Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 50
396
Hvað sem líður viðleitni vildarréttarins til aðgreiningar laga og
siðferðis í nafni skýrleika, nákvæmni eða vísindalegra vinnubragða
má, svo sem áður segir, engu að síður ætla að rekja megi bæði lög
og siðferðisreglur til sameiginlegs uppruna, þar á meðal þeirra
dyggða sem allur þorri manna hefur frá örófi verið sammála um að
hafa í hávegum. Í grunninn lúta dyggðirnar að því hvaða persónu-
eiginleikar gera okkur að góðum mönnum, m.ö.o. hvernig við eig-
um að lifa og hvernig við náum að blómstra.34 Óhjákvæmilega
snertir þetta beinlínis þá spurningu hvernig samfélag við viljum
byggja upp og búa í.
Áður voru nefnd dæmi um blöndun iðnaðarsalts í matvæli og
framleiðslu á „kjötréttum“ án kjöts. Þegar upp kemst um slíka hátt-
semi og öll spjót standa á einum manni getur verið freistandi að
benda á eftirlitsaðila og segja sem svo að enginn hafi gert athuga-
semdir við verklagið. Jafnvel þótt sannað sé að menn hafi brotið
gegn faglegum skyldum sínum, svo ekki sé talað um beinar skyldur
gagnvart neytendum, er með þessu reynt að færa athyglina frá að-
alatriði málsins. Í þessu getur óneitanlega falist viss hætta á því að
stóru málin séu klofin niður í smátt og athyglinni beint að einni eða
tveimur frumeindum í stað þess að viðhafa heildarsýn eða yfirsýn.
Þannig er ekki víst að aðgreining, uppskipting og flokkun leiði
ávallt til skilningsauka. Þvert á móti getur slíkt aukið á flækjustigið
og gert einföld mál flókin. Þannig geta jafnvel hin stærstu mál horf-
ið og yfir þau fennt í viðvarandi fjúki nýrra frétta. Greining og rök-
hugsun eru að sjálfsögðu góðra gjalda verðar, en duga ekki ætíð alla
leið. Siðblindir menn, sem engin tengsl hafa við tilfinningasviðið,
geta tekið vandlega útreiknaðar ákvarðanir, en þar með er ekki sagt
að þær séu góðar. Innsæið, skynsemin, samviskan og siðferðisvit-
undin, allt getur þetta veitt rökhugsuninni mikilvægan stuðning,
viðmið og jafnvel leiðsögn í erfiðum málum.
9. SJúKLEIKI OG LÆKNING
Frammi fyrir öllu því bákni af reglum sem hér hefur verið gert að
umfjöllunarefni má velta því fyrir sér hvers vegna mönnum hefur
ekki með lögum tekist að útrýma ofbeldi, hatri, einangrun og
ómannúðlegum athöfnum sem svipta bæði þolendur og gerendur
mennskunni.
Með því að regluvæða siðferðið er verið að ýta því út á jaðarinn,
þar sem það á þó ekki heima. Með því að njörva siðareglur niður á
of þröngan bás er einnig verið að vængstýfa siðfræðina, sem er
áhyggjuefni til lengri tíma litið. Ef menn taka til við að túlka slíkar
34 Sjá t.d. Aristóteles: Siðfræði Níkomakkosar. Reykjavík 1995.