Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 4
350 sérfræðingar eru kallaðir til sem meðdómsmenn. Alkunna er að erf- itt getur reynst og kostnaðarsamt að bæta úr mistökum sem gerð eru á fyrsta dómstigi. Ég hvet stjórnvöld til þess að taka aðbúnað héraðsdómstólanna til gaumgæfilegrar skoðunar um leið og hugað er að öðrum þáttum réttarkerfisins. Til skemmri tíma ætti að hverfa af braut niðurskurð- ar, enda hefur starfsemi dómstólanna nú þegar verið skorin inn að beini. Í kjölfarið ætti hins vegar að skoða kerfisbreytingar í ljósi reynslunnar af störfum héraðsdómstólanna og dómstólaráðs undan- farin ár. Að lokum er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við viljayfir- lýsingar borgaryfirvalda um að koma starfsemi héraðsdóms Reykja- víkur fyrir annars staðar en í núverandi húsnæði á Lækjartorgi. Samkvæmt fréttum telur borgarstjóri að starfsemi dómstólsins stuðli ekki að auðugu mannlífi og að henni yrði betur komið fyrir við Hlemm. Þá hefur forseti borgarráðs talað um að dómhúsið sogi til sín orku og smiti engri gleði á torgið. Þessi sjónarmið verða seint talin lýsa sérstaklega uppbyggilegu viðhorfi til réttarins. Þótt staðsetning héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg sé að mörgu leyti heppileg er hún að sjálfsögðu ekki heilög. Flutningur dómstólsins verður hins vegar að grundvallast á þekkingu á þeirri starfsemi (og mannlífi) sem fram fer í dómhúsinu, þörfum réttarins og virðingu fyrir þessum stærsta dómstól landsins. Séu slík mál- efnaleg sjónarmið látin ráða för má það raunar teljast fagnaðarefni ef dómstóllinn fær nýtt dómhús á viðeigandi stað í borginni, sér- sniðið að þörfum réttarins. Hafsteinn Þór Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.