Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 44
390
rökræðu og greiningu og einmitt þar sem réttarkerfið hefur náð
mestri framþróun. Traust okkar á lögin og mátt þeirra getur orðið
að oftrausti. Lög geta enn verið ólög þótt komið sé fram á 21. öld.
Íslenskir lögfræðingar hafa í laganámi tamið sér tiltekinn hugs-
unarhátt eða aðferðarfræði, sem stundum er vísað til sem hins „júri-
díska þankagangs“.28 Hin lagalega aðferð er verkfæri lögfræðings-
ins þegar hann leiðir fram svar við spurningunni um hver sé gild-
andi réttur. Einmitt þessi spurning, „hver er gildandi réttur?“, leiðir
fólk á fund lögmanns og síðar lögmenn á fund dómara. Í leit að
svari lítur lögfræðingurinn fyrst til settra laga. Leiðir það af þeirri
stjórnskipan sem við búum við, þ.e. löggjafarvaldið er í höndum
Alþingis sem þiggur umboð sitt frá þegnunum í gegnum almennar
kosningar. Af þessu leiðir að sett lög frá Alþingi eru mikilvægar
réttarheimildir sem horfa verður til þegar réttarreglu er slegið fastri.
Ætla má að meginþorra landsmanna sé þetta ljóst og raunar örlar
stundum á þeim misskilningi að ekki sé um fleiri réttarheimildir að
ræða. Hin settu lög eru grundvöllur réttarríkisins, en hvernig sem
menn vanda sig við að orða lagareglur, birta þær og framkvæma,
sýnir reynslan að hvorki bannreglur né boðreglur duga til að öllum
takist að feta hinn gullna meðalveg dyggðanna. Í tilviki kynferð-
isbrota eru refsiákvæðin almennt svo skýr og afdráttarlaus að óger-
legt er að halda því fram að óljóst sé hvert inntak ákvæðanna er eða
tilgangur þeirra. Þrátt fyrir almenna alþjóðlega mannréttindasátt-
mála, sáttmála um réttindi barna, refsiákvæði og barnaverndarlög
halda menn áfram að fremja ofbeldisverk og illvirki. Skráðar og
birtar lagareglur leysa því ekki allan vanda.
6. BREYTT HLUTVERK SIÐFERÐIS OG LAGA
Spurningin um tengsl og aðgreiningu laga og siðferðis er ein þeirra
sem mest hefur verið fjallað um á vettvangi réttarheimspekinnar á
umliðnum öldum og áratugum. Fylla mætti heilu bókasöfnin ein-
vörðungu með ritum um þetta efni.29 Hvað sem hins vegar líður
líflegri umræðu í hinum akademíska heimi verður því vart á móti
mælt að vegur siðferðisreglna hefur farið dvínandi, hér á Vestur-
löndum að minnsta kosti. úr lagasafninu mætti tilgreina sem dæmi
um þetta þá breytingu sem gerð var með gildistöku laga nr. 40/2002
um fasteignakaup, þar sem tekið var af skarið um að það sé gildis-
28 Davíð Þór Björgvinsson: „Völundarhús hins júridíska þankagangs“. Úlfljótur 1995, bls.
379 og 382.
29 Sjá t.d. Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 106-117; Garðar Gíslason: Eru lög nauð-
synleg? Reykjavík 1991, bls. 115-136; Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði: Grundvöllur laga
– réttarheimildir, bls. 32-38.