Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 51
397 reglur og skýra á ýmsan máta eins og lög, þar sem reglurnar eru beittar aðferðum sundurgreiningar, röðunar og flokkunar, getur skapast viss hætta á því að vanræktir verði mikilvægir þættir eins og tilfinningagreind og skilningur á aðstæðum sem oft og tíðum geta verið viðkvæmar. Öll samfélög manna, að fornu og nýju, í lengd og bráð, byggjast á siðfræðilegum grunni. Það sem talið er siðvendni kann að breytast frá einum tíma til annars, svo sem glöggt má t.d. sjá af breytingum á því hvað telst leyfilegt í kynferðismálum og umræðum um þau efni. Hinir siðfræðilegu hornsteinar mannlegs samfélags eru hins vegar stöðugir og sígildir. Hér erum við komin aftur á þann stað sem lagt var upp frá. Sið- ferðisreglur og lagareglur þjóna því sameiginlega markmiði að tryggja stöðugleika í samfélagi manna. Mennirnir hljóta hins vegar ávallt að setja markið hærra en að ná stöðugleika og fyrirsjáanleika. Hið endanlega markmið hlýtur einnig að ná lengra en til þess eins að tryggja frelsi og réttindi, þ.m.t. mannréttindi. Markmið eins og farsæld, friður og sátt35 standa í kjarna flestra siðfræðikenninga. Svo langt getur enginn maður náð og engin þjóð eða samfélag án þess að bera virðingu fyrir og iðka þær dyggðir sem vísa leiðina að mark- inu. Það samfélag er hins vegar augljóslega veikt þar sem lestirnir hafa náð yfirhöndinni. Vestræn læknavísindi liggja víða undir ámæli fyrir að hneigjast um of til þess að huga að einkennunum fremur en rótum sjúkleik- ans. Sem dæmi mætti nefna að læknir ávísi lyfjagjöf en vanræki að ráðleggja fólki um bætta lífshætti, t.d. með gönguferðum og hollara mataræði. Þetta er nefnt hér vegna þess að finna má hliðstæða til- hneigingu í réttarkerfi okkar. Lögregla, ákæruvald, dómstólar og fangelsisyfirvöld eyða, sem fyrr segir, gríðarlegri orku í að bregðast við lögbrotum og afleiðingum þeirra. Líta má svo á að þessi brot séu sjúkdómseinkenni og að hinir undirliggjandi sjúkdómar fái enga meðferð heldur haldi áfram að draga þrótt úr hinum þjáða sjúklingi. Ekki væri fjarri lagi að líta svo á að fjármunum hins opinbera, tíma og orku væri vel varið til þess að vekja máls á og beina athygli að því hvað sé ábyrg framkoma við börn, hvað sé til fyrirmyndar, hverjar séu dyggðir foreldra, kennara og uppalenda, í stað þess að beina orku almennings og um leið löggjafans og framkvæmdar- valdsins að skuggahliðum samfélagsins, eins og þær birtast okkur í umfjöllun um kærur, lögreglumál, sakamál og refsidóma. Hugsan- lega mætti freista þess með löggjöf að stuðla markvisst að eflingu mannskilnings, samlíðunar, samvisku, siðvitundar og almennrar 35 Með þessu vísar undirritaður til þess að jafnvel í ríki þar sem mannréttindi eru að fullu virt geta borgararnir verið ömurlega vansælir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.