Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 22
368
ASD í Haag án samþykkis Bandaríkjanna.70 Nokkur teikn eru nú á
lofti um að samband Bandaríkjanna við ASD fari heldur skánandi
sem endurspeglast m.a. í því að Bandaríkin komu ekki í veg fyrir að
Öryggisráðið vísaði málum varðandi Darfur í Súdan til ASD árið
2005 og stóðu þau raunar að því í Öryggisráðinu að vísa málum
sem vörðuðu Líbýu til ASD árið 2011.71
Almennt séð virðist mega draga þá ályktun að Bandaríkin fari
afar varlega í að gerast sjálf aðilar að alþjóðastofnunum og þá jafn-
vel þótt þau hafi haft frumkvæði að tilurð þeirra. Þá er einnig sjald-
gæft að Bandaríkin viðurkenni almenna bindandi lögsögu alþjóða-
dómstóla eða alþjóðlegra úrskurðaraðila þótt aðild þeirra að WTO
feli t.d. í sér undantekningu frá því. Hvort þetta sé hins vegar til
marks um mikla sérstöðu er vafasamt að fullyrða þar sem að önnur
ríki, og þá einkum stórveldi, auðsýna gjarnan nokkuð viðlíka tregðu
í þessum efnum. Má þannig t.d. benda á að hvorki Rússland né Kína
eru aðilar að RS fyrir ASD né heldur viðurkenna þessi ríki almenna
dómslögsögu AD í Haag. Það sem kannski frekar sérkennir Banda-
ríkin er áberandi viðleitni til að hafa virk áhrif á stofnsamninga fyr-
ir alþjóðastofnanir sem þau síðan gerast ekki aðilar að samfara því
sem þeim hugnast afar illa stofnanir sem geta með einhverjum hætti
beitt sér án þess að til komi sérstaklega samþykki Bandaríkjanna. Þá
blasir einnig við að stjórnskipulag Bandaríkjanna þar sem forseti og
þing leikast oft á, m.a. á sviði utanríkismála, flækir oft stöðu mála
og virðist oft virka sem hemill á frekari þátttöku.
4.2 Beiting vopnavalds og afvopnun
Þótt Bandaríkin séu í dag áberandi sem mesta herveldi heims og
axli oft það hlutverk að gæta friðar og öryggis um víða veröld sam-
fara því að tryggja eigin hagsmuni þá einkennist forsagan allt fram
á 20. öld þó mun fremur af ríkri viðleitni þeirra til að reyna að við-
halda hlutleysi í átökum annarra ríkja, t.d. í Evrópu.72 Á 19. öld
lögðu Bandaríkin þannig áherslu á hlutleysisstefnu, frjálsa verslun
og forðuðust að taka þátt í valdabandalögum ríkja í Evrópu og þeg-
ar staðan breyttist með heimsstyrjöldunum litu Bandaríkjamenn
gjarnan svo á að þeir hafi í reynd verið knúnir til að axla þá ábyrgð.73
Öldungadeild Bandaríkjaþings treysti sér ekki til að fallast á aðild
70 Service Members‘ Protection Act frá 2002. John F. Murphy: The United States and the Rule
of Law in International Affairs, bls. 317-318; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The
United States Quest for Legal Security, bls. 79-80.
71 Um hin sérstæðu samskipti Bandaríkjanna og ASD er t.d. fjallað frekar í riti William A.
Schabas: An Introduction to the International Criminal Court. Cambridge 2011, bls. 25-34.
72 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 24 og 102.
73 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 234.