Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 61
407 þessum efnum en ofangreind umfjöllun gefur til kynna. Þá hefur upplegg Ármanns meira af blæbrigðum tengdum textaskýringu, þ.e. fyrrnefnd ákvarðandi skýring.16 Í þessu sambandi má taka til skoðunar hversu sveigjanlegt hug- tak „hinn merkingarfræðilegi rammi“ er hjá Róberti. Lýsir hann því svo að „upphafsaðgerðir túlkunar ... miðast við að greina merkingu einstakra orða, hugtaka og orðatiltækja í lagaákvæðum, bæði á mál- fræðilega og setingafræðilega vísu“.17 Er þetta ekki fjarri því sem Ármann segir um frumþátt lögskýringa.18 Síðan segir Róbert að fyrstu aðgerðirnar – afmörkun hins merkingarfræðilega ramma – afmarki „mögulegt inntak og gildissvið [lagaákvæðis] merking- arfræðilega og mynda ramma sem frekari túlkun [þess] fer fram í“. Afmörkunin skilgreinir þau „takmörk sem eru í hverju tilviki á því hve langt megi ganga við að ljá lagaákvæði ákveðna merkingu“.19 Rekur hann að orð og hugtök kunni að vera „óræð, þ.e. óljós eða tvíræð“ og því almennara sem orðalag lagaákvæðis er því meiri lík- ur séu á því að vafi kunni að skapast um hvort tilvik falli innan efn- isreglunnar. Sum tilvik falli að kjarna lagaákvæðisins en önnur kunni að falla að ytri mörkum textans merkingarfræðilega og sé meiri vafi um hvort efnisregla taki til þeirra.20 Í beinu framhaldi rek- ur hann greinarmuninn á lagalegri merkingu ákvæðis og almennri málvenju en hún sé ekki sjálfkrafa ráðandi við afmörkun á merk- ingu hugtaks í lagaákvæði.21 Eflaust má hugsa um hinn merkingarfræðilega ramma laga- ákvæðis með ólíkum hætti eða blæbrigðum. Ætlunin hér er ekki að gera Róberti upp skoðanir í þessum efnum. Að því sögðu má spyrja hvort ekki sé hægt að nálgast hinn merkingarfræðilega ramma með þeim hætti að þar sé, eins og sumar tilvitnanir hér að framan gefa til kynna, dreginn rammi utan um „mögulega“ merkingu lagaákvæðis og „takmörk“ túlkunar á því. Eðlilegur skilningur eða skilningur 16 Ekki er alltaf skýrt hvað átt er við með ákvarðandi skýringu. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I. Reykjavík 1999, bls. 240, flokkar ákvarðandi skýringu sem lögskýr- ingarleið en tekur þó fram að hún sé afbrigði almennrar lögskýringar. Davíð Þór Björg- vinsson: Lögskýringar. Kenningar, aðferðir og sjónarmið við skýringu og beitingu laga, bls. 91-92, leggur aftur á móti til grundvallar, að ákvarðandi skýring sé liður í textaskýringu. Segir hann að með henni sé orðum ákvörðuð merking að lögum „sem geti verið þrengri eða rýmri en almenn málvenja segir til um“. 17 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 59. 18 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 455. Róbert vitnar til hans þar sem segir: „Lög- skýring er, sem fyrr greinir, sú starfsemi, sem fólgin er í að ákvarða efni lagaákvæða. Frum- þáttur í þeirri starfsemi er að kanna merkingu einstakra orða, hugtaka og orðatiltækja í lagaákvæðum, bæði á málfræðilega og setningafræðilega vísu.“ 19 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 59-60. 20 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 66-67. 21 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 67-68.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.