Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 16
362 (3) International agreements create law for the states parties thereto and may lead to the creation of customary international law when such agreements are intended for adherence by states generally and are in fact widely accepted. (4) General principles common to the major legal systems, even if not incorporated or reflected in customary law or international agree- ment, may be invoked as supplementary rules of international law where appropriate.“43 Sé þessi texti borinn saman við hið viðtekna ákvæði um réttar- heimildir þjóðaréttar í 36. gr. Samþykktar fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag (SAD) má sjá að Bandaríkin hafa samkvæmt þessu öllu þrengra sjónarhorn varðandi það hvað séu óumdeilt réttarheimildir þjóða- réttar, a.m.k. hvað Bandaríkin varðar, og ekkert er hér t.d. minnst á þýðingu dómsúrlausna líkt og í SAD. Samkvæmt hinni engilsax- nesku lagahefð (e. Common law) nálgast bandarískir dómstólar þjóð- réttarvenjur og aðrar óskráðar reglur þjóðaréttar sem kunna að varða Bandaríkin líkt og annan óskráðan rétt. Fyrir löngu tók Hæstiréttur Bandaríkjanna þá afstöðu í dómi í svonefndu Paquette Habana frá 8. janúar 1900, mál nr. 175 U.S. 677, að óskráðar reglur þjóðaréttarins væru tækar sem réttarheimild í bandarískum rétti. Málavextir voru þeir að tvö spænsk fiskveiðiskip frá Kúbu og farmur þeirra höfðu verið haldlögð og gerð upptæk í Flórída ríki í tengslum við styrjöld Bandaríkjanna við Spán. Skipstjórnarmenn báru því við að þeim hefði verið ókunnugt um hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu og að þessi meðferð á borgaralegum skipum væri óheimil að þjóðarétti. Á þetta féllst Hæstiréttur Bandaríkjanna þar sem sá óskráði þjóðaréttur sem um þetta gilti teldist einnig hluti af bandarískum rétti og ætti því við sem gildandi regla í málinu þar sem engin þjóðréttarsamningur eða önnur bandarísk lög mæltu á annan veg um þetta efni. Almennt virðast dómstólar í Bandaríkjunum þó ekki nálgast einstakar réttarheimildir þjóðaréttar á borð við þjóðréttarvenjur, meginreglur, dómsúrlausnir alþjóðadómstóla eða kenningar fræði- manna með líkum hætti og t.d. alþjóðadómstólum er yfirleitt tamt að gera. Nálgunin virðist frekar vera sú að skoða slíkar heimildir 43 Roswell B. Perkins (aðalritstjóri): Restatement of the Law Third – Restatement of the Law the Foreign Relations of the United States, bls 24.  Hér er átt við Statute of the International Court of Justice en hún telst formlega hluti af Sáttmála SÞ frá 1945.  William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 678.  David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 165; Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law, bls. 119-122; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 258-259.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.