Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 25
371
4.3 Afstaðan til alþjóðlegs mannréttindaréttar
Sjálfsmynd Bandaríkjamanna hefur jafnan verið sú að þeir séu í far-
arbroddi þjóða heims þegar kemur að vernd mannréttinda og þá
einkum borgaralegra réttinda einstaklinga á borð við vernd tjáningar-
frelsis og eignaréttar. Sem áður segir voru Bandaríkin leiðandi ríki
við stofnun SÞ og vinnan að sjálfri Mannréttindayfirlýsingu SÞ frá
1948 var leidd af Eleanor Roosevelt, fyrrum forsetafrú.84 Þegar hins
vegar kemur að því að greina afstöðu Bandaríkjanna til alþjóðlegs
mannréttindaréttar blasir við nokkuð önnur mynd sem einkennist
af tregðu við að fullgilda jafnvel helstu mannréttindasamninga SÞ
og bókanir um samstarf við stofnanir SÞ á þessu sviði.85 Oft ein-
kennast viðbrögð Bandaríkjanna við gagnrýni á þessa stöðu af því
að þau telji sig hvort eð er tryggja mannréttindavernd jafnvel í eigin
landsrétti og helstu alþjóðlegir samningar á vegum SÞ kveða á um
eða þá að viðkomandi málefni eigi þar undir ríkin (fylkin) en ekki
alríkið.86
Svo farið sé yfir helstu mannréttindasamninga á vegum SÞ þá
hafa Bandaríkin fullgilt fáa slíka samninga og þegar þau hafa full-
gilt þá hafa þau yfirleitt gert umtalsverða fyrirvara.87 Sem dæmi um
lykilsamninga SÞ sem Bandaríkin hafa fullgilt en þó sett fyrirvara
við eru Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá
1966, Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri
og vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 1984 og Alþjóðasamningur um
afnám alls kynþáttamisréttis frá 1965. Slíkir samningar sem Bandarík-
in hafa hins vegar undirritað en ekki fullgilt eru t.d. Alþjóðasamn-
ingur um efnahagsleg, félagsleg, og menningarleg réttindi frá 1966,
Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum frá 1979 og
Samningur um réttindi barnsins frá 1989.88 Þá ber að geta þess að
Bandaríkin hafa ekki fullgilt þær bókanir sem gefa einstaklingum
kost á að beina kærum vegna ætlaðra samningsbrota til þar til bærra
nefnda á vegum SÞ.89 Þá blasir og við að Bandaríkin hafa jafnan
84 Hér er átt við The Universal Declaration of Human Rights (UDHR) frá 10. desember
1948.
85 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 160.
86 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 160-161.
87 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 161.
88 Um alla þessa helstu framangreindu mannréttindasamninga á vegum SÞ, hvenær þeir
voru gerðir o.fl., er t.d. fjallað um í Björg Thorarensen (ritstjóri): Alþjóðlegir mannréttinda-
samningar sem Ísland er aðili að. Reykjavík 2012, bls. 144-283, en til einföldunar vil ég hér
leyfa mér að vísa almennt varðandi þá til þeirrar umfjöllunar.
89 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 162.