Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 61
407 þessum efnum en ofangreind umfjöllun gefur til kynna. Þá hefur upplegg Ármanns meira af blæbrigðum tengdum textaskýringu, þ.e. fyrrnefnd ákvarðandi skýring.16 Í þessu sambandi má taka til skoðunar hversu sveigjanlegt hug- tak „hinn merkingarfræðilegi rammi“ er hjá Róberti. Lýsir hann því svo að „upphafsaðgerðir túlkunar ... miðast við að greina merkingu einstakra orða, hugtaka og orðatiltækja í lagaákvæðum, bæði á mál- fræðilega og setingafræðilega vísu“.17 Er þetta ekki fjarri því sem Ármann segir um frumþátt lögskýringa.18 Síðan segir Róbert að fyrstu aðgerðirnar – afmörkun hins merkingarfræðilega ramma – afmarki „mögulegt inntak og gildissvið [lagaákvæðis] merking- arfræðilega og mynda ramma sem frekari túlkun [þess] fer fram í“. Afmörkunin skilgreinir þau „takmörk sem eru í hverju tilviki á því hve langt megi ganga við að ljá lagaákvæði ákveðna merkingu“.19 Rekur hann að orð og hugtök kunni að vera „óræð, þ.e. óljós eða tvíræð“ og því almennara sem orðalag lagaákvæðis er því meiri lík- ur séu á því að vafi kunni að skapast um hvort tilvik falli innan efn- isreglunnar. Sum tilvik falli að kjarna lagaákvæðisins en önnur kunni að falla að ytri mörkum textans merkingarfræðilega og sé meiri vafi um hvort efnisregla taki til þeirra.20 Í beinu framhaldi rek- ur hann greinarmuninn á lagalegri merkingu ákvæðis og almennri málvenju en hún sé ekki sjálfkrafa ráðandi við afmörkun á merk- ingu hugtaks í lagaákvæði.21 Eflaust má hugsa um hinn merkingarfræðilega ramma laga- ákvæðis með ólíkum hætti eða blæbrigðum. Ætlunin hér er ekki að gera Róberti upp skoðanir í þessum efnum. Að því sögðu má spyrja hvort ekki sé hægt að nálgast hinn merkingarfræðilega ramma með þeim hætti að þar sé, eins og sumar tilvitnanir hér að framan gefa til kynna, dreginn rammi utan um „mögulega“ merkingu lagaákvæðis og „takmörk“ túlkunar á því. Eðlilegur skilningur eða skilningur 16 Ekki er alltaf skýrt hvað átt er við með ákvarðandi skýringu. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I. Reykjavík 1999, bls. 240, flokkar ákvarðandi skýringu sem lögskýr- ingarleið en tekur þó fram að hún sé afbrigði almennrar lögskýringar. Davíð Þór Björg- vinsson: Lögskýringar. Kenningar, aðferðir og sjónarmið við skýringu og beitingu laga, bls. 91-92, leggur aftur á móti til grundvallar, að ákvarðandi skýring sé liður í textaskýringu. Segir hann að með henni sé orðum ákvörðuð merking að lögum „sem geti verið þrengri eða rýmri en almenn málvenja segir til um“. 17 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 59. 18 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 455. Róbert vitnar til hans þar sem segir: „Lög- skýring er, sem fyrr greinir, sú starfsemi, sem fólgin er í að ákvarða efni lagaákvæða. Frum- þáttur í þeirri starfsemi er að kanna merkingu einstakra orða, hugtaka og orðatiltækja í lagaákvæðum, bæði á málfræðilega og setningafræðilega vísu.“ 19 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 59-60. 20 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 66-67. 21 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 67-68.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.