Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 58

Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 58
56 R 0 Ií K U R 1866 (26. okt.) og liefir eftit*' Sveinbirni Egilssyni: „Það er stirt og illa ort, og ekki vert að láta burt.“ Loks kom svo þýðing Bjarna Jónssonar frá Vogi á fyrra hluta Fausts 1920, sem hann hafði unnið aÖ í 8 árj og var hið mesta þrekvirki. Honum entist ekki aldur til að þýða seinna hlutann, var að eins byrjaður á honum, en Magnús Ásgeirsson, hinn snjalli ljóða- þýðandi, hefir þýtt nokkur hundruð erindi af síðara lilut- anum. Væri æskilegt, að þessu verki jTrði haldið áfram. Af bréfum Matthíasar Jochums- sonar til Steingríms sést, að Matthías hefir verið að hugsa um það 1906 að leggja út í að þýða Faust. Hann biður Stein- grím (29. ág. 1906) að senda sér Faust: „eg ætla að taka af mér leiðindi i skammdeginu með því að snúa einhverju úr honum,“ en ekki er kunnugt um, að úr því hafi orðið. Ljóðaþýðingar Goethes á ís- lensku eru með svipuðum hætti og ýmsar aðrar ljóðaþýðingar. Flest íslensk góðskáld 19. ald- arinnar hafa haft allnáin kynni af skáldskap hans, en að Steingrími einum undantekn- um, er þýddi 18 kvæði, liafa hin skáldin að eins þýtt eitt og eitt kvæði á stangli. Menn kynni þvi að ætla, að áhrifa Goethes í íslenskum bókment um gætti ekki mikils, og er það að vísu rétt. En þó var útkoma Svanhvítar 1877 merkisatburð- ur i íslenskum bókmentum. í Svanhvít voru þýðingar eftir ýmis erlend stórskáld (Scliil- ler, Heine, Goethe, Gerok, Byr- on, Longfellow, Buriis, Shelley o. f 1.), og kynslóð sú, er þá var að alast upp, fékk Svanhvít í fararnesti á lífsleiðinni. Mörg af þessum kvæðum lærðu Is- lendingar utan að og hafa þau vafalaust átt mikinn þátt í að bæta skáldlegan smekk manna, fegra lífið og beina íslenskum skáldskap inn á nýjar brautir. Hið besta í íslenskum bókment- um hlýtur æ að verða eins og vorregn i íslenska mold. Af lienni sprettur upp margskon- ar gróður, kvistir kynlegir, er breiða lauf og limu yfir ís- lenskt þjóðlíf. íslenskur andi er norrænn, liann er harðgei og þungur, oft taumlaus, en ólgandi, í ætt við ís og eld. Hann vantar oft tilfinnanlega mildi hins suðræna, fimi og léttleika. Framtíðarbörn ís- lands munu í miklu ríkara mæli en hingað til mótast af erlendum áhrifum, en þá mun vel farnast, er norrænn og suð- rænn andi renna saman. Skáld- snillingurinn Goethe getur ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.