Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 19
365 því að framkvæmd annarra ríkja og alþjóðastofnana eigi einnig að geta skipt máli.57 Þessi meiningarmunur endurspeglast einnig í mis- munandi afstöðu manna til þess þegar dómstólar í Bandaríkjunum, og þá einkum Hæstiréttur Bandaríkjanna, afráða að taka mið af þjóðarétti og þá jafnvel þróun hans við túlkun tiltekinna ákvæða stjórnarskrárinnar. Dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar Bandaríkj- anna í máli Roper gegn Simmons frá 1. mars 2005, mál nr. 543 U.S. 551. Tekist var á um hvort dauðarefsingar ungmenna sem frömdu refsiverð af- brot undir 18 ára aldri gætu yfirleitt samræmst 8. viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Voru dómarar ósammála um hvort þróun í öðrum ríkjum sem og hliðsjón af alþjóðalögum á borð við Samning SÞ um réttindi barnsins frá 1989 ætti að koma til álita við túlkun á stjórnarskrá í þessu tilliti en meirihluti dómara taldi að meðal annars bæri að líta til slíkra sjón- armiða.58 Í einstökum ríkjum (fylkjum) Bandaríkjanna virðist enn gæta verulegrar tortryggni í garð þjóðaréttar eða laga sem teljast eiga er- lendar rætur. Í Oklahóma voru þannig árið 2010 samþykkt fylkislög sem bönnuðu fylkisdómurum að nota kennisetningar á borð við þjóðarétt og Sharia lög en í Tennessee voru tilvísanir til útlendra laga bannaðar það sama ár. Á vettvangi Bandaríkjaþings höfðu íhaldssamir þingmenn lagt fram frumvörp árin 2004 og 2005 sem stóðu til þess að banna alríkisdómstólum alfarið að vísa til þjóða- réttar eða útlendra laga í rökstuðningi sínum nema slík sjónarmið ættu rætur að rekja til engilsaxnesks réttar eða höfunda stjórnarskrár en það fékk lítinn stuðning í þinginu.59 4. STANDA BANDARÍKIN ALMENNT MEÐ ÞJÓÐARÉTTI Í FRAMKVÆMD? 4.1 Alþjóðastofnanir og úrlausn deilumála Bandaríkin hafa almennt verið leiðandi ríki við stofnun og starf- rækslu flestra mikilvægustu alþjóðastofnana en sú saga hefur þó ekki verið á einn veg. Bandaríkin urðu þannig aldrei aðilar að Þjóðabandalaginu eftir fyrri heimsstyrjöld þrátt fyrir frumkvæði þeirra að tilurð þess en Bandaríkjaþing kom í veg fyrir aðild.60 Svip- að átti sér stað eftir síðari heimsstyrjöld varðandi drög að samningi um Alþjóðaviðskiptastofnun sem til stóð að stofna árið 1947 í 57 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 269. 58 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 163; Mark W. Janis: International Law, bls. 117; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 266. 59 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 269. 60 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 669.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.