Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 75
421
úTGÁFUSTARFSEMI
Lögfræðingafélagið sendir reglulega út tölvupóst á félagsmenn sína
þar sem auglýstir eru þeir atburðir sem í boði eru hverju sinni í
samfélagi lögfræðinga. Reikna má með að félagsmenn fái tölvupóst
frá félaginu tvisvar í viku. Einnig heldur félagið úti heimasíðu þar
sem helstu viðburðir í félaginu eru tíundaðir nánar.
Árið 2012 var byrjað að gefa út rafrænt fréttabréf LÍ. Misjafnt er
hve mörg hefti koma út á ári en hægt er að nálgast þau á heimasíðu
félagsins. Ritstjóri frá upphafi hefur verið Páll Þórhallsson og í rit-
nefnd sitja auk hans formaður og framkvæmdastjóri félagsins.
Tímarit lögfræðinga kemur út fjórum sinnum á ári. Ókeypis
aðgangur er að fyrstu 53 árgöngum tímaritsins á www.timarit.is en
aðrir árgangar fást keyptir í vefverslun á heimasíðu félagsins www.
logfraedingafelag.is. Félagið er einnig með samning við FonsJuris
um endursölu á rafrænu tímariti í gegnum vef sinn. Róbert R. Spanó,
prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var ritstjóri til 2013 en frá
og með 2. hefti þess árs hefur Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við
lagadeild Háskóla Íslands, ritstýrt tímaritinu.
ÖLDUNGADEILD LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
Mikil gróska hefur verið í öldungadeild LÍ frá því að hún var stofn-
uð, 28. nóvember 2007, og má með sanni segja að hún sé fjöður í hatt
félagsins. Yfir vetrartímann heldur deildin mánaðarlega fundi og er
efni þeirra af ýmsu tagi. Formaður öldungadeildar er Hörður Ein-
arsson hæstaréttarlögmaður, en auk hans eru Ingimundur Sigfús-
son og Elín Norðdahl í stjórn starfsárið 2013-2014. Frá stofnun árið
2007 til ársins 2012 var Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari, formaður en hann var einnig stofnandi deildarinnar.
Þeir lögfræðingar sem nú eru skráðir í öldungadeildina eru 72
talsins en að jafnaði sækja um 20-30 manns fundi hennar hverju
sinni. Auk þess hefur deildin efnt til stuttra dagsferða á vorin og var
til dæmis farið í einstaklega vel heppnaða dagsferð í Hvalfjörð und-
ir leiðsögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, rithöfundar og fyrrver-
andi alþingismanns, árið 2013. Þema ferðarinnar var hlutverk og
þýðing Hvalfjarðar í síðari heimsstyrjöldinni og var meðal annars
farið í hernámssetrið í félagsheimilinu Hlöðum.
NÁMSFERÐIR
Lögfræðingafélagið efnir til námsferða annað hvert ár. Ferðirnar
hafa í gegnum tíðina verið mjög vinsælar en haustið 2013 fór 46
manna hópur til Argentínu og árið 2011 fór 46 manna hópur til