Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 9
355 að telja áberandi hvað bandarísk kennslurit um þjóðarétt leggja ríka áherslu á að greina tengsl þjóðaréttar við eigin landsrétt og virðast jafnframt gera það með nokkuð öðrum hætti en sambærileg evr- ópsk rit um þjóðarétt almennt. Gengur þetta stundum svo langt að þar er fjallað um þjóðarétt sem hluta af því réttarsviði sem taka til laganna sem varða alþjóðasamskipti Bandaríkjanna eða Foreign Relations Law of the United States.14 Til samræmis við þessa sýn á þjóðarétt virðast bandarísk kennslurit líka oft nálgast margt af því sem í evrópskum kennsluritum er almennt talið til þjóðaréttar af nokkurri varkárni en leggja þeim mun meiri áherslu á þá útgáfu þjóðaréttar sem þeir sjálfir telja „óumdeilda“ og er nú birt í riti sem kallast „Þriðja samantekt laga sem varða alþjóðasamskipti Banda- ríkjanna“ (The Third Restatement of Foreign Relations Law of the United States). Ritið er gefið út af Lagastofnun Bandaríkjanna (American Law Institute) og er ætlað að endurspegla gildandi þjóðarétt fyrir Bandaríkin þótt efni þess bindi ekki stjórnvöld formlega.15 Draga mætti þá ályktun að þessi framsetning væri til marks um að Bandaríkin hefðu sem stórveldi almennt nokkuð sjálfsmiðaða sýn á þjóðarétt. Við nánari athugun verður þó að hafa hliðsjón af því að þessi nálgun og áherslur ríkisins í þjóðarétti tengist með af- gerandi hætti hefðbundinni umræðu þar í landi um bandaríska stjórnskipan þar sem stjórnarskráin og staða Bandaríkjanna sem sambandsríkis verður almennt þungamiðjan í allri umræðu. Banda- ríska stjórnarskráin frá 1787 fjallar einkum um hið þrískipta rík- isvald og um afmörkun þess valds sem heyrir til alríkisins (sam- bandsríkisins) annars vegar og ríkjanna (fylkjanna) hins vegar, en samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki og staða þjóðaréttar ber þó einnig á góma í stjórnaskránni og lýtur þá einkum að gerð og þýð- ingu þjóðréttarsamninga, en einnig að nokkrum öðrum álitaefnum er tengjast stöðu þjóðaréttar. Þó svo að bandarískir fræðimenn telji Bandaríkin yfirleitt til ríkja sem búi við réttarkerfi í anda tvíeðlis gagnvart þjóðarétti er staðan þar þó í reynd nokkuð flóknari en svo vegna stjórnarskrár- innar.16 Þannig er t.d. fjallað um þjóðréttarsamninga í 2. mgr. 2. hluta, II. gr. hennar, þar sem segir efnislega að forsetinn fari með vald til að gera þjóðréttarsamninga í samráði við og með samþykki 14 Sjá t.d. David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 157; Mark W. Janis: Inter- national Law. New York 2012, bls. 112; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 140. 15 Roswell B. Perkins (aðalritstjóri): Restatement of the Law Third – Restatement of the Law the Foreign Relations of the United States. St. Paul 1990, bls. ix. 16 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States. St. Paul 2006, bls. 675.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.