i skammdeginu
með því að snúa einhverju úr
honum,“ en ekki er kunnugt
um, að úr því hafi orðið.
Ljóðaþýðingar Goethes á ís-
lensku eru með svipuðum hætti
og ýmsar aðrar ljóðaþýðingar.
Flest íslensk góðskáld 19. ald-
arinnar hafa haft allnáin
kynni af skáldskap hans, en að
Steingrími einum undantekn-
um, er þýddi 18 kvæði, liafa
hin skáldin að eins þýtt eitt og
eitt kvæði á stangli. Menn
kynni þvi að ætla, að áhrifa
Goethes í íslenskum bókment
um gætti ekki mikils, og er það
að vísu rétt. En þó var útkoma
Svanhvítar 1877 merkisatburð-
ur i íslenskum bókmentum. í
Svanhvít voru þýðingar eftir
ýmis erlend stórskáld (Scliil-
ler, Heine, Goethe, Gerok, Byr-
on, Longfellow, Buriis, Shelley
o. f 1.), og kynslóð sú, er þá var
að alast upp, fékk Svanhvít í
fararnesti á lífsleiðinni. Mörg
af þessum kvæðum lærðu Is-
lendingar utan að og hafa þau
vafalaust átt mikinn þátt í að
bæta skáldlegan smekk manna,
fegra lífið og beina íslenskum
skáldskap inn á nýjar brautir.
Hið besta í íslenskum bókment-
um hlýtur æ að verða eins og
vorregn i íslenska mold. Af
lienni sprettur upp margskon-
ar gróður, kvistir kynlegir, er
breiða lauf og limu yfir ís-
lenskt þjóðlíf. íslenskur andi
er norrænn, liann er harðgei
og þungur, oft taumlaus, en
ólgandi, í ætt við ís og eld.
Hann vantar oft tilfinnanlega
mildi hins suðræna, fimi og
léttleika. Framtíðarbörn ís-
lands munu í miklu ríkara
mæli en hingað til mótast af
erlendum áhrifum, en þá mun
vel farnast, er norrænn og suð-
rænn andi renna saman. Skáld-
snillingurinn Goethe getur ver-