Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 19
365
því að framkvæmd annarra ríkja og alþjóðastofnana eigi einnig að
geta skipt máli.57 Þessi meiningarmunur endurspeglast einnig í mis-
munandi afstöðu manna til þess þegar dómstólar í Bandaríkjunum,
og þá einkum Hæstiréttur Bandaríkjanna, afráða að taka mið af
þjóðarétti og þá jafnvel þróun hans við túlkun tiltekinna ákvæða
stjórnarskrárinnar. Dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar Bandaríkj-
anna í máli Roper gegn Simmons frá 1. mars 2005, mál nr. 543 U.S. 551.
Tekist var á um hvort dauðarefsingar ungmenna sem frömdu refsiverð af-
brot undir 18 ára aldri gætu yfirleitt samræmst 8. viðauka við stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Voru dómarar ósammála um hvort þróun í öðrum ríkjum
sem og hliðsjón af alþjóðalögum á borð við Samning SÞ um réttindi barnsins
frá 1989 ætti að koma til álita við túlkun á stjórnarskrá í þessu tilliti en
meirihluti dómara taldi að meðal annars bæri að líta til slíkra sjón-
armiða.58
Í einstökum ríkjum (fylkjum) Bandaríkjanna virðist enn gæta
verulegrar tortryggni í garð þjóðaréttar eða laga sem teljast eiga er-
lendar rætur. Í Oklahóma voru þannig árið 2010 samþykkt fylkislög
sem bönnuðu fylkisdómurum að nota kennisetningar á borð við
þjóðarétt og Sharia lög en í Tennessee voru tilvísanir til útlendra
laga bannaðar það sama ár. Á vettvangi Bandaríkjaþings höfðu
íhaldssamir þingmenn lagt fram frumvörp árin 2004 og 2005 sem
stóðu til þess að banna alríkisdómstólum alfarið að vísa til þjóða-
réttar eða útlendra laga í rökstuðningi sínum nema slík sjónarmið
ættu rætur að rekja til engilsaxnesks réttar eða höfunda stjórnarskrár
en það fékk lítinn stuðning í þinginu.59
4. STANDA BANDARÍKIN ALMENNT MEÐ ÞJÓÐARÉTTI Í
FRAMKVÆMD?
4.1 Alþjóðastofnanir og úrlausn deilumála
Bandaríkin hafa almennt verið leiðandi ríki við stofnun og starf-
rækslu flestra mikilvægustu alþjóðastofnana en sú saga hefur þó
ekki verið á einn veg. Bandaríkin urðu þannig aldrei aðilar að
Þjóðabandalaginu eftir fyrri heimsstyrjöld þrátt fyrir frumkvæði
þeirra að tilurð þess en Bandaríkjaþing kom í veg fyrir aðild.60 Svip-
að átti sér stað eftir síðari heimsstyrjöld varðandi drög að samningi
um Alþjóðaviðskiptastofnun sem til stóð að stofna árið 1947 í
57 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 269.
58 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 163; Mark W. Janis: International
Law, bls. 117; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 266.
59 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 269.
60 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls.
669.