Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 15
361
3.3 Aðrar réttarheimildir þjóðaréttar í bandarískum rétti
Þjóðréttarvenjur eru ásamt þjóðréttarsamningum taldar mikil-
vægasta réttarheimildin á sviði þjóðaréttar því þær binda almennt
öll ríki og þykja til marks um almennan þjóðarétt.37 Ríkjandi viðhorf
í Bandaríkjunum hefur verið að almennur þjóðaréttur hafi sem slík-
ur talist til réttarheimildar í bandarískum rétti frá öndverðu.38 Staða
þjóðréttarvenja eða annarra óskráðra réttarheimilda af meiði þjóða-
réttar hefur þó hins vegar löngum þótt viðkvæmt álitaefni í Banda-
ríkjunum og þá hvort heldur sem litið er til þeirra almennt eða stöðu
þeirra í bandarískum rétti sérstaklega.39 Ástæða þessa virðist eink-
um vera landlæg tortryggni í Bandaríkjunum gagnvart því að regl-
ur geti yfirleitt unnið sér sess ef þær teljast stafa frá öðrum ríkjum
eða þær mótast án nægilegs atbeina Bandaríkjanna.40 Það þarf því
ekki að koma á óvart að mest er almennt lagt upp úr því hvort
Bandaríkin teljist hafa viðurkennt nægilega þá reglu sem um ræðir
hverju sinni.41 Hvað varðar aðrar réttarheimildir af meiði þjóðarétt-
ar heldur en samninga, á borð við þjóðréttarvenjur, er stjórnarskráin
fáorð, en þó kemur fram í 10. mgr. 8. hluta I. gr. hennar að þingið
hafi vald til að skilgreina og refsa fyrir brot gegn „rétti þjóðanna“
(Law of Nations).42 Að öðru leyti fjallar stjórnarskráin ekki um stöðu
þjóðaréttar í bandarískum rétti og í 102 gr. Þriðju samantektar laga
sem varða alþjóðasamskipti Bandaríkjanna segir aðeins þetta um rétt-
arheimildir þjóðaréttar:
„(1) A rule of international law is one that has been accepted as such by
the international community of states
(a) in the form of customary law;
(b) by international agreement; or
(c) by derivation from general principles common to the major legal
systems of the world.
(2) Customary international law results from a general and consistent
practice of states followed by them from a sense of legal obliga-
tion.
37 Með almennum þjóðarétti er átt við þær reglur þjóðaréttarins sem teljast hafa hnatt-
ræna þýðingu og gilda almennt fyrir alla þjóðréttaraðila eftir efni sínu, sbr. einkum þjóð-
réttarvenjur og aðrar óskráðar meginreglur.
38 Louis Henkin: Foreign Affairs and the US Constitution, bls. 232-233; Sean D. Murphy:
Principles of International Law, bls. 253.
39 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 75;
Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls.
19.
40 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 15; Sean
D. Murphy. Principles of International Law, bls. 260.
41 Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public
International Law, bls. 118.
42 „The Congress shall have Power […] To define and punish Piracies and Felonies com-
mitted on the high Seas, and Offences against the Law of Nations.“