Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 6
352 veldi. Síðustu áratugi og einkum frá lokum kalda stríðsins hafa yfir- burðir Bandaríkjanna á meðal ríkja raunar verið slíkir, hvort heldur sem litið er til hernaðarmáttar eða efnahagsstyrks, að talað hefur verið um þau sem eina risaveldið í samtímanum en þróun síðustu ára bendir þó til að það hafi e.t.v. verið ofmælt. Það breytir því þó ekki að ekkert annað ríki hefur verið viðlíka áhrifamikið í alþjóða- samskiptum síðasta árhundraðið og Bandaríkin. Ef gengið er út frá þeirri forsendu að alþjóðasamskipti lúti almennt reglum þjóðaréttar og hafi auk þess afgerandi áhrif á þróun þjóðaréttarins leiðir af framansögðu að afstaða Bandaríkjanna til þjóðaréttar hlýtur að skipta verulegu máli. Í þessari grein er ætlunin að gera grein fyrir því hvernig þetta leiðandi stórveldi, Bandaríkin, hefur nálgast þjóðarétt sem ríki og þá einkum hver sé möguleg sérstaða þeirra í því tilliti. Til að reyna að útskýra þetta verður fyrst vikið að nokkrum almennum atriðum sem varða Bandaríkin, alþjóðasamskipti og þjóðarétt, þá verður fjallað um stöðu þjóðaréttar í stjórnskipan og réttarkerfi Bandaríkj- anna, en síðan verða tekin nokkur dæmi um mikilvæg svið á borð við afstöðu Bandaríkjanna til alþjóðastofnana og úrlausnar deilu- mála, til beitingar vopnavalds, alþjóðlegs mannréttindaréttar og til annarra mikilvægra sviða alþjóðasamvinnu, áður en dregnar verða saman ályktanir í niðurstöðum. 2. BANDARÍKIN, ALÞJÓÐASAMSKIPTI OG ÞJÓÐARÉTTUR Það má kalla nokkuð rótgróna ímynd Bandaríkjanna að þau hafi lengstum verið fylgjandi og síðar leiðandi í uppbyggingu núver- andi alþjóðakerfis sem byggi einkum á lögum og reglu.1 Fallast má á að mikið sé til í þessu en hinu má ekki gleyma að Bandaríkin eru tiltölulega ungt ríki og hafa sem slíkt lengst af verið afar upptekin af sjálfstæði sínu gagnvart öðrum ríkjum. Sé litið til sögunnar viðist hún sýna okkur Bandaríkin annars vegar sem afgerandi stórveldi sem vill hafa áhrif á gang mála í veröldinni, en hins vegar birtist rík áhersla þeirra á sérstöðu sína og á að koma í veg fyrir að Bandaríkin verði fyrir óæskilegum áhrifum utan frá.2 Í sögulegu samhengi virð- ist afstaða Bandaríkjanna til þjóðaréttar einmitt birtast mjög skýrt í þessu „tvöfalda ljósi“ og mætti vísast í anda raunhyggjumanna orða það sem svo að Bandaríkin hafi lengstum lagt höfuðáherslu á ör- yggi sitt í alþjóðasamskiptum með því að reyna að fyrirbyggja að önnur ríki geti haft áhrif á þau, samfara því að leitast við að há- 1 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security. Cambridge 2012, bls. 9. 2 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 17-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.