Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 52
398 dómgreindar. Í samræmi við það sem áður er sagt þarf þó meira til að koma en lagasetning. Ef við viljum gera okkur vonir um að sam- félag okkar þróist til betri vegar, að misyndismenn haldi aftur af hvötum sínum og að borgararnir finni góðvild sinni farveg, þá þarf að halda uppi lifandi siðfræðilegri samræðu um dyggðir og lesti. Mögulega yki það líkurnar á að huga og hönd borgaranna yrði beint í uppbyggilegan, skapandi og jákvæðan farveg. Samhliða þessu þyrfti að sjálfsögðu að undirstrika mikilvægi þess að alls hófs væri gætt þegar kemur að hinum siðferðilegu viðurlögum sem áður voru nefnd. Svo sem um gat í upphafi þessarar greinar getum við tæplega gert okkur vonir um að fylla upp allt tómarúm með fyrirframsett- um reglum. Dyggðirnar þjóna tilgangi til að fylla upp í rýmið sem tekur við þar sem hinum skýru reglum sleppir og lögskýringar taka við. Séu þau sjónarmið vel grundvölluð fylla þau tómið með upp- byggjandi kröftum. Áhersla á siðfræðimenntun og yfirvegaðar um- ræður um þau gildi sem við viljum grundvalla samfélag okkar á þjóna í þessu tilliti skýrum tilgangi. Með þessu móti gætum við sagt að við værum að byrja á réttum enda með því að reyna að lækna sjúkdóminn í stað þess að berjast stöðugt við sjúkdómseinkennin. Ef vel tekst til mætti mögulega með þessu móti draga úr ágreiningi, efla eindrægni og sátt. Myndi það ekki síst stafa af því að okkur yrði betur ljóst að sérdrægni í bland við þröngsýni eykur á sundrung. Þótt lögin geymi úrræði til að taka á ágreiningi, deilum og hags- munaárekstrum er ekki þar með sagt að lagasetning eða uppkvaðn- ing dóms leysi ávallt hinn undirliggjandi vanda, bindi endi á deilur aðila eða kveði niður ófrið. 10. LOKAORÐ Flestar starfsgreinar skoða umhverfið af kögunarhóli þeirra aðferða, tækniþekkingar og/eða fræða sem marka grundvöll viðkomandi greinar. Lögfræðingar eru þar engin undantekning. Okkur hættir til að álykta sem svo að lögin séu sá möndull sem allt þjóðfélagið snýst um, en gleyma því að lög eru fremur verkfæri en sjálfstætt hreyfiafl. Á ófriðartímum gætu til dæmis vopnasmiðir þannig reynt að telja sér og öðrum trú um að allt snúist um vopnin, gerð þeirra og gæði. Slík nálgun lítur fram hjá rótum vandans. Hér sem annars staðar getur ofureinföldun orðið til þess að hamla skilningi á hinni víðari mynd, bakgrunninum og hinum mannlega þætti. Löggjöf, löggæslu og opinberu eftirliti eru augljóslega takmörk sett og koma einungis að takmörkuðu gagni sem vörn gegn mis- gerðum og glæpum. Þrátt fyrir allar okkar framfarir við lagasetn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.