Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 43
389 embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum.26 Af þessum sök- um þurfa lagadeildir, sem og starfandi lögmenn og dómarar, iðu- lega að staldra við og íhuga vægi hins skráða lagabókstafs í sam- hengi við réttarheimildir. Sú umfjöllun sem lesandinn hefur hér fyrir augum getur þjónað tilgangi í þessu tilliti. 5. LÖG, LÖGFRÆÐI OG HINN DYGGÐUM SKREYTTI MEÐALVEGUR Lög leika lykilhlutverk í nútímasamfélagi og marka ramma utan um líf okkar. Lögin stýra því hvernig forsjá barna er háttað, þau ákvarða hvenær einstaklingur öðlast fjárræði og má taka bílpróf, lög mæla fyrir um lágmarkslaun, hollustuhætti á vinnustöðum, um stofnun og slit hjúskapar, um stofnun fyrirtækja, um skattgreiðslur og um erfðir og skipti. Lög taka jafnvel á stundum ráðin af fólki, t.a.m. með því að gera sumar ákvarðanir óafturkræfar.27 Sá sem kýs, t.d. í nafni einstaklingsfrelsis og sjálfsákvörðunarréttar, að fara í bága við fyrirmæli lagareglna mun fyrr en varir verða fjötraður í bönd ófrelsis. Lögum er ætlað að marka stefnu, miðla málum, skera úr ágreiningi o.s.frv. Lögin bera yfirbragð valdboðs sem kemur að ofan, fyrirmæla sem löggjafarsamkoma gefur út til hinna almennu borgara, en skuldbinda þó almennt ríkisvaldið einnig. Hin vestrænu lýðræðisríki eru samnefnari fyrir ótölulegan fjölda fólks, lífsskoð- ana, trúarafstöðu, gildismats o.s.frv. Þannig geta lögin verið gagn- legt verkfæri til þess að skera úr um ágreining af siðferðilegum toga, svo sem hvort fóstureyðingar eigi yfirleitt að vera leyfðar með lögum og þá undir hvaða kringumstæðum. Sjaldan ef nokkru sinni í mannkynssögunni hafa nefnd ríki státað af annarri eins flóru ólíkra lífsviðhorfa, hópa og menningar. Í þessu samhengi vex hlutverk laga, því lög geyma möguleikann á því að verða samnefnari sem skapað getur sátt, stjórntæki eða í versta falli þvingunarúrræði til að tryggja lágmarksfrið. Þrátt fyrir alla þá kosti og úrræði sem ná- kvæmt regluverk veitir mönnum eru takmarkanir slíks kerfis slíkar að kannski hefur aldrei áður verið jafnmikil þörf á siðfræðilegri 26 Tilvísun stjórnarskrárinnar til laga á ekki aðeins við um settan rétt heldur einnig reglur sem rót eiga að rekja til annarra réttarheimilda, sbr. t.d. Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Reykjavík 1988, bls. 59-60. Áhugasömum um þetta efni er bent á umfjöllun Ragnars Að- alsteinssonar, sjá Ragnar Aðalsteinsson: „...einungis eftir lögunum“. Úlfljótur 2000, bls. 53. 27 Þannig segir t.d. berum orðum í athugasemdum með 25. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar, að með frumvarpinu sé „að því stefnt að afnema heim- ild til að fella niður ættleiðingu“. Umrætt ákvæði 25. gr. ættleiðingarlaga kom til umfjöll- unar í dómi Hæstaréttar frá 24. september 2013 í máli nr. 452/2013. Í úrskurði héraðsdóms hafði sérstaklega verið litið til þess „grundvallaratriðis ættleiðingar“ að hún yrði aldrei aftur tekin. Hæstiréttur vék hins vegar ekki efnislega að þessu atriði þar sem niðurstaða réttarins var sú, að lagaskilyrði skorti samkvæmt 1. mgr. 10. gr. barnalaga til að höfða barnfaðern- ismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.