Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 15
361 3.3 Aðrar réttarheimildir þjóðaréttar í bandarískum rétti Þjóðréttarvenjur eru ásamt þjóðréttarsamningum taldar mikil- vægasta réttarheimildin á sviði þjóðaréttar því þær binda almennt öll ríki og þykja til marks um almennan þjóðarétt.37 Ríkjandi viðhorf í Bandaríkjunum hefur verið að almennur þjóðaréttur hafi sem slík- ur talist til réttarheimildar í bandarískum rétti frá öndverðu.38 Staða þjóðréttarvenja eða annarra óskráðra réttarheimilda af meiði þjóða- réttar hefur þó hins vegar löngum þótt viðkvæmt álitaefni í Banda- ríkjunum og þá hvort heldur sem litið er til þeirra almennt eða stöðu þeirra í bandarískum rétti sérstaklega.39 Ástæða þessa virðist eink- um vera landlæg tortryggni í Bandaríkjunum gagnvart því að regl- ur geti yfirleitt unnið sér sess ef þær teljast stafa frá öðrum ríkjum eða þær mótast án nægilegs atbeina Bandaríkjanna.40 Það þarf því ekki að koma á óvart að mest er almennt lagt upp úr því hvort Bandaríkin teljist hafa viðurkennt nægilega þá reglu sem um ræðir hverju sinni.41 Hvað varðar aðrar réttarheimildir af meiði þjóðarétt- ar heldur en samninga, á borð við þjóðréttarvenjur, er stjórnarskráin fáorð, en þó kemur fram í 10. mgr. 8. hluta I. gr. hennar að þingið hafi vald til að skilgreina og refsa fyrir brot gegn „rétti þjóðanna“ (Law of Nations).42 Að öðru leyti fjallar stjórnarskráin ekki um stöðu þjóðaréttar í bandarískum rétti og í 102 gr. Þriðju samantektar laga sem varða alþjóðasamskipti Bandaríkjanna segir aðeins þetta um rétt- arheimildir þjóðaréttar: „(1) A rule of international law is one that has been accepted as such by the international community of states (a) in the form of customary law; (b) by international agreement; or (c) by derivation from general principles common to the major legal systems of the world. (2) Customary international law results from a general and consistent practice of states followed by them from a sense of legal obliga- tion. 37 Með almennum þjóðarétti er átt við þær reglur þjóðaréttarins sem teljast hafa hnatt- ræna þýðingu og gilda almennt fyrir alla þjóðréttaraðila eftir efni sínu, sbr. einkum þjóð- réttarvenjur og aðrar óskráðar meginreglur. 38 Louis Henkin: Foreign Affairs and the US Constitution, bls. 232-233; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 253. 39 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 75; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 19. 40 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 15; Sean D. Murphy. Principles of International Law, bls. 260. 41 Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law, bls. 118. 42 „The Congress shall have Power […] To define and punish Piracies and Felonies com- mitted on the high Seas, and Offences against the Law of Nations.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.