Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 41
387
laga að vera sprottin af siðferðilegum rótum, siðareglurnar taka á
sig mynd laga þegar fram líða stundir. Hitt er vafasamara, að til-
koma laganna geri siðareglur í reynd óþarfar þannig að til sé orðið
„lokað kerfi“ í fyrrnefndum skilningi.
Nú á dögum er almennt lagður þrengri og tæknilegri skilningur
í lagahugtakið en fyrr á tímum. Ætli menn sér að leysa öll mál á
grundvelli laganna einna er þar með verið að taka áhættuna á því
að ekkert aftri fólki frá afbrotum annað en óttinn við að nást. Ef ótt-
inn við refsidóm manna væri orðið það eina sem aftraði þeim frá
glæpum mætti sannarlega segja að siðferðisreglur hefðu engu sjálf-
stæðu hlutverki að gegna lengur. Með því að leggja alla áherslu á
lagaákvæði og lagaramma sem nái utan um allar tegundir afbrota
vanrækjum við það sem sumir myndu telja mikilvægara, þ.e. að efla
með almenningi siðvitund og samvisku sem hvort tveggja hlýtur að
vera til þess fallið að sporna gegn afbrotum.
Í sjálfu sér er ekkert undarlegt við það að menn hafi lengst af
ekki gert skýran greinarmun á lagareglum og siðferðisreglum. Bæði
siðferðis- og lagareglur gegna því hlutverki að mæla fyrir um hegð-
un fólks við tilteknar aðstæður. Andlag reglnanna er oftar en ekki af
sama meiði þar sem rætt er um ábyrgð manna og skyldur, boð og
bönn. Ennfremur getur reglum þessum svipað saman efnislega, t.d.
þegar þær banna manndráp og mæla gegn líkamsmeiðingum, rán-
um, svikum o.s.frv. Frá örófi hafa menn fylgt ýmiss konar reglum í
samskiptum sínum, meðal annars til að verja eignarrétt, auka fyr-
irsjáanleika og stuðla að friði. Gera má ráð fyrir að til grundvallar
hinum fyrstu settu lögum hafi legið tiltekin gildi sem mótast höfðu
á löngum tíma um hvað væri rétt og röng breytni, hvað væri ásætt-
anleg hegðun og hvað ekki.
Þau tilvik geta komið upp sem gefa mönnum tilefni til að draga
í efa réttmæti þess eða tilgang að greina á milli laga og siðferðis.
Tvennt kemur hér aðallega upp í hugann: Í fyrsta lagi ýmis voða-
verk sem unnin hafa verið í nafni laga. Nægir þar að nefna stríðs-
glæpi af ýmsu tagi, þar sem gerendur bera því við sér til varnar að
athæfi þeirra hafi verið í samræmi við gildandi reglur laga og sjón-
armið um gott eða slæmt siðferði skipti þ.a.l. ekki máli. Hin hliðin á
sama peningi eru illvirki, svo sem hryðjuverk, unnin í nafni siðferðis-
sjónarmiða, væntanlega með vísan til þess að þau „yfirtrompi“ öll
lagaákvæði. Í öðru lagi þekkjum við dæmi um verk sem samræmast
illa almennum siðferðiskröfum en látin eru refsilaus þar sem laga-
ákvæði ná ekki yfir háttsemina. Af nýlegum dæmum mætti nefna
blöndun iðnaðarsalts í matvæli eða framleiðslu á tilbúnum „kjöt-
réttum“ sem innihéldu ekkert kjöt. Við umhugsun um þær marg-