Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 13
359 Árin 1966 og 1968 samþykkti Öryggisráð SÞ með atbeina Bandaríkjanna ályktanir um viðskiptabann aðildarríkja SÞ gagnvart Ródesíu. Árið 1971 samþykkti Bandaríkjaþing hins vegar svokallaða Byrd löggjöf sem bann- aði forsetanum að setja viðskiptabann á tilteknar vörur frá ríkjum sem ekki töldust til austantjaldsríkja eða bandamanna þeirra. Þar sem Ródesía tald- ist ekki til þeirra kom upp sú staða að stjórnvöld gátu ekki framfylgt banni SÞ gagnvart Ródesíu í Bandaríkjunum. Að mati Hæstaréttar var þingið meðvitað um þessi áhrif laganna og voru þau því talin standast þótt afleið- ing þess væri brot á þjóðréttarlegum skuldbindingum Bandaríkjanna. Ör- yggisráð SÞ áréttaði enn viðskiptabannið árið 1972 en lögin voru þó ekki afnumin fyrr en 1977 eða tveimur árum áður en SÞ afléttu aðgerðunum.29 Í framangreindu máli Diggs gegn Schultz gengu alríkislög í ber- högg við ályktun Öryggisráðs SÞ sem fær stoð í ekki ómerkari þjóð- réttarsamningi en sjálfum Sáttmála SÞ frá 1945. Sé staðan hins vegar sú að reglur sem stafa frá einstökum ríkjum (fylkjum) Bandaríkj- anna fari í bága við þjóðréttarsamning sem telst hafa bein réttaráhrif þá víkja slíkar reglur ríkjanna (fylkjanna) óháð aldri réttarheimild- anna rétt eins og ef um væri að ræða alríkislög sem ganga jafnan framar lögum einstakra ríkja (fylkja), sbr. dóm Hæstaréttar Bandaríkj- anna í máli Asakura gegn Seattle frá 26. maí 1924, mál nr. 265 U.S. 332. Japanskur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum taldi að samþykkt Seattle borgar sem bannaði úthlutun leyfa til veðlánastarfsemi til útlendinga færi í bága við samning Bandaríkjanna og Japans um að borgarar ríkjanna mættu dvelja á landsvæði hvors annars og stunda þar viðskipti með sömu skilyrðum og ríkisborgarar. Var talið að samningurinn bæri með sér að honum væri ætlað að öðlast virkni án þess að koma þyrfti til frekari reglu- setningar, þ.e. hefði bein réttaráhrif, og gengi sem slíkur framar umræddri samþykkt.30 Það er ekki viðfangsefnið hér að fjalla sérstaklega um þau fjöl- mörgu álitaefni sem snúa að því stjórnskipulega úrlausnarefni sem lýtur að því hvað heyri undir alríkið annars vegar og hvað heyri undir ríkin (fylkin) hins vegar samkvæmt bandarískum rétti. Þess skal þó getið að dómstólar hafa litið svo á að þingið geti sett lög til að framkvæma þjóðréttarsamning um málefni sem ella myndi að- eins heyra undir einstök ríki að fjalla um, sbr. dóm Hæstaréttar Banda- ríkjanna í máli Missouri gegn Hollandi frá 19. apríl 1920, mál nr. 252 U. S. 416. Missouri ríki taldi það brot á 10. viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna að alríkið hefði sett lög til að framkvæma þjóðréttarsamning frá 1916 um 29 Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law. New Jersey 2013, bls. 131-132. 30 Mark W. Janis: International Law, bls. 91-92.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.