Rökkur - 01.06.1932, Page 62

Rökkur - 01.06.1932, Page 62
60 R O Ií K U R sköttum. Er því litlum efa und- irorpið, að þær 80 milj. sterlpd., sem ógreiddar voru 14. febr. í ár greiðast fyrir 31. þ. m. Enn- fremur hefir komið í ljós, að tolltekjur eru meiri það sem af er þessu ári en á sama tima í fyrra. Tollgreiðslurnar það sem af er árinu, nema 10 milj. sterlpd. umfram það, sem áætl- að var. — Hinsvegar er því ekki að leyna, að svo mjög hefir verið sorfið að breskum skatt- greiðendum vegna ríkisþarfa, að leggja verður álierslu á að létta skattbyrðar manna. Ljóst er mönnum einnig, að liinar miklu skattgreiðslur bitna á við- skiftum, vegna þess að kaupgeta manna er lömuð. Þó er ljóst, að ríkisbúskapurinn er bersýnilega að komast í svo gott horf, að fvrirsjáanlegt er, að hægt verð- ur að lækka greiðslubyrðar al- mennings. Frá Irlandi. —o— Eins og getið hefir verið í skeytum, urðu úrslitin í frírík- iskosningunum þau, að lýðveld- issinnar eða Fiannafailflokkur- inn kom að flestum þingmönn- um. Þá skortir þó nokkur at- kvæði til þess að hafa hreinan meiri hluta, en eiga visan stuðn- ing verkamanna, sem að eins komu að 7 frambjóðöndum. En því fer, að sögn, mjög fjarri, að verkamenn muni fylgja De Valera og flokki hans i hlindni. Verkamannaflokkurinn mun fastráðinn í að beita aðstöðu sinni til þess að koma í veg fyr- ir, að De Valera fari of geyst. John S. Steele, aðalfréttarit- ari Tlie Chicago Tribune, átti þ. 23. febr. viðtal við Tom Johnson, sem um margra ára skeið var skrifari írska verka- mannaflokksins, en nú er Tom Johnsop talinn aðalleiðtogi írskra verkamanna. Johnson lagði áherslu á það, í viðtali sínu við John Steele, að flokkurinn hefði eigi tekið neina ákveðna stefnu i utanrík- ismálum, en ef Fiannafail- flokkurinn reyndi að spilla friðnum milli fríríkisins og Bretlands, mundu verkamenn þegar fella Fiannafailstjórnina með aðstoð stjórnarflokksins fyrrverandi, óháðra og bænda. Hvað af því mundi leiða er ann- að mál. Afleiðingin gæti orðið sú, að Cosgrave kæmist aftur til valda, eða að almennar kosn- ingar færu aftur fram. Og þriðji möguleikinn er sá, að verkamenn aðhyltust stofnure þjóðstjórnar til bráðabirgða. Verkamenn, sagði Johnson,

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.