Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 53
399
ingu, opinbert eftirlit og fleira má ætla að enn sé fátt haldbetra í
þessu tilliti en siðfræðileg undirstaða og gagnrýnin hugsun. Ef
marka má þau orð sem vitnað var til í byrjun þessarar greinar hefði
hinn spakvitri Laozi vart verið líklegur til að telja nákvæma löggjöf
bestu lausn við öllum vanda.
Lög og siðferði gegna að sönnu mikilvægu hlutverki á vegferð
okkar, en svo sem hinn vitri meistari Laozi benti á fyrir margt löngu
duga þau viðmið skammt, ein og sér. Ofar þessum viðmiðum standa
hugsjónir og almenn góðvild. Þar fyrir ofan ber hinar sígildu dyggð-
ir við himinn, svo sem auðmýkt, glaðværð, heiðarleiki, hugrekki,
mildi, miskunnsemi, samvinna, sálarró, skilningur, sjálfsagi, stöðug-
leiki, sveigjanleiki, sannsögli, viska og þolinmæði, sem lýsa leiðina
í átt til æðstu markmiða mannlegs samfélags, þar sem menn lifa í
sátt við sjálfa sig og aðra. Í þessu stóra samhengi hlutanna berum
við, hvert og eitt, þyngsta ábyrgð.
„Því er það að dygðin tekur við þar sem ferlinu sleppir,
góðmennskan tekur við er dygðinni sleppir,
réttlætið tekur við er góðmennskunni sleppir,
og siðirnir taka við þar sem réttlætinu sleppir.“
Laozi, Ferlið og dygðin, úr 38. versi.36
36 Laozi: Ferlið og dygðin, bls. 113-115.