Rökkur - 01.06.1932, Síða 77

Rökkur - 01.06.1932, Síða 77
RÖKKUR 75 skipstjóri var ekki alveg laus við Jjann grun, að Dantés væri tollþjónn, sem væri að reyna að komast eftir einhverjum leyndarmálum smygl- anna. En þegar hann sá hve stjórn skipsins fór honum- meistaralega úr hendi, varð hann þegar rólegri. Og l>egar hann fór að íhuga málið bet- ur, þá lét hann sig það litlu skifta, þó að kannske lægi þannig í mál- inu, að Dantés væri strokufangi. Yæri svo, þá var hann strokufangi, sem skotið var úr fallbyssum fyrir eins og gert var fyrir konungborna menn. Nei, það var enginn efi á því, ályktaði skipstjóri loks, að það hlaut að vera slægur i þessum vask- lega, villimannslega sjómanni. Edmond stóð betur að vígi að því leyti, að hann vissi hvað skipstjóri og menn hans höfðu fyrir stafni, en þeir vissu eklci hver hann var í raun og veru. Og hvernig svo sem skip- stjórinn og menn hans reyndu að hafa upp úr honum eitthvað, sem benti til, að hann væri annar en hann hafði sagst vera, þá gætti Dantés þess vandlega, að láta ekk- ert um mælt, sem vekti grun um, að hann hefði sagt ósatt í fyrstu. Segir nú ekki af ferðum þeirra frekara, fyrr en þeir konm til Leg- liorn. Og nú átti Dantés þá að kom- ast að raun um, hvort hann gæti þekt sjálfan sig aftur, þegar hársker- inn væri búinn að skera hár hans og raka af honum skeggið. Dantés mundi allvel hvernig hann hafði litið út á unglingsárum, þegar hon- um var varpað í fangelsi. Og hann beið þess nú með óþreyju að sjá, hvernig útiit hans yrði sem full- þroska manns, er liðið hafði hinar mestu líkams og sálar hörmungar. I’élagar hans á smyglskipinu höfðu tekið trúanlega sögu hans, um heit- Clemenceau. Þetta er ný stytta af frakkneska stjórnmálamanninum Clemenceau. Hefir hún verið reist í París. strenginguna. En mundi útlit hans ekki vekja grunsemi i Leghorn? Dantés hafði komið þar að minsta kosti tuttugu sinnum. Hann mundi eftir rakarastofu einni í St. Ferdin- andgötunni, og þangað fór hann til þess að láta skera hár sitt og raka sig. Rakarinn horfði með undrun í augum á Dantés, enda var það ekki tíska á þeim dögum, að menn léti hár sitt og skegg vaxa. En hann tók þegar til starfa, án þess að hafa nokkur orð um. Þegar hann hafði lokið við að skera hár Dantésar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.