Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 49
395 að það ferli sem hófst með aðskilnaði laga og siðferðis ljúki með sam- runa þessara tveggja fyrirbæra þegar lögum er beitt til að festa í sessi siðferðilegt sammæli samfélagsþegnanna. Líklegt er að vísu að það verði aldrei annað en lægsti samnefnarinn. Til að forða sjálfum okkur og samfélaginu frá slíkri lágkúru þurfum við á göfugri hugsun að halda sem miðar að hærra marki. Lögin þjóna sannarlega mikilsverðu hlutverki í þeim tilgangi að færa samfélög fram á veg. Með vísan til alls framanritaðs er hins vegar óraunhæft að telja að lögin geti nokkru sinni þjónað því hlut- verki að vera hinn endanlegi mælikvarði á rétta og ranga hegðun. út frá þessu er ekki órökrétt að draga í efa réttmæti þeirrar viðleitni að regluvæða öll svið mannlífsins í smáatriðum. Við hljótum ávallt að þurfa að skilja eftir eitthvert rými fyrir siðferðisreglur og sið- fræðilega rökræðu í því skyni að höfða til samvisku33 borgaranna og þeirra betri manns. 8. SIÐFRÆÐILEGT FASTALAND? Í fámennum og einföldum samfélögum drekkur fólk í sig siði og viðmið með móðurmjólkinni ef svo má að orði komast. Fólk lærir þar siðferðisreglur. Siðfræðin liggur á dýpra sviði, þar sem fjallað er faglega um rétta breytni og ranga. Siðfræðin er þannig rökleg iðkun sem hefur oft lítið með tilfinningasemi að gera. Breyttar þjóðfélags- aðstæður, ekki síst þær sem fjórfrelsi Evrópuréttarins leiðir af sér, kalla fram aukna þörf fyrir samræmd viðmið. Breyttir framleiðslu- hættir, nýjar atvinnugreinar, kröfur um flæði fjármagns o.fl. gera það að verkum að í auknum mæli er notast við lög sem samnefnara. Meðal annars má sjá þetta í því að lög teygja sig í sífellt meira mæli inn á svið siðferðisreglna. Sú þróun er raunar hafin hér á landi fyrir nokkru. Sést það einna best á þeirri áherslu sem víða má sjá að starfsstéttir setji sér siðareglur, skrái þær og birti. Það væri aftur á móti óraunhæf bjartsýni að halda að leysa megi siðferðisvanda fólks með því einu að skrá og birta siðareglur. Þetta þekkja allir sem þurft hafa að líta til skráðra siðareglna í leit að leiðsögn við lausn tiltekins siðavanda. Því verður varla á móti mælt að hugmyndir okkar um rétt og rangt, gott og illt, dyggðir og lesti, höfum við flestar tekið í arf frá fyrri kynslóðum. Samfélagsgerð okkar, löggjöf, siðvenjur, tungu- málið og fleira er afsprengi hugmynda, hugsjóna, menningar, sögu, stjórnmála og margs annars. 33 Í þessu sambandi má minna á að í drengskaparheiti, sem embættismenn vinna að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, er því meðal annars heitið að gegna af árvekni og samviskusemi skyldum þeim sem starfið útheimtir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.