Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 20
366
tengslum við GATT samkomulagið en Bandaríkjaþing var þá enn
fyrirstaðan og slík stofnun varð raunar ekki formlega til fyrr en árið
1995 með Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO).61 Bandaríkin urðu
hins vegar stofnaðilar að Sameinuðu Þjóðunum (SÞ) og höfðu raun-
ar mest að segja af öllum stofnríkjum um endanlega gerð ákvæða í
Sáttmála SÞ.62 Frumkvæði og áhrif Bandaríkjanna í tengslum við
aðrar alþjóðastofnanir sem margar voru settar á laggirnar í kjölfar
síðari heimsstyrjaldar eru óumdeild og má t.d. nefna Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn (AGS), Alþjóðabankann og þá stofnun sem nú nefnist
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD).
Hvað varðar Bandaríkin og SÞ, sem er án vafa mikilvægasta
hnattræna alþjóðastofnun ríkja, má segja að staða Bandaríkjanna
hafi þar framan af verið gríðarlega sterk. Þetta helgast einkum af
því að Bandaríkin höfðu, líkt og fjögur önnur stórveldi, fastafull-
trúa með neitunarvald í Öryggisráði SÞ, en þar fyrir utan voru vest-
ræn ríki og bandamenn þeirra einnig með traustan meirihluta ríkja
á bak við sig, bæði í Öryggisráðinu og á Allsherjarþingi SÞ. Þetta
leiddi til þess að Bandaríkin gátu því sem næst stjórnað dagskrá í
báðum stofnunum og engin ályktun kom til álita í þeirra óþökk. Á
sjöunda áratug 20. aldar urðu hins vegar breytingar þegar mikill
fjöldi nýrra ríkja gekk í SÞ og þróunarríki mynduðu meirihluta á
Allsherjarþinginu. Er ljóst að staða Bandaríkjanna á vettvangi SÞ
breyttist þá mjög.63 Síðustu áratugi hefur stirðleiki í samskiptum
Bandaríkjanna gagnvart SÞ verið nokkuð áberandi sem hefur m.a.
birst í tregðu Bandaríkjanna við að standa skil á þeim framlögum til
SÞ sem Allsherjarþingið hefur ákvarðað. Hvað varðar alþjóðadómstóla og lausn deilumála á alþjóðavett-
vangi má segja að almennt séu ríki heldur treg til að fallast á lög-
sögu þess háttar dómstóla og þá ekki síst stórveldin. Bandaríkin
gengust t.d. aldrei við lögsögu Fasta Alþjóðadómstólsins í Haag
(FAD) sem starfaði í tengslum við þjóðabandalagið. Eftir stofnun
SÞ féllust Bandaríkin hins vegar á almenna dómslögsögu Alþjóða-
dómstólsins í Haag (AD) sem leysti FAD af hólmi með því að látin
var í té almenn yfirlýsing þess efnis samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Sam-
þykktar fyrir Alþjóðadómstólinn (SAD). Yfirlýsing Bandaríkjanna var
hins vegar, eins og títt er, bundin fyrirvörum, en í tilfelli Bandaríkj-
anna voru fyrirvararnir þó sérlega ítarlegir og margþættir. Þeir voru
61 Andreas F. Lowenfeld: International Economic Law. Oxford 2008, bls. 25-28.
62 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 119.
63 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 3-4.
John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 8.
John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 250.